Erfitt að manna störf með Íslendingum Sveinn Arnarsson skrifar 2. maí 2015 12:00 Reykjavík Svo gæti farið að hlutfallslega fleiri útlendingar störfuðu við ferðaþjónustu á landsbyggðinni en í höfuðborginni. Mikill fjöldi ferðamanna í Reykjavík yfir vetrarmánuðina býr til fleiri heilsárstörf á suðvesturhorni landsins en annars staðar á landinu. Ferðaþjónusta Erfiðara er fyrir ferðaþjónustuaðila á landsbyggðunum að fá til sín íslenskt starfsfólk yfir sumartímann. Árstíðasveiflur í ferðaþjónustu eru nánast horfnar á höfuðborgarsvæðinu á meðan þeirra gætir enn úti á landi. Þessi þróun kann að valda því að árstíðabundin störf í ferðaþjónustu verði fremur á landsbyggðunum en heilsárstörfum fjölgi á höfuðborgarsvæðinu. Soffía Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra, segir erfitt að manna stöður í ferðaþjónustu á landsbyggðunum með íslensku vinnuafli. „Íslendingar í atvinnuleit eru fastir á sínum stað og eru alls ekki tilbúnir til að fara og búa í dreifbýli í stuttan tíma þar sem heilsárstörfin vantar í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Það er mjög erfitt fyrir fólk í atvinnuleit að rífa sig upp og flytja annað. Það er okkar tilfinning að ferðaþjónustuaðilar beini því auglýsingum sínum í auknum mæli á evrópsku vinnumiðlunina EURES og fái þá starfsfólk til sín erlendis frá,“ segir Soffía. Edward Huijbens, doktor í ferðamálafræðum við Rannsóknarmiðstöð ferðamála, segir fjölda ferðamanna yfir vetrarmánuðina geta skapað mikil tækifæri í aukinni menntun ferðaþjóna á Íslandi. „Nú eru allar forsendur fyrir því að á Íslandi geti starfað á heilsársgrundvelli menntað fólk í hótelbransanum. Allavega er þetta hægt á höfuðborgarsvæðinu þar sem árstíðasveifla í fjölda ferðamanna er nánast að hverfa. Hins vegar er sveiflan enn það mikil úti á landi að lítið er um varanleg störf í greininni á heilsársgrundvelli,“ segir Edward. Fréttablaðið greindi frá því þann 30. mars síðastliðinn að fjölgun starfsmanna innan íslenskrar ferðaþjónustu yrði ekki mætt með íslensku vinnuafli. Þá væri fjöldi sérhæfðs starfsfólks í engu samræmi við ferðamannastrauminn til Íslands. Erlendu starfsfólki myndi því fjölga í sumarstörfum sem frekar yrðu unnin á landsbyggðunum en í höfuðborginni. „Við munum ekki fá heilsárstörf í greininni á landsbyggðinni nema við gerum annað af tvennu,“ segir Edward. „Bæta tengingar við Keflavík út á land eða bæta við annarri gátt inn í landið fyrir erlenda ferðamenn.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira
Ferðaþjónusta Erfiðara er fyrir ferðaþjónustuaðila á landsbyggðunum að fá til sín íslenskt starfsfólk yfir sumartímann. Árstíðasveiflur í ferðaþjónustu eru nánast horfnar á höfuðborgarsvæðinu á meðan þeirra gætir enn úti á landi. Þessi þróun kann að valda því að árstíðabundin störf í ferðaþjónustu verði fremur á landsbyggðunum en heilsárstörfum fjölgi á höfuðborgarsvæðinu. Soffía Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra, segir erfitt að manna stöður í ferðaþjónustu á landsbyggðunum með íslensku vinnuafli. „Íslendingar í atvinnuleit eru fastir á sínum stað og eru alls ekki tilbúnir til að fara og búa í dreifbýli í stuttan tíma þar sem heilsárstörfin vantar í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Það er mjög erfitt fyrir fólk í atvinnuleit að rífa sig upp og flytja annað. Það er okkar tilfinning að ferðaþjónustuaðilar beini því auglýsingum sínum í auknum mæli á evrópsku vinnumiðlunina EURES og fái þá starfsfólk til sín erlendis frá,“ segir Soffía. Edward Huijbens, doktor í ferðamálafræðum við Rannsóknarmiðstöð ferðamála, segir fjölda ferðamanna yfir vetrarmánuðina geta skapað mikil tækifæri í aukinni menntun ferðaþjóna á Íslandi. „Nú eru allar forsendur fyrir því að á Íslandi geti starfað á heilsársgrundvelli menntað fólk í hótelbransanum. Allavega er þetta hægt á höfuðborgarsvæðinu þar sem árstíðasveifla í fjölda ferðamanna er nánast að hverfa. Hins vegar er sveiflan enn það mikil úti á landi að lítið er um varanleg störf í greininni á heilsársgrundvelli,“ segir Edward. Fréttablaðið greindi frá því þann 30. mars síðastliðinn að fjölgun starfsmanna innan íslenskrar ferðaþjónustu yrði ekki mætt með íslensku vinnuafli. Þá væri fjöldi sérhæfðs starfsfólks í engu samræmi við ferðamannastrauminn til Íslands. Erlendu starfsfólki myndi því fjölga í sumarstörfum sem frekar yrðu unnin á landsbyggðunum en í höfuðborginni. „Við munum ekki fá heilsárstörf í greininni á landsbyggðinni nema við gerum annað af tvennu,“ segir Edward. „Bæta tengingar við Keflavík út á land eða bæta við annarri gátt inn í landið fyrir erlenda ferðamenn.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira