Með honum vinna einnig framleiðendurnir Cathleen Sutherland Óskarsverðlaunahafi og Susan Kirr, sem framleiddi kvikmyndina The Tree of Life. „Ég er búinn að vinna þetta með Kirr og leikstjóranum og handritshöfundinum Brandon Dickerson. Þeim fannst vanta einn framleiðanda í viðbót og þannig kom Sutherland inn í þetta verkefni,“ segir Erlingur.

Til stendur að hefja tökur á myndinni í ágúst, en prufur fyrir helstu hlutverkin eru á lokastigi. Hann segir mjög líklegt að einhver þekkt nöfn verði í aukahlutverkum í myndinni, en getur ekki gefið það upp að svo stöddu. „Sá sem er að aðstoða okkur við að finna stráka í aðalhlutverkin var „casting director“ í myndinni No Country for Old Men. Eins og er þá erum við að skoða um fimmtán stráka sem koma til greina í aðalhlutverkin,“ segir hann.
Myndin verður tekin upp í Texas, og mun henni svipa mjög til íslensku útgáfunnar, sem fagnar tuttugu ára afmæli sínu í ár.