Drepum, dysjum, fyrirgefum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 6. maí 2015 11:45 Nóttin langa Stefán Máni Sögur útgáfa Nóttin langa er beint framhald fyrstu unglingabókar Stefáns Mána, Úlfshjarta, sem kom út fyrir tveimur árum. Hér heldur hann áfram að segja sögu þeirra Alexanders og Védísar, unga fólksins sem er varúlfar í Reykjavík samtímans og eru nú bæði gengin til liðs við samtök óvirkra varúlfa. En þótt þau hafi með hjálp samtakanna lært að hafa stjórn á dýrinu innra með sér er ekki öllum þeirra vandamálum lokið. Bæði eiga þau í innri baráttu vegna ástarsambands þeirra og þróunar þess, auk þess sem Védísi gengur illa að falla inn í hóp óvirkra varúlfa þar sem hún er eina konan í þeim samtökum. Leikar æsast svo allverulega þegar útsendarar Caput-hópsins sem hefur það að markmiði að útrýma öllum varúlfum á jörðinni, birtast. Eins og í fyrri bókinni leika samtök óvirkra varúlfa og það þrettán spora kerfi sem þau starfa eftir stórt hlutverk í sögunni en hér er áherslan meiri á persónu Védísar og upplifanir hennar sem gefur sögunni meiri vídd og dýpt enda Védís kjarnorkukvendi sem gaman er að kynnast nánar. Bara illskiljanlegt að hún skuli púkka upp á roluna Alexander sem ekki virðist hafa þroskast mikið á því að ná böndum á úlfinum hið innra. Hann er engu að síður mjög vel mótuð persóna með kostum og löstum og það sama á við um allar aðrar persónur sögunnar, nema þá helst hina ógnvekjandi úkraínsku Shöshu sem er ansi steríótýpísk femme fatale. Sagan er mjög vel byggð og skrifuð, samtölin til fyrirmyndar og stígandi spennunnar vel og vandlega hugsuð. Dálítið undarlegt samt að Caput-hópurinn virðist enn vera fastur í hugsun og siðum miðalda, en við höfum svo sem dæmi um slíka hópa fyrir augunum daglega í fréttum svo það er óþarfa tittlingaskítur að setja það fyrir sig. Átökin milli hins gamla og hins nýja eru hreyfiafl sögunnar. Og ekki eingöngu átök óvirku varúlfanna við hausahöggvarana í Caput, heldur átök Védísar við það að verða fullorðin og takast á hendur nýja ábyrgð og síðast en ekki síst átök hinna óvirku við nýjan hóp varúlfa sem gefa skít í sporakerfi og andlega uppbyggingu gömlu samtakanna og hyggjast takast á við dýrið hið innra eftir allt öðrum leiðum. Það verður spennandi að fylgjast með þróun þeirra árekstra í næstu bókum Stefáns Mána um varúlfana því það er augljóst af niðurlagi þessarar sögu að hann er hvergi nærri hættur að glíma við þetta söguefni. Því ber að fagna.Niðurstaða: Öflugt framhald Úlfshjarta þar sem persónurnar halda áfram að dýpka og þróast og spennan er keyrð í botn. Gagnrýni Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Nóttin langa Stefán Máni Sögur útgáfa Nóttin langa er beint framhald fyrstu unglingabókar Stefáns Mána, Úlfshjarta, sem kom út fyrir tveimur árum. Hér heldur hann áfram að segja sögu þeirra Alexanders og Védísar, unga fólksins sem er varúlfar í Reykjavík samtímans og eru nú bæði gengin til liðs við samtök óvirkra varúlfa. En þótt þau hafi með hjálp samtakanna lært að hafa stjórn á dýrinu innra með sér er ekki öllum þeirra vandamálum lokið. Bæði eiga þau í innri baráttu vegna ástarsambands þeirra og þróunar þess, auk þess sem Védísi gengur illa að falla inn í hóp óvirkra varúlfa þar sem hún er eina konan í þeim samtökum. Leikar æsast svo allverulega þegar útsendarar Caput-hópsins sem hefur það að markmiði að útrýma öllum varúlfum á jörðinni, birtast. Eins og í fyrri bókinni leika samtök óvirkra varúlfa og það þrettán spora kerfi sem þau starfa eftir stórt hlutverk í sögunni en hér er áherslan meiri á persónu Védísar og upplifanir hennar sem gefur sögunni meiri vídd og dýpt enda Védís kjarnorkukvendi sem gaman er að kynnast nánar. Bara illskiljanlegt að hún skuli púkka upp á roluna Alexander sem ekki virðist hafa þroskast mikið á því að ná böndum á úlfinum hið innra. Hann er engu að síður mjög vel mótuð persóna með kostum og löstum og það sama á við um allar aðrar persónur sögunnar, nema þá helst hina ógnvekjandi úkraínsku Shöshu sem er ansi steríótýpísk femme fatale. Sagan er mjög vel byggð og skrifuð, samtölin til fyrirmyndar og stígandi spennunnar vel og vandlega hugsuð. Dálítið undarlegt samt að Caput-hópurinn virðist enn vera fastur í hugsun og siðum miðalda, en við höfum svo sem dæmi um slíka hópa fyrir augunum daglega í fréttum svo það er óþarfa tittlingaskítur að setja það fyrir sig. Átökin milli hins gamla og hins nýja eru hreyfiafl sögunnar. Og ekki eingöngu átök óvirku varúlfanna við hausahöggvarana í Caput, heldur átök Védísar við það að verða fullorðin og takast á hendur nýja ábyrgð og síðast en ekki síst átök hinna óvirku við nýjan hóp varúlfa sem gefa skít í sporakerfi og andlega uppbyggingu gömlu samtakanna og hyggjast takast á við dýrið hið innra eftir allt öðrum leiðum. Það verður spennandi að fylgjast með þróun þeirra árekstra í næstu bókum Stefáns Mána um varúlfana því það er augljóst af niðurlagi þessarar sögu að hann er hvergi nærri hættur að glíma við þetta söguefni. Því ber að fagna.Niðurstaða: Öflugt framhald Úlfshjarta þar sem persónurnar halda áfram að dýpka og þróast og spennan er keyrð í botn.
Gagnrýni Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira