Handbolti

Leikur tvö mikilvægari en leikur eitt síðustu ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjörnukonan Esther Viktoría Ragnarsdóttir í fyrsta leiknum.
Stjörnukonan Esther Viktoría Ragnarsdóttir í fyrsta leiknum. Vísir/Stefán
Stjarnan tekur á móti Gróttu í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandmeistaratitilinn.

Stjarnan tapaði fyrsta leiknum en hefur kynnst því best á eigin skinni að það hefur alls ekki boðað slæmt í lokaúrslitunum síðustu árin.

Stjarnan komst í 1-0 bæði 2013 (á móti Fram) og 2014 (á móti Val) en tapaði báðum einvígum í oddaleik.

Það lið sem hefur unnið leik eitt hefur ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin þrjú ár en í sjö lokaúrslitum kvenna í röð hefur liðið sem vinnur leik tvö farið alla leið og tryggt sér titilinn.

Leikurinn í Mýrinni klukkan 19.30 í kvöld er því samkvæmt hefðinni mikilvægari en leikur eitt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×