
„Þetta verður eiginlega eins og Palla-ball,“ segir Erpur og vísar þar til balla sem Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari heldur. Erpur heldur áfram: „Snoop spilar þarna uppáhaldslögin sín og tekur lögin sín inni á milli. Ég er mjög spenntur að sjá hvaða lög hann mun spila og hvað hann er að pæla í tónlist. Þetta verður algjör veisla auðvitað. Þarna verða aðrir góðir gestir og fullt af dönsurum.“
Partíið með Snoop fer fram í Laugardalshöll þann 17. júlí. Miðasala er á midi.is.