Haukarnir geta jafnað tíu ára gamalt met í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2015 06:30 Haukamennirnir Adam Haukur Baumruk og Heimir Óli Heimisson taka vel á móti Jóhanni Gunnari Einarssyni úr Aftureldingu. Vísir/Stefán Haukar eru á góðri leið með að halda upp á tíu ára afmæli „fullkomna“ Íslandsmeistaratitilsins frá 2005 með viðeigandi hætti, eða með því að endurtaka leikinn og vinna sjö fyrstu leiki sína í úrslitakeppni. Haukar unnu alla sjö leiki sína í úrslitakeppninni 2005 en þá þurfti að vinna leik færra í undanúrslitunum. Haukaliðið getur því ekki aðeins jafnað metið í kvöld heldur einnig bætt það á mánudagskvöldið. Haukaliðið í ár hefur unnið fjóra af þessum sex leikjum á útivelli en leikurinn í kvöld er hins vegar í Schenker-höllinni á Ásvöllum og hefst klukkan 19.30. Haukar komust líka í 1-0 í lokaúrslitunum fyrir tíu árum með því að vinna eins marks sigur í fyrsta leik og þá var Jónas hetja liðsins en ekki Janus, eins og í fyrrakvöld. Janus Daði Smárason skoraði sigurmarkið á Varmá á miðvikudagskvöldið en í leik eitt fyrir áratug var það varamarkvörðurinn Jónas Stefánsson sem varði lokaskot leiksins og kom í veg fyrir að stórskyttan Tite Kalandadze kæmi leiknum í framlengingu. Það er margt líkt með sigurgöngu Hauka í ár og fyrir tíu árum því bæði lið sópuðu út nágrannaliðinu FH og frændliðinu Val á leið sinni í úrslitaeinvígið þar sem liðið mætti síðan liði sem hafði bætt stöðu sína mikið á milli ára. Tvö af þremur liðum sem hafa unnið sex fyrstu leiki sína í úrslitakeppni hafa farið alla leið og unnið Íslandsmeistaratitilinn, eða öll nema Valsmenn, sem misstu af titlinum vorið 2002 þrátt fyrir slíka draumabyrjun. Valsmenn unnu þá fyrstu tvö einvígi sín 2-0 og komust síðan í 2-0 á móti KA í lokaúrslitunum. Valsmenn áttu þá eftir tvo heimaleiki á móti KA en norðanmönnum tókst að vinna þrjá síðustu leikina og tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á eftirminnilegan hátt í troðfullu gamla Valsheimilinu á Hlíðarenda.Flestir sigrar í röð inn í úrslitakeppni: 7 - Haukar 2005 (Íslandsmeistari) 6 - Haukar 2015 (1-0 yfir í lokaúrslitum) 6 - Valur 2002 (2. sæti) 6 - HK 2012 (Íslandsmeistari) 5 - Valur 1993 (Íslandsmeistari) 4 - KA 2002 (Íslandsmeistari) 4 - ÍR 2003 (2. sæti)Leikir Hauka í úrslitakeppninni 2015:8 liða úrslit 3 marka útisigur á FH (32-29) 4 marka heimasigur á FH (28-24)Undanúrslit 8 marka útisigur á Val (32-24) 2 marka heimasigur á Val (21-19) 7 marka útisigur á Val (29-22)Lokaúrslit 1 marks útisigur á Aftureldingu (23-22)Leikir Hauka í úrslitakeppninni 2005:8 liða úrslit 7 marka heimasigur á FH (29-22) 4 marka útisigur á FH (34-30, framlengt)Undanúrslit 4 marka heimasigur á Val (29-25) 2 marka útisigur á Val (29-27)Lokaúrslit 1 marks heimasigur á ÍBV (31-30) 4 marka útisigur á ÍBV (39-35) 4 marka heimasigur á ÍBV (28-24) Olís-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Haukar eru á góðri leið með að halda upp á tíu ára afmæli „fullkomna“ Íslandsmeistaratitilsins frá 2005 með viðeigandi hætti, eða með því að endurtaka leikinn og vinna sjö fyrstu leiki sína í úrslitakeppni. Haukar unnu alla sjö leiki sína í úrslitakeppninni 2005 en þá þurfti að vinna leik færra í undanúrslitunum. Haukaliðið getur því ekki aðeins jafnað metið í kvöld heldur einnig bætt það á mánudagskvöldið. Haukaliðið í ár hefur unnið fjóra af þessum sex leikjum á útivelli en leikurinn í kvöld er hins vegar í Schenker-höllinni á Ásvöllum og hefst klukkan 19.30. Haukar komust líka í 1-0 í lokaúrslitunum fyrir tíu árum með því að vinna eins marks sigur í fyrsta leik og þá var Jónas hetja liðsins en ekki Janus, eins og í fyrrakvöld. Janus Daði Smárason skoraði sigurmarkið á Varmá á miðvikudagskvöldið en í leik eitt fyrir áratug var það varamarkvörðurinn Jónas Stefánsson sem varði lokaskot leiksins og kom í veg fyrir að stórskyttan Tite Kalandadze kæmi leiknum í framlengingu. Það er margt líkt með sigurgöngu Hauka í ár og fyrir tíu árum því bæði lið sópuðu út nágrannaliðinu FH og frændliðinu Val á leið sinni í úrslitaeinvígið þar sem liðið mætti síðan liði sem hafði bætt stöðu sína mikið á milli ára. Tvö af þremur liðum sem hafa unnið sex fyrstu leiki sína í úrslitakeppni hafa farið alla leið og unnið Íslandsmeistaratitilinn, eða öll nema Valsmenn, sem misstu af titlinum vorið 2002 þrátt fyrir slíka draumabyrjun. Valsmenn unnu þá fyrstu tvö einvígi sín 2-0 og komust síðan í 2-0 á móti KA í lokaúrslitunum. Valsmenn áttu þá eftir tvo heimaleiki á móti KA en norðanmönnum tókst að vinna þrjá síðustu leikina og tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á eftirminnilegan hátt í troðfullu gamla Valsheimilinu á Hlíðarenda.Flestir sigrar í röð inn í úrslitakeppni: 7 - Haukar 2005 (Íslandsmeistari) 6 - Haukar 2015 (1-0 yfir í lokaúrslitum) 6 - Valur 2002 (2. sæti) 6 - HK 2012 (Íslandsmeistari) 5 - Valur 1993 (Íslandsmeistari) 4 - KA 2002 (Íslandsmeistari) 4 - ÍR 2003 (2. sæti)Leikir Hauka í úrslitakeppninni 2015:8 liða úrslit 3 marka útisigur á FH (32-29) 4 marka heimasigur á FH (28-24)Undanúrslit 8 marka útisigur á Val (32-24) 2 marka heimasigur á Val (21-19) 7 marka útisigur á Val (29-22)Lokaúrslit 1 marks útisigur á Aftureldingu (23-22)Leikir Hauka í úrslitakeppninni 2005:8 liða úrslit 7 marka heimasigur á FH (29-22) 4 marka útisigur á FH (34-30, framlengt)Undanúrslit 4 marka heimasigur á Val (29-25) 2 marka útisigur á Val (29-27)Lokaúrslit 1 marks heimasigur á ÍBV (31-30) 4 marka útisigur á ÍBV (39-35) 4 marka heimasigur á ÍBV (28-24)
Olís-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira