Haukarnir geta jafnað tíu ára gamalt met í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2015 06:30 Haukamennirnir Adam Haukur Baumruk og Heimir Óli Heimisson taka vel á móti Jóhanni Gunnari Einarssyni úr Aftureldingu. Vísir/Stefán Haukar eru á góðri leið með að halda upp á tíu ára afmæli „fullkomna“ Íslandsmeistaratitilsins frá 2005 með viðeigandi hætti, eða með því að endurtaka leikinn og vinna sjö fyrstu leiki sína í úrslitakeppni. Haukar unnu alla sjö leiki sína í úrslitakeppninni 2005 en þá þurfti að vinna leik færra í undanúrslitunum. Haukaliðið getur því ekki aðeins jafnað metið í kvöld heldur einnig bætt það á mánudagskvöldið. Haukaliðið í ár hefur unnið fjóra af þessum sex leikjum á útivelli en leikurinn í kvöld er hins vegar í Schenker-höllinni á Ásvöllum og hefst klukkan 19.30. Haukar komust líka í 1-0 í lokaúrslitunum fyrir tíu árum með því að vinna eins marks sigur í fyrsta leik og þá var Jónas hetja liðsins en ekki Janus, eins og í fyrrakvöld. Janus Daði Smárason skoraði sigurmarkið á Varmá á miðvikudagskvöldið en í leik eitt fyrir áratug var það varamarkvörðurinn Jónas Stefánsson sem varði lokaskot leiksins og kom í veg fyrir að stórskyttan Tite Kalandadze kæmi leiknum í framlengingu. Það er margt líkt með sigurgöngu Hauka í ár og fyrir tíu árum því bæði lið sópuðu út nágrannaliðinu FH og frændliðinu Val á leið sinni í úrslitaeinvígið þar sem liðið mætti síðan liði sem hafði bætt stöðu sína mikið á milli ára. Tvö af þremur liðum sem hafa unnið sex fyrstu leiki sína í úrslitakeppni hafa farið alla leið og unnið Íslandsmeistaratitilinn, eða öll nema Valsmenn, sem misstu af titlinum vorið 2002 þrátt fyrir slíka draumabyrjun. Valsmenn unnu þá fyrstu tvö einvígi sín 2-0 og komust síðan í 2-0 á móti KA í lokaúrslitunum. Valsmenn áttu þá eftir tvo heimaleiki á móti KA en norðanmönnum tókst að vinna þrjá síðustu leikina og tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á eftirminnilegan hátt í troðfullu gamla Valsheimilinu á Hlíðarenda.Flestir sigrar í röð inn í úrslitakeppni: 7 - Haukar 2005 (Íslandsmeistari) 6 - Haukar 2015 (1-0 yfir í lokaúrslitum) 6 - Valur 2002 (2. sæti) 6 - HK 2012 (Íslandsmeistari) 5 - Valur 1993 (Íslandsmeistari) 4 - KA 2002 (Íslandsmeistari) 4 - ÍR 2003 (2. sæti)Leikir Hauka í úrslitakeppninni 2015:8 liða úrslit 3 marka útisigur á FH (32-29) 4 marka heimasigur á FH (28-24)Undanúrslit 8 marka útisigur á Val (32-24) 2 marka heimasigur á Val (21-19) 7 marka útisigur á Val (29-22)Lokaúrslit 1 marks útisigur á Aftureldingu (23-22)Leikir Hauka í úrslitakeppninni 2005:8 liða úrslit 7 marka heimasigur á FH (29-22) 4 marka útisigur á FH (34-30, framlengt)Undanúrslit 4 marka heimasigur á Val (29-25) 2 marka útisigur á Val (29-27)Lokaúrslit 1 marks heimasigur á ÍBV (31-30) 4 marka útisigur á ÍBV (39-35) 4 marka heimasigur á ÍBV (28-24) Olís-deild karla Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Sjá meira
Haukar eru á góðri leið með að halda upp á tíu ára afmæli „fullkomna“ Íslandsmeistaratitilsins frá 2005 með viðeigandi hætti, eða með því að endurtaka leikinn og vinna sjö fyrstu leiki sína í úrslitakeppni. Haukar unnu alla sjö leiki sína í úrslitakeppninni 2005 en þá þurfti að vinna leik færra í undanúrslitunum. Haukaliðið getur því ekki aðeins jafnað metið í kvöld heldur einnig bætt það á mánudagskvöldið. Haukaliðið í ár hefur unnið fjóra af þessum sex leikjum á útivelli en leikurinn í kvöld er hins vegar í Schenker-höllinni á Ásvöllum og hefst klukkan 19.30. Haukar komust líka í 1-0 í lokaúrslitunum fyrir tíu árum með því að vinna eins marks sigur í fyrsta leik og þá var Jónas hetja liðsins en ekki Janus, eins og í fyrrakvöld. Janus Daði Smárason skoraði sigurmarkið á Varmá á miðvikudagskvöldið en í leik eitt fyrir áratug var það varamarkvörðurinn Jónas Stefánsson sem varði lokaskot leiksins og kom í veg fyrir að stórskyttan Tite Kalandadze kæmi leiknum í framlengingu. Það er margt líkt með sigurgöngu Hauka í ár og fyrir tíu árum því bæði lið sópuðu út nágrannaliðinu FH og frændliðinu Val á leið sinni í úrslitaeinvígið þar sem liðið mætti síðan liði sem hafði bætt stöðu sína mikið á milli ára. Tvö af þremur liðum sem hafa unnið sex fyrstu leiki sína í úrslitakeppni hafa farið alla leið og unnið Íslandsmeistaratitilinn, eða öll nema Valsmenn, sem misstu af titlinum vorið 2002 þrátt fyrir slíka draumabyrjun. Valsmenn unnu þá fyrstu tvö einvígi sín 2-0 og komust síðan í 2-0 á móti KA í lokaúrslitunum. Valsmenn áttu þá eftir tvo heimaleiki á móti KA en norðanmönnum tókst að vinna þrjá síðustu leikina og tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á eftirminnilegan hátt í troðfullu gamla Valsheimilinu á Hlíðarenda.Flestir sigrar í röð inn í úrslitakeppni: 7 - Haukar 2005 (Íslandsmeistari) 6 - Haukar 2015 (1-0 yfir í lokaúrslitum) 6 - Valur 2002 (2. sæti) 6 - HK 2012 (Íslandsmeistari) 5 - Valur 1993 (Íslandsmeistari) 4 - KA 2002 (Íslandsmeistari) 4 - ÍR 2003 (2. sæti)Leikir Hauka í úrslitakeppninni 2015:8 liða úrslit 3 marka útisigur á FH (32-29) 4 marka heimasigur á FH (28-24)Undanúrslit 8 marka útisigur á Val (32-24) 2 marka heimasigur á Val (21-19) 7 marka útisigur á Val (29-22)Lokaúrslit 1 marks útisigur á Aftureldingu (23-22)Leikir Hauka í úrslitakeppninni 2005:8 liða úrslit 7 marka heimasigur á FH (29-22) 4 marka útisigur á FH (34-30, framlengt)Undanúrslit 4 marka heimasigur á Val (29-25) 2 marka útisigur á Val (29-27)Lokaúrslit 1 marks heimasigur á ÍBV (31-30) 4 marka útisigur á ÍBV (39-35) 4 marka heimasigur á ÍBV (28-24)
Olís-deild karla Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti