Hvað getur ljósmóðir gert fyrir þig? Valgerður Lísa Sigurðardóttir skrifar 12. maí 2015 07:00 Ertu með jákvætt þungunarpróf? Áttu von á barni? Ertu með ógleði, grindarverki, sinadrátt, bakflæði, bjúg, svefntruflanir? Ertu hrædd? Kvíðirðu fyrir fæðingunni? Eru minnkaðar fósturhreyfingar? Ertu með samdrætti? Ertu hrædd um að það sé eitthvað að barninu? Ertu með hríðir? Varstu að missa vatnið? Finnurðu fyrir blendnum tilfinningum gagnvart því að verða móðir/faðir? Ertu nýbúin að eignast barn? Er nýfætt krílið alltaf svangt? Ertu hrædd um að þú mjólkir ekki nóg? Er komið að leghálssýnatöku hjá þér? Vantar þig ráðgjöf vegna getnaðarvarna? Allar spurningarnar hér að ofan og fleiri til eru hluti af daglegu starfi mínu. Ég er nefnilega ljósmóðir! Innan skamms verða liðin 20 ár frá því ég var svo heppin að komast inn í nám í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands. Þá hafði ég lokið BS-gráðu í hjúkrun og starfað sem hjúkrunarfræðingur í átta ár. Þannig hafði ég öðlast fjölþætta reynslu innan heilbrigðisgeirans sem ég taldi að myndi nýtast mér vel í ljósmóðurstarfinu. Það reyndist rétt vera – að öllu öðru leyti en þegar kom að launakjörum. Fyrra nám og reynsla skilaði sér hreint alls ekki í launaumslagið heldur lækkuðu launin mín þegar ég hóf störf sem ljósmóðir. Ótrúlegt en satt! Til að verða ljósmóðir þarf sex ára háskólanám, fyrst fjögur ár í hjúkrunarfræði og svo tvö ár í ljósmóðurfræði. Sérþekking ljósmæðra liggur í að hlúa að eðlilegu barneignarferli, veita fræðslu og upplýsingar og styðja foreldra í foreldrahlutverkinu um leið og þörfum þeirra og barnsins er mætt. Síðast en ekki síst er eitt af hlutverkum ljósmóður að greina frávik frá eðlilegu ferli, leita til annarra fagaðila þegar þörf er á og veita áframhaldandi stuðning þó eitthvað komi upp á. Margar ljósmæður hafa einnig lokið framhaldsnámi og í vaxandi mæli hafa ljósmæður sérhæft sig og öðlast sérfræðiviðurkenningu í ýmsum sérgreinum innan ljósmóðurfræðinnar. Má þar nefna fósturgreiningu, fæðingarhjálp, brjóstagjafaráðgjöf, umönnun áhættuhópa eins og mæðra með sykursýki, fíknivanda, flókin sálfélagsleg vandamál, tvíburameðgöngur og svo mætti lengi telja. Því þrátt fyrir að almennt sé litið á meðgöngu og fæðingu sem náttúruleg fyrirbæri þá hefur margt breyst með í áranna rás, t.d. hefur aukist að konur með flókinn heilsufarsvanda eignist börn. Þá hefur vaxandi offita þjóðarinnar leitt til þess að mun fleiri konur teljast til áhættuhópa á meðgöngu og í fæðingu en áður var. Allt þetta kallar á aukna sérþekkingu ljósmæðra og stunda nú allmargar ljósmæður vísindarannsóknir sem ætlað er að skila aukinni þekkingu inn í barneignarþjónustuna.Menntun metin til launa Ljósmæður hafa verið talsvert í umræðu fjölmiðla undanfarið vegna yfirstandandi verkfalls BHM-félaga. Það er dapurlegt til þess að hugsa að ljósmæður voru í sömu sporum fyrir sjö árum síðan en við samningaborðið á þeim tíma var þeim lofað leiðréttingu á launakjörum. Greinarhöfundur skrifaði grein vegna þessa sem birtist á mbl.is í júlí 2008 þar sem m.a. kom fram að verulegt misræmi var á launakjörum háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Síðan eru liðin sjö ár! Og enn brenna sömu málin á eins og kemur fram í viðtali við formann Ljósmæðrafélags Íslands á visir.is þann 7. maí sl! Ljósmæður eru enn í þeim sporum að heyja harða baráttu fyrir því að menntun þeirra sé metin til launa! Ljósmæður standa vaktina fyrir þig. Gildir þá einu hvort það eru virkir dagar eða stórhátíðir, dagar eða nætur – ljósmóðirin sinnir sínu starfi á heilsugæslustöðvum, fæðingarstofnunum og í heimahúsum á öllum tímum sólarhringsins og alla daga ársins! En hinni löngu vakt kjarabaráttu verður að fara að ljúka – ég vona að ég þurfi ekki að skrifa mikið oftar um misrétti í launakjörum! Er ekki komið nóg? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Ertu með jákvætt þungunarpróf? Áttu von á barni? Ertu með ógleði, grindarverki, sinadrátt, bakflæði, bjúg, svefntruflanir? Ertu hrædd? Kvíðirðu fyrir fæðingunni? Eru minnkaðar fósturhreyfingar? Ertu með samdrætti? Ertu hrædd um að það sé eitthvað að barninu? Ertu með hríðir? Varstu að missa vatnið? Finnurðu fyrir blendnum tilfinningum gagnvart því að verða móðir/faðir? Ertu nýbúin að eignast barn? Er nýfætt krílið alltaf svangt? Ertu hrædd um að þú mjólkir ekki nóg? Er komið að leghálssýnatöku hjá þér? Vantar þig ráðgjöf vegna getnaðarvarna? Allar spurningarnar hér að ofan og fleiri til eru hluti af daglegu starfi mínu. Ég er nefnilega ljósmóðir! Innan skamms verða liðin 20 ár frá því ég var svo heppin að komast inn í nám í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands. Þá hafði ég lokið BS-gráðu í hjúkrun og starfað sem hjúkrunarfræðingur í átta ár. Þannig hafði ég öðlast fjölþætta reynslu innan heilbrigðisgeirans sem ég taldi að myndi nýtast mér vel í ljósmóðurstarfinu. Það reyndist rétt vera – að öllu öðru leyti en þegar kom að launakjörum. Fyrra nám og reynsla skilaði sér hreint alls ekki í launaumslagið heldur lækkuðu launin mín þegar ég hóf störf sem ljósmóðir. Ótrúlegt en satt! Til að verða ljósmóðir þarf sex ára háskólanám, fyrst fjögur ár í hjúkrunarfræði og svo tvö ár í ljósmóðurfræði. Sérþekking ljósmæðra liggur í að hlúa að eðlilegu barneignarferli, veita fræðslu og upplýsingar og styðja foreldra í foreldrahlutverkinu um leið og þörfum þeirra og barnsins er mætt. Síðast en ekki síst er eitt af hlutverkum ljósmóður að greina frávik frá eðlilegu ferli, leita til annarra fagaðila þegar þörf er á og veita áframhaldandi stuðning þó eitthvað komi upp á. Margar ljósmæður hafa einnig lokið framhaldsnámi og í vaxandi mæli hafa ljósmæður sérhæft sig og öðlast sérfræðiviðurkenningu í ýmsum sérgreinum innan ljósmóðurfræðinnar. Má þar nefna fósturgreiningu, fæðingarhjálp, brjóstagjafaráðgjöf, umönnun áhættuhópa eins og mæðra með sykursýki, fíknivanda, flókin sálfélagsleg vandamál, tvíburameðgöngur og svo mætti lengi telja. Því þrátt fyrir að almennt sé litið á meðgöngu og fæðingu sem náttúruleg fyrirbæri þá hefur margt breyst með í áranna rás, t.d. hefur aukist að konur með flókinn heilsufarsvanda eignist börn. Þá hefur vaxandi offita þjóðarinnar leitt til þess að mun fleiri konur teljast til áhættuhópa á meðgöngu og í fæðingu en áður var. Allt þetta kallar á aukna sérþekkingu ljósmæðra og stunda nú allmargar ljósmæður vísindarannsóknir sem ætlað er að skila aukinni þekkingu inn í barneignarþjónustuna.Menntun metin til launa Ljósmæður hafa verið talsvert í umræðu fjölmiðla undanfarið vegna yfirstandandi verkfalls BHM-félaga. Það er dapurlegt til þess að hugsa að ljósmæður voru í sömu sporum fyrir sjö árum síðan en við samningaborðið á þeim tíma var þeim lofað leiðréttingu á launakjörum. Greinarhöfundur skrifaði grein vegna þessa sem birtist á mbl.is í júlí 2008 þar sem m.a. kom fram að verulegt misræmi var á launakjörum háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Síðan eru liðin sjö ár! Og enn brenna sömu málin á eins og kemur fram í viðtali við formann Ljósmæðrafélags Íslands á visir.is þann 7. maí sl! Ljósmæður eru enn í þeim sporum að heyja harða baráttu fyrir því að menntun þeirra sé metin til launa! Ljósmæður standa vaktina fyrir þig. Gildir þá einu hvort það eru virkir dagar eða stórhátíðir, dagar eða nætur – ljósmóðirin sinnir sínu starfi á heilsugæslustöðvum, fæðingarstofnunum og í heimahúsum á öllum tímum sólarhringsins og alla daga ársins! En hinni löngu vakt kjarabaráttu verður að fara að ljúka – ég vona að ég þurfi ekki að skrifa mikið oftar um misrétti í launakjörum! Er ekki komið nóg?
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun