Allt annar heimur blasir við Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. maí 2015 14:00 Íslenski hópurinn í Eurovision, áður en hann hélt til Vínarborgar. vísir/gva Pálmi Ragnar Ásgeirsson, einn lagahöfunda Unbroken, segir tilhlökkunina fyrir keppninni mikla. Stress hafi lítið gert vart við sig enda María öruggur flytjandi. „Við erum flest í hópnum að gera þetta í fyrsta skipti, þannig að við erum eiginlega bara spennt að fá að upplifa alla stemninguna í kringum þessa keppni. En ég á von á að maður detti inn í einhverja allt aðra veröld,“ segir Pálmi. Engar væntingar Hann segist ekki vilja spá fyrir um gengi lagsins, en vonast til að það komist upp úr undankeppninni. „Við förum út með núll væntingar. Við ætlum fyrst og fremst að hafa gaman og gera þetta vel, allt annað er bara bónus.“ Lagið Unbroken er sem fyrr segir samið af Pálma og félögum hans í StopWaitGo. Þeir hafa látið mikið að sér kveða í íslensku tónlistarlífi og stefna hátt. Lagið sníða þeir sérstaklega að tónlistarmönnunum sjálfum, líkt og í tilfelli Maríu. „Við höfum þekkt Maríu lengi. Við vildum sýna hvað hún gæri góð söngkona en það þarf að sníða lögin þannig að söngvararnir skíni og það var það sem við lögðum upp með í þessu lagi. Við vildum sýna hvað í henni býr og löngu flottu power-nóturnar hennar og það var það sem við höfðum í huga þegar við sömdum lagið,“ segir Pálmi. Textinn er hádramatískur. Hann fjallar um sambandsslit og ástarsorg sem þeim fylgir en aðspurður segir Pálmi þá ekki hafa sótt í þeirra eigin reynslubanka. Textinn sé þó eitthvað sem flestir tengi við.Sækja ekki í eigin reynslubanka „Þetta er í raun bara einhver inspírasjón sem stundum kemur til manns. Stundum kemur það ekki en þarna gerðist það. Við búum í Bandaríkjunum og lagið var þar af leiðandi samið þar en það eina sem við lögðum upp með í þessu lagi var trommutakturinn; hljómarnir og takturinn og í kjölfarið fórum við í það að finna hvaða orð pössuðu þar inn í.“ Þá segist Pálmi hafa mikla trú á Maríu. „Hún verður stórkostleg eins og alltaf. Hún mun hljóma vel og standa sig frábærlega á sviðinu,“ segir hann. Eurovision Eurovísir Tengdar fréttir Önnur æfing Maríu í Vín: Fylgstu með Eurovision-hópnum á Watchbox Það er stór dagur hjá Maríu Ólafs, StopWaitGo, Frikka Dór og félögum í Vínarborg í dag. Kaffi, ís, kirkjuferð og já, svo æfing númer tvö í Wiener Stadthalle síðdegis. 16. maí 2015 11:45 María hitti Ég á líf kallinn Þjóðverjinn Bernd Korpasch hefur húðflúrað titil lagsins Ég á líf á handlegg sinn og er þess vegna oft kallaður Ég á líf kallinn. 18. maí 2015 13:45 Ekkert grillveður meðan á Eurovision stendur Útlit fyrir rigningu víða um land á fimmtudag og laugardag. 18. maí 2015 21:21 „Líf mitt er á krossgötum í augnablikinu“ „Ég fór úr því að lifa mjög miklu einkalífi yfir í að allt í einu vita allir allt um mann. Svo ég þarf að hafa fyrir því að halda persónulegum hlutum fyrir mig,“ segir María Ólafsdóttir. 19. maí 2015 12:00 Viðtal við Maríu eftir rauða dregilinn: „Maður upplifði sig sem stórstjörnu“ Af myndbandinu að dæma skemmti íslenski hópurinn sér vel í partýinu eftir á. 18. maí 2015 12:05 Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Sjá meira
Pálmi Ragnar Ásgeirsson, einn lagahöfunda Unbroken, segir tilhlökkunina fyrir keppninni mikla. Stress hafi lítið gert vart við sig enda María öruggur flytjandi. „Við erum flest í hópnum að gera þetta í fyrsta skipti, þannig að við erum eiginlega bara spennt að fá að upplifa alla stemninguna í kringum þessa keppni. En ég á von á að maður detti inn í einhverja allt aðra veröld,“ segir Pálmi. Engar væntingar Hann segist ekki vilja spá fyrir um gengi lagsins, en vonast til að það komist upp úr undankeppninni. „Við förum út með núll væntingar. Við ætlum fyrst og fremst að hafa gaman og gera þetta vel, allt annað er bara bónus.“ Lagið Unbroken er sem fyrr segir samið af Pálma og félögum hans í StopWaitGo. Þeir hafa látið mikið að sér kveða í íslensku tónlistarlífi og stefna hátt. Lagið sníða þeir sérstaklega að tónlistarmönnunum sjálfum, líkt og í tilfelli Maríu. „Við höfum þekkt Maríu lengi. Við vildum sýna hvað hún gæri góð söngkona en það þarf að sníða lögin þannig að söngvararnir skíni og það var það sem við lögðum upp með í þessu lagi. Við vildum sýna hvað í henni býr og löngu flottu power-nóturnar hennar og það var það sem við höfðum í huga þegar við sömdum lagið,“ segir Pálmi. Textinn er hádramatískur. Hann fjallar um sambandsslit og ástarsorg sem þeim fylgir en aðspurður segir Pálmi þá ekki hafa sótt í þeirra eigin reynslubanka. Textinn sé þó eitthvað sem flestir tengi við.Sækja ekki í eigin reynslubanka „Þetta er í raun bara einhver inspírasjón sem stundum kemur til manns. Stundum kemur það ekki en þarna gerðist það. Við búum í Bandaríkjunum og lagið var þar af leiðandi samið þar en það eina sem við lögðum upp með í þessu lagi var trommutakturinn; hljómarnir og takturinn og í kjölfarið fórum við í það að finna hvaða orð pössuðu þar inn í.“ Þá segist Pálmi hafa mikla trú á Maríu. „Hún verður stórkostleg eins og alltaf. Hún mun hljóma vel og standa sig frábærlega á sviðinu,“ segir hann.
Eurovision Eurovísir Tengdar fréttir Önnur æfing Maríu í Vín: Fylgstu með Eurovision-hópnum á Watchbox Það er stór dagur hjá Maríu Ólafs, StopWaitGo, Frikka Dór og félögum í Vínarborg í dag. Kaffi, ís, kirkjuferð og já, svo æfing númer tvö í Wiener Stadthalle síðdegis. 16. maí 2015 11:45 María hitti Ég á líf kallinn Þjóðverjinn Bernd Korpasch hefur húðflúrað titil lagsins Ég á líf á handlegg sinn og er þess vegna oft kallaður Ég á líf kallinn. 18. maí 2015 13:45 Ekkert grillveður meðan á Eurovision stendur Útlit fyrir rigningu víða um land á fimmtudag og laugardag. 18. maí 2015 21:21 „Líf mitt er á krossgötum í augnablikinu“ „Ég fór úr því að lifa mjög miklu einkalífi yfir í að allt í einu vita allir allt um mann. Svo ég þarf að hafa fyrir því að halda persónulegum hlutum fyrir mig,“ segir María Ólafsdóttir. 19. maí 2015 12:00 Viðtal við Maríu eftir rauða dregilinn: „Maður upplifði sig sem stórstjörnu“ Af myndbandinu að dæma skemmti íslenski hópurinn sér vel í partýinu eftir á. 18. maí 2015 12:05 Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Sjá meira
Önnur æfing Maríu í Vín: Fylgstu með Eurovision-hópnum á Watchbox Það er stór dagur hjá Maríu Ólafs, StopWaitGo, Frikka Dór og félögum í Vínarborg í dag. Kaffi, ís, kirkjuferð og já, svo æfing númer tvö í Wiener Stadthalle síðdegis. 16. maí 2015 11:45
María hitti Ég á líf kallinn Þjóðverjinn Bernd Korpasch hefur húðflúrað titil lagsins Ég á líf á handlegg sinn og er þess vegna oft kallaður Ég á líf kallinn. 18. maí 2015 13:45
Ekkert grillveður meðan á Eurovision stendur Útlit fyrir rigningu víða um land á fimmtudag og laugardag. 18. maí 2015 21:21
„Líf mitt er á krossgötum í augnablikinu“ „Ég fór úr því að lifa mjög miklu einkalífi yfir í að allt í einu vita allir allt um mann. Svo ég þarf að hafa fyrir því að halda persónulegum hlutum fyrir mig,“ segir María Ólafsdóttir. 19. maí 2015 12:00
Viðtal við Maríu eftir rauða dregilinn: „Maður upplifði sig sem stórstjörnu“ Af myndbandinu að dæma skemmti íslenski hópurinn sér vel í partýinu eftir á. 18. maí 2015 12:05