Hluti starfsemi CCP verði fluttur úr landi Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 20. maí 2015 07:00 Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP Tölvufyrirtækið CCP er hugar að því hvort flytja eigi hluta starfseminnar úr landi. Málið var rætt á ársfundi fyrirtækisins í síðustu viku, en þá er sérstaklega horft til stjórnunarstaða. Engar ákvarðanir hafa verið teknar, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur ekki til að draga úr starfsemi hér og gegnir Ísland áfram lykilhlutverki hjá fyrirtækinu. Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP, segir að fyrirtækið hafi ekkert um málið að segja á þessu stigi. „No comment,“ segir hann spurður hvort flutningur sé fyrirhugaður og hafi verið ræddur á ársfundinum. Fyrirtækið hefur af og til skoðað það á síðustu árum hvort það henti betur að flytja höfuðstöðvarnar úr landi. Heimildir Fréttablaðsins herma að sú skoðun sé enn í fullum gangi og meiri kraftur hafi farið í hana að undanförnu. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar. Gjaldeyrishöftin spila stórt hlutverk í þessum mögulegu áformum, en heimildir Fréttablaðsins herma að þau séu síður en svo eina ástæðan. Alþjóðlegir samningar fyrirtækisins séu þannig að það gæti hentað því betur að vera með höfuðstöðvarnar annarsstaðar en á Íslandi. Heimildir herma að á meðal mögulegra áfangastaða séu kanadísku borgirnar Toronto og Vancouver, en einnig borgir í Bandaríkjunum og Evrópu. Fulltrúar fjölda borga og landsvæða hafa komið að máli við fyrirtækið og boðið því að flytja starfsemi sína þangað. Hjá CCP starfa um 320 manns á alþjóðavísu og þar af um 220 manns á Íslandi. Gjaldeyrishöftin hafa gert það að verkum að erfiðara er að fá hæfileikaríkt fólk til að flytja til landsins og halda í það. Þá hafa alþjóðlegir fjárfestar sett spurningamerki við fyrirtæki sem starfa í höftum, CCP sem önnur. Gjaldeyrishöft Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Tölvufyrirtækið CCP er hugar að því hvort flytja eigi hluta starfseminnar úr landi. Málið var rætt á ársfundi fyrirtækisins í síðustu viku, en þá er sérstaklega horft til stjórnunarstaða. Engar ákvarðanir hafa verið teknar, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur ekki til að draga úr starfsemi hér og gegnir Ísland áfram lykilhlutverki hjá fyrirtækinu. Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP, segir að fyrirtækið hafi ekkert um málið að segja á þessu stigi. „No comment,“ segir hann spurður hvort flutningur sé fyrirhugaður og hafi verið ræddur á ársfundinum. Fyrirtækið hefur af og til skoðað það á síðustu árum hvort það henti betur að flytja höfuðstöðvarnar úr landi. Heimildir Fréttablaðsins herma að sú skoðun sé enn í fullum gangi og meiri kraftur hafi farið í hana að undanförnu. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar. Gjaldeyrishöftin spila stórt hlutverk í þessum mögulegu áformum, en heimildir Fréttablaðsins herma að þau séu síður en svo eina ástæðan. Alþjóðlegir samningar fyrirtækisins séu þannig að það gæti hentað því betur að vera með höfuðstöðvarnar annarsstaðar en á Íslandi. Heimildir herma að á meðal mögulegra áfangastaða séu kanadísku borgirnar Toronto og Vancouver, en einnig borgir í Bandaríkjunum og Evrópu. Fulltrúar fjölda borga og landsvæða hafa komið að máli við fyrirtækið og boðið því að flytja starfsemi sína þangað. Hjá CCP starfa um 320 manns á alþjóðavísu og þar af um 220 manns á Íslandi. Gjaldeyrishöftin hafa gert það að verkum að erfiðara er að fá hæfileikaríkt fólk til að flytja til landsins og halda í það. Þá hafa alþjóðlegir fjárfestar sett spurningamerki við fyrirtæki sem starfa í höftum, CCP sem önnur.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira