Fíll í herberginu Stjórnarmaðurinn skrifar 20. maí 2015 07:00 Jón Daníelsson, hagfræðiprófessor við LSE, lét þau ummæli falla á fundi SA á dögunum að með því að viðhalda gjaldeyrishöftunum væri Ísland að taka sér hlutverk þorpsfíflsins í samfélagi þjóða. Segja má að með þessum ummælum hitti Jón naglann á höfuðið varðandi þau áhrif sem gjaldeyrishöftin hafa á viðskiptalífið. Það er nefnilega ekki svo að stjórnendur íslenskra fyrirtækja verði endilega varir við höftin frá degi til dags. Greiðslur fyrir vörur og þjónustu eru undanþegnar, auk þess sem erlendum og innlendum félögum innan sömu samstæðu er heimilt að láta fé flæða á milli takmarkalítið. Vitaskuld er íslenskum aðilum óheimilt að þiggja lán frá erlendum bönkum, auk þess sem ekki er heimilt að fjárfesta í erlendum fjármálagerningum, t.d. hlutabréfum. Allnokkur dæmi eru þó um undanþágur, þá sérstaklega í tengslum við kaup innlendra fyrirtækja á erlendum félögum. Það verður líka að segjast að fæst íslensk fyrirtæki standa í erlendum yfirtökum eða lántökum á hverjum degi. Frá degi til dags má því segja að óþægindin stafi einna helst af auknu skrifræði við hversdagslega hluti á borð við millifærslur, en það er þó nokkuð sem þeir sem átt hafa í viðskiptum við stóra alþjóðlega banka eru vanir, og samanburðurinn því varla ferlegur. Hitt er hins vegar verra og það eru þau skilaboð til umheimsins sem felast í höftunum. Snaggaraleg skoðun á lista yfir lönd með gjaldeyrishöft leiðir í ljós að þar sitja lönd á borð við Grikkland, Argentínu og Kúbu. Varla lönd sem hafa það orðspor að vera fjár síns ráðandi. Staðreyndin er sú að meðan höftin ríkja situr Ísland í flokki með þessum og fleiri löndum sem ekki ráða við sín mál. Þetta hefur stjórnarmaðurinn reynt á eigin skinni í samskiptum við erlenda kollega. Fjárfestar leita í umhverfi sem þeir skilja og þekkja. Menn þurfa hins vegar að setja sig í stellingar til að skilja gjaldeyrishöftin. Þau eru framandi og flókin. Þetta veldur því að flestir erlendir fjárfestar taka til fótanna um leið og á gjaldeyrishöftin er minnst. Það er synd að þróað ríki eins og Ísland þurfi að búa við tortryggni alþjóðlegra fjárfesta. Hér eru nefnilega ansi margir jákvæðir hlutir til staðar: hátt menntunarstig og góð tungumálakunnátta, ódýr og umhverfisvæn orka, stuttar vegalengdir og stöðugt stjórnarfar. Fjárfestar leita hins vegar varla hingað í miklum mæli að óbreyttu. Höftin eru fíllinn í herberginu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Gjaldeyrishöft Stjórnarmaðurinn Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Sjá meira
Jón Daníelsson, hagfræðiprófessor við LSE, lét þau ummæli falla á fundi SA á dögunum að með því að viðhalda gjaldeyrishöftunum væri Ísland að taka sér hlutverk þorpsfíflsins í samfélagi þjóða. Segja má að með þessum ummælum hitti Jón naglann á höfuðið varðandi þau áhrif sem gjaldeyrishöftin hafa á viðskiptalífið. Það er nefnilega ekki svo að stjórnendur íslenskra fyrirtækja verði endilega varir við höftin frá degi til dags. Greiðslur fyrir vörur og þjónustu eru undanþegnar, auk þess sem erlendum og innlendum félögum innan sömu samstæðu er heimilt að láta fé flæða á milli takmarkalítið. Vitaskuld er íslenskum aðilum óheimilt að þiggja lán frá erlendum bönkum, auk þess sem ekki er heimilt að fjárfesta í erlendum fjármálagerningum, t.d. hlutabréfum. Allnokkur dæmi eru þó um undanþágur, þá sérstaklega í tengslum við kaup innlendra fyrirtækja á erlendum félögum. Það verður líka að segjast að fæst íslensk fyrirtæki standa í erlendum yfirtökum eða lántökum á hverjum degi. Frá degi til dags má því segja að óþægindin stafi einna helst af auknu skrifræði við hversdagslega hluti á borð við millifærslur, en það er þó nokkuð sem þeir sem átt hafa í viðskiptum við stóra alþjóðlega banka eru vanir, og samanburðurinn því varla ferlegur. Hitt er hins vegar verra og það eru þau skilaboð til umheimsins sem felast í höftunum. Snaggaraleg skoðun á lista yfir lönd með gjaldeyrishöft leiðir í ljós að þar sitja lönd á borð við Grikkland, Argentínu og Kúbu. Varla lönd sem hafa það orðspor að vera fjár síns ráðandi. Staðreyndin er sú að meðan höftin ríkja situr Ísland í flokki með þessum og fleiri löndum sem ekki ráða við sín mál. Þetta hefur stjórnarmaðurinn reynt á eigin skinni í samskiptum við erlenda kollega. Fjárfestar leita í umhverfi sem þeir skilja og þekkja. Menn þurfa hins vegar að setja sig í stellingar til að skilja gjaldeyrishöftin. Þau eru framandi og flókin. Þetta veldur því að flestir erlendir fjárfestar taka til fótanna um leið og á gjaldeyrishöftin er minnst. Það er synd að þróað ríki eins og Ísland þurfi að búa við tortryggni alþjóðlegra fjárfesta. Hér eru nefnilega ansi margir jákvæðir hlutir til staðar: hátt menntunarstig og góð tungumálakunnátta, ódýr og umhverfisvæn orka, stuttar vegalengdir og stöðugt stjórnarfar. Fjárfestar leita hins vegar varla hingað í miklum mæli að óbreyttu. Höftin eru fíllinn í herberginu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Gjaldeyrishöft Stjórnarmaðurinn Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Sjá meira