Fíll í herberginu Stjórnarmaðurinn skrifar 20. maí 2015 07:00 Jón Daníelsson, hagfræðiprófessor við LSE, lét þau ummæli falla á fundi SA á dögunum að með því að viðhalda gjaldeyrishöftunum væri Ísland að taka sér hlutverk þorpsfíflsins í samfélagi þjóða. Segja má að með þessum ummælum hitti Jón naglann á höfuðið varðandi þau áhrif sem gjaldeyrishöftin hafa á viðskiptalífið. Það er nefnilega ekki svo að stjórnendur íslenskra fyrirtækja verði endilega varir við höftin frá degi til dags. Greiðslur fyrir vörur og þjónustu eru undanþegnar, auk þess sem erlendum og innlendum félögum innan sömu samstæðu er heimilt að láta fé flæða á milli takmarkalítið. Vitaskuld er íslenskum aðilum óheimilt að þiggja lán frá erlendum bönkum, auk þess sem ekki er heimilt að fjárfesta í erlendum fjármálagerningum, t.d. hlutabréfum. Allnokkur dæmi eru þó um undanþágur, þá sérstaklega í tengslum við kaup innlendra fyrirtækja á erlendum félögum. Það verður líka að segjast að fæst íslensk fyrirtæki standa í erlendum yfirtökum eða lántökum á hverjum degi. Frá degi til dags má því segja að óþægindin stafi einna helst af auknu skrifræði við hversdagslega hluti á borð við millifærslur, en það er þó nokkuð sem þeir sem átt hafa í viðskiptum við stóra alþjóðlega banka eru vanir, og samanburðurinn því varla ferlegur. Hitt er hins vegar verra og það eru þau skilaboð til umheimsins sem felast í höftunum. Snaggaraleg skoðun á lista yfir lönd með gjaldeyrishöft leiðir í ljós að þar sitja lönd á borð við Grikkland, Argentínu og Kúbu. Varla lönd sem hafa það orðspor að vera fjár síns ráðandi. Staðreyndin er sú að meðan höftin ríkja situr Ísland í flokki með þessum og fleiri löndum sem ekki ráða við sín mál. Þetta hefur stjórnarmaðurinn reynt á eigin skinni í samskiptum við erlenda kollega. Fjárfestar leita í umhverfi sem þeir skilja og þekkja. Menn þurfa hins vegar að setja sig í stellingar til að skilja gjaldeyrishöftin. Þau eru framandi og flókin. Þetta veldur því að flestir erlendir fjárfestar taka til fótanna um leið og á gjaldeyrishöftin er minnst. Það er synd að þróað ríki eins og Ísland þurfi að búa við tortryggni alþjóðlegra fjárfesta. Hér eru nefnilega ansi margir jákvæðir hlutir til staðar: hátt menntunarstig og góð tungumálakunnátta, ódýr og umhverfisvæn orka, stuttar vegalengdir og stöðugt stjórnarfar. Fjárfestar leita hins vegar varla hingað í miklum mæli að óbreyttu. Höftin eru fíllinn í herberginu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Gjaldeyrishöft Stjórnarmaðurinn Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Jón Daníelsson, hagfræðiprófessor við LSE, lét þau ummæli falla á fundi SA á dögunum að með því að viðhalda gjaldeyrishöftunum væri Ísland að taka sér hlutverk þorpsfíflsins í samfélagi þjóða. Segja má að með þessum ummælum hitti Jón naglann á höfuðið varðandi þau áhrif sem gjaldeyrishöftin hafa á viðskiptalífið. Það er nefnilega ekki svo að stjórnendur íslenskra fyrirtækja verði endilega varir við höftin frá degi til dags. Greiðslur fyrir vörur og þjónustu eru undanþegnar, auk þess sem erlendum og innlendum félögum innan sömu samstæðu er heimilt að láta fé flæða á milli takmarkalítið. Vitaskuld er íslenskum aðilum óheimilt að þiggja lán frá erlendum bönkum, auk þess sem ekki er heimilt að fjárfesta í erlendum fjármálagerningum, t.d. hlutabréfum. Allnokkur dæmi eru þó um undanþágur, þá sérstaklega í tengslum við kaup innlendra fyrirtækja á erlendum félögum. Það verður líka að segjast að fæst íslensk fyrirtæki standa í erlendum yfirtökum eða lántökum á hverjum degi. Frá degi til dags má því segja að óþægindin stafi einna helst af auknu skrifræði við hversdagslega hluti á borð við millifærslur, en það er þó nokkuð sem þeir sem átt hafa í viðskiptum við stóra alþjóðlega banka eru vanir, og samanburðurinn því varla ferlegur. Hitt er hins vegar verra og það eru þau skilaboð til umheimsins sem felast í höftunum. Snaggaraleg skoðun á lista yfir lönd með gjaldeyrishöft leiðir í ljós að þar sitja lönd á borð við Grikkland, Argentínu og Kúbu. Varla lönd sem hafa það orðspor að vera fjár síns ráðandi. Staðreyndin er sú að meðan höftin ríkja situr Ísland í flokki með þessum og fleiri löndum sem ekki ráða við sín mál. Þetta hefur stjórnarmaðurinn reynt á eigin skinni í samskiptum við erlenda kollega. Fjárfestar leita í umhverfi sem þeir skilja og þekkja. Menn þurfa hins vegar að setja sig í stellingar til að skilja gjaldeyrishöftin. Þau eru framandi og flókin. Þetta veldur því að flestir erlendir fjárfestar taka til fótanna um leið og á gjaldeyrishöftin er minnst. Það er synd að þróað ríki eins og Ísland þurfi að búa við tortryggni alþjóðlegra fjárfesta. Hér eru nefnilega ansi margir jákvæðir hlutir til staðar: hátt menntunarstig og góð tungumálakunnátta, ódýr og umhverfisvæn orka, stuttar vegalengdir og stöðugt stjórnarfar. Fjárfestar leita hins vegar varla hingað í miklum mæli að óbreyttu. Höftin eru fíllinn í herberginu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Gjaldeyrishöft Stjórnarmaðurinn Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira