Stúdentar frá MR – sameinist! Benedikt Jóhannesson skrifar 21. maí 2015 07:00 Nú eru á lífi rúmlega tíu þúsund stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík. Það er meira en einn af hverjum tuttugu og fimm Íslendingum tuttugu ára og eldri. Stúdentum frá MR þykir vænt um skólann sinn og þeir minnast skólaáranna flestir með hlýju. Hefðir eru sterkar í MR. Ein sú sterkasta er viljinn til þess að standa sig vel. Nemendur skólans hafa skarað fram úr í keppni af ýmsu tagi ár eftir ár. Tungumál, raungreinar, söngur og stuttmyndagerð eru meðal þeirra sviða þar sem MR-ingar náðu lofsverðum árangri í vor. Þegar í háskóla er komið hafa stúdentar frá skólanum upp til hópa reynst vel undirbúnir og þeir koma vel út í samanburði við nemendur frá frá öðrum skólum. Góðir starfsmenn og góður andi meðal nemenda fleytir þeim langt. En til að skólinn geti boðið nemendum sínum upp á góða menntun þarf aðstaða og tæki að vera í takt við tímann. Hollvinafélag Menntaskólans í Reykjavík var stofnað til þess að koma á, efla og viðhalda tengslum milli yngri og eldri nemenda skólans og annarra, sem bera hag skólans fyrir brjósti. Jafnframt vill félagið styðja við uppbyggingu skólans og efla skóla- og félagsstarf MR með því að afla fjár til stuðnings skólastarfi MR. Hollvinafélagið efnir nú til söfnunar meðal allra núlifandi stúdenta frá MR og hefur sent kröfu í heimabanka þeirra. Fjárhæðin er 2.900 krónur á hvern um sig en þátttaka í söfnuninni er algerlega frjáls og engum skylt að borga. Peningum sem safnað verður mun verða varið til kaupa á tækjum sem nýta má við kennslu, en nefna má að tölvukostur skólans er kominn til ára sinna. MR hefur á liðnum árum oft notið gjafmildi fyrrum nemenda sem hafa stutt skólann til þess að efla skólastarfið. Stjórn Hollvinafélagsins biður alla stúdenta að bregðast vel við þessari beiðni og leggja þannig sitt af mörkum til þess að efla Menntaskólann í Reykjavík. Reikningurinn er 512-14-402158 og kt. 650214-0720. Margt smátt gerir eitt stórt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Nú eru á lífi rúmlega tíu þúsund stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík. Það er meira en einn af hverjum tuttugu og fimm Íslendingum tuttugu ára og eldri. Stúdentum frá MR þykir vænt um skólann sinn og þeir minnast skólaáranna flestir með hlýju. Hefðir eru sterkar í MR. Ein sú sterkasta er viljinn til þess að standa sig vel. Nemendur skólans hafa skarað fram úr í keppni af ýmsu tagi ár eftir ár. Tungumál, raungreinar, söngur og stuttmyndagerð eru meðal þeirra sviða þar sem MR-ingar náðu lofsverðum árangri í vor. Þegar í háskóla er komið hafa stúdentar frá skólanum upp til hópa reynst vel undirbúnir og þeir koma vel út í samanburði við nemendur frá frá öðrum skólum. Góðir starfsmenn og góður andi meðal nemenda fleytir þeim langt. En til að skólinn geti boðið nemendum sínum upp á góða menntun þarf aðstaða og tæki að vera í takt við tímann. Hollvinafélag Menntaskólans í Reykjavík var stofnað til þess að koma á, efla og viðhalda tengslum milli yngri og eldri nemenda skólans og annarra, sem bera hag skólans fyrir brjósti. Jafnframt vill félagið styðja við uppbyggingu skólans og efla skóla- og félagsstarf MR með því að afla fjár til stuðnings skólastarfi MR. Hollvinafélagið efnir nú til söfnunar meðal allra núlifandi stúdenta frá MR og hefur sent kröfu í heimabanka þeirra. Fjárhæðin er 2.900 krónur á hvern um sig en þátttaka í söfnuninni er algerlega frjáls og engum skylt að borga. Peningum sem safnað verður mun verða varið til kaupa á tækjum sem nýta má við kennslu, en nefna má að tölvukostur skólans er kominn til ára sinna. MR hefur á liðnum árum oft notið gjafmildi fyrrum nemenda sem hafa stutt skólann til þess að efla skólastarfið. Stjórn Hollvinafélagsins biður alla stúdenta að bregðast vel við þessari beiðni og leggja þannig sitt af mörkum til þess að efla Menntaskólann í Reykjavík. Reikningurinn er 512-14-402158 og kt. 650214-0720. Margt smátt gerir eitt stórt.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar