Metum hjúkrunarfræðinga að verðleikum Ólafur G. Skúlason skrifar 22. maí 2015 07:00 Verkfall hjúkrunarfræðinga skellur á eftir nokkra daga, ef ekki semst. Komi til verkfalls munu aðgerðirnar hafa gífurleg áhrif á heilbrigðisstofnanir um land allt. Hjúkrunarfræðingar hafa miklar áhyggjur af því ástandi sem þá skapast en ákvörðun um verkfall var tekin af nauðsyn en með miklum trega. Öryggi skjólstæðinganna er leiðarljósið í starfi hjúkrunarfræðinga og það verður ekki undantekning á því í komandi verkfalli. Öryggislistar eru í gildi á stofnunum sem eiga að tryggja að skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins hljóti ekki skaða af verkfallinu. Þó er ljóst að það hefur víðtæk áhrif þegar um 1.500 hjúkrunarfræðingar leggja niður störf enda eru hjúkrunarfræðingar hryggjarstykki í íslenska heilbrigðiskerfinu sem verður ekki starfhæft án þeirra. Kröfur hjúkrunarfræðinga eru einfaldar, að menntun þeirra og ábyrgð verði metin til launa. Samanburður við aðrar háskólamenntaðar stéttir hjá hinu opinbera sýnir að laun hjúkrunarfræðinga eru töluvert lægri en dagvinnulaun sambærilegra stétta. Munurinn er 14-25%. Um helmingur starfandi hjúkrunarfræðinga vinnur eingöngu dagvinnu. Hver er ástæða þessa launamunar? Grunnnám hjúkrunarfræðinga tekur fjögur ár meðan flestar háskólamenntaðar stéttir eru með grunnám sem tekur þrjú ár. Auk þess er stór hluti stéttarinnar með framhaldsnám sem tekur að jafnaði tvö ár til viðbótar. Það er því ekki hægt að segja að menntun hjúkrunarfræðinga útskýri þennan launamun. Ef horft er til ábyrgðar hjúkrunarfræðinga er ekki hægt að segja að hún skýri launamuninn. Ábyrgð hjúkrunarfræðinga er gífurleg, þeir bera ábyrgð á lífi og heilsu fólks. Smávægileg mistök í okkar starfi geta haft gífurlegar afleiðingar bæði fyrir skjólstæðinga okkar og okkur sjálf.Algerlega óásættanlegt Mikil eftirspurn er eftir hjúkrunarfræðingum, bæði hér heima og erlendis. Vinnumarkaður hjúkrunarfræðinga er ekki bundinn við landamæri og íslenskir hjúkrunarfræðingar eru eftirsóttir víða erlendis. Nú þegar næst ekki að manna allar þær stöður hjúkrunarfræðinga sem losna hér á landi og haldi áfram sem horfir munum við standa frammi fyrir gífurlegum skorti á hjúkrunarfræðingum á næstu árum. Í heimi viðskipta myndi verð fyrir svo eftirsótta vöru hækka til muna en svo virðist sem lögmál framboðs og eftirspurnar eigi ekki við þegar laun íslenskra heilbrigðisstarfsmanna eru annars vegar. Það er því aðeins eitt sem eftir stendur sem mögulega útskýrir launamuninn. Hefðbundnar kvennastéttir eru á lægri launum en hefðbundnar karlastéttir. Þannig eru meðaltalsdagvinnulaun tæknifræðinga 25% hærri en hjúkrunarfræðinga og laun viðskipta- og hagfræðinga 18% hærri. Ég fagna því að laun þeirra eru góð en betur má ef duga skal í launum hjúkrunarfræðinga. Það er algerlega óásættanlegt að árið 2015, þegar konur fagna því að 100 ár eru liðin frá því að þær fengu kosningarétt hér á landi, séu störf sem aðallega eru unnin af konum enn metin til lægri launa en hefðbundin störf karla. Við hjúkrunarfræðingar sættum okkur ekki við þetta lengur. Bætt laun hjúkrunarfræðinga eru forsenda þess að fá hjúkrunarfræðinga til starfa, tryggja ásættanlega nýliðun stéttarinnar og gera kjörin sambærileg við það sem býðst í nágrannalöndunum. Ekki er hægt að reka öflugt og öruggt heilbrigðiskerfi án hjúkrunarfræðinga. Ég hvet stjórnvöld til að ganga til samninga við hjúkrunarfræðinga sem allra fyrst og nota tækifærið á 100 ára kosningaafmæli kvenna til að taka stórt skref í þá átt að útrýma kynbundnum launamun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Verkfall hjúkrunarfræðinga skellur á eftir nokkra daga, ef ekki semst. Komi til verkfalls munu aðgerðirnar hafa gífurleg áhrif á heilbrigðisstofnanir um land allt. Hjúkrunarfræðingar hafa miklar áhyggjur af því ástandi sem þá skapast en ákvörðun um verkfall var tekin af nauðsyn en með miklum trega. Öryggi skjólstæðinganna er leiðarljósið í starfi hjúkrunarfræðinga og það verður ekki undantekning á því í komandi verkfalli. Öryggislistar eru í gildi á stofnunum sem eiga að tryggja að skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins hljóti ekki skaða af verkfallinu. Þó er ljóst að það hefur víðtæk áhrif þegar um 1.500 hjúkrunarfræðingar leggja niður störf enda eru hjúkrunarfræðingar hryggjarstykki í íslenska heilbrigðiskerfinu sem verður ekki starfhæft án þeirra. Kröfur hjúkrunarfræðinga eru einfaldar, að menntun þeirra og ábyrgð verði metin til launa. Samanburður við aðrar háskólamenntaðar stéttir hjá hinu opinbera sýnir að laun hjúkrunarfræðinga eru töluvert lægri en dagvinnulaun sambærilegra stétta. Munurinn er 14-25%. Um helmingur starfandi hjúkrunarfræðinga vinnur eingöngu dagvinnu. Hver er ástæða þessa launamunar? Grunnnám hjúkrunarfræðinga tekur fjögur ár meðan flestar háskólamenntaðar stéttir eru með grunnám sem tekur þrjú ár. Auk þess er stór hluti stéttarinnar með framhaldsnám sem tekur að jafnaði tvö ár til viðbótar. Það er því ekki hægt að segja að menntun hjúkrunarfræðinga útskýri þennan launamun. Ef horft er til ábyrgðar hjúkrunarfræðinga er ekki hægt að segja að hún skýri launamuninn. Ábyrgð hjúkrunarfræðinga er gífurleg, þeir bera ábyrgð á lífi og heilsu fólks. Smávægileg mistök í okkar starfi geta haft gífurlegar afleiðingar bæði fyrir skjólstæðinga okkar og okkur sjálf.Algerlega óásættanlegt Mikil eftirspurn er eftir hjúkrunarfræðingum, bæði hér heima og erlendis. Vinnumarkaður hjúkrunarfræðinga er ekki bundinn við landamæri og íslenskir hjúkrunarfræðingar eru eftirsóttir víða erlendis. Nú þegar næst ekki að manna allar þær stöður hjúkrunarfræðinga sem losna hér á landi og haldi áfram sem horfir munum við standa frammi fyrir gífurlegum skorti á hjúkrunarfræðingum á næstu árum. Í heimi viðskipta myndi verð fyrir svo eftirsótta vöru hækka til muna en svo virðist sem lögmál framboðs og eftirspurnar eigi ekki við þegar laun íslenskra heilbrigðisstarfsmanna eru annars vegar. Það er því aðeins eitt sem eftir stendur sem mögulega útskýrir launamuninn. Hefðbundnar kvennastéttir eru á lægri launum en hefðbundnar karlastéttir. Þannig eru meðaltalsdagvinnulaun tæknifræðinga 25% hærri en hjúkrunarfræðinga og laun viðskipta- og hagfræðinga 18% hærri. Ég fagna því að laun þeirra eru góð en betur má ef duga skal í launum hjúkrunarfræðinga. Það er algerlega óásættanlegt að árið 2015, þegar konur fagna því að 100 ár eru liðin frá því að þær fengu kosningarétt hér á landi, séu störf sem aðallega eru unnin af konum enn metin til lægri launa en hefðbundin störf karla. Við hjúkrunarfræðingar sættum okkur ekki við þetta lengur. Bætt laun hjúkrunarfræðinga eru forsenda þess að fá hjúkrunarfræðinga til starfa, tryggja ásættanlega nýliðun stéttarinnar og gera kjörin sambærileg við það sem býðst í nágrannalöndunum. Ekki er hægt að reka öflugt og öruggt heilbrigðiskerfi án hjúkrunarfræðinga. Ég hvet stjórnvöld til að ganga til samninga við hjúkrunarfræðinga sem allra fyrst og nota tækifærið á 100 ára kosningaafmæli kvenna til að taka stórt skref í þá átt að útrýma kynbundnum launamun.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar