Dýralíf Jón Gnarr skrifar 23. maí 2015 07:00 Ég held að ein helsta ástæðan fyrir óþarfa erfiðleikum sé yfirleitt sú að fólk vanmetur eða misskilur aðstæður og eðli hluta. Fólk geri sér gjarnan væntingar um eitthvað, sem það byggir oft á tilfinningalegu og huglægu mati. Fólk gerir þá gjarnan kröfur sem það verður svo fyrir vonbrigðum með þegar hlutir bregðast væntingum þess. Þetta getur átt við örlög okkar og væntingar til lífsins en þó sérstaklega við annað fólk. Við viljum að fólk geri hluti á ákveðinn hátt og þegar það gerir það ekki þá verðum við oft hissa og svekkt. Augljósustu dæmin eru af siðferðislegum toga. Af hverju fremur fólk glæpi? Af hverju er það eigingjarnt? Af hverju beitir það ofbeldi? Af hverju lýgur það? Ýktasta dæmið er fíkn. Við botnum ekkert í henni. Hvað veldur? Læknar kalla hana sjúkdóm og flestir eru sammála um það. En samt er engin lækning til nema einhvers konar „andleg vakning“ sem margir læknar mæla með sem meðferð. Engin lyf virðast virka á fíkn.Hundalíf Ég hef átt marga hunda um ævina. Yfirleitt fékk ég mér hund í einhverju augnabliksæði og fljótfærni. Ég fékk marga hunda í gegnum smáauglýsingar. Það voru yfirleitt hundar sem einhver þurfti að losna við einhverra hluta vegna. Eftir að hundurinn var kominn inn á mitt heimili fór mig fljótt að gruna að ástæða þess að fyrri eigandi vildi losna við hann hafi fyrst og fremst verið hegðun hundsins. Þessir hundar voru yfirleitt persónuleikatruflaðir eða eitthvað uppeldislega skaðaðir eða jafnvel hreinlega lausir við allt uppeldi. Þeir báru takmarkaða virðingu fyrir mér og virtust helst halda að ég væri þjónustuaðili fyrir þá. Þeir gegndu engu og gerðu bara það sem þeim sýndist. Ég man sérstaklega eftir einum. Sá var írskur setter. Hann var rúmlega ársgamall þegar ég fékk hann. Ég skírði hann Bob Dylan. Í stað þess að ganga tignarlega við hlið mér djöflaðist Bob í ólinni sinni, beit í hana og togaðist á við mig í sífellu. Og það skipti engu máli hvað ég sagði. Hann notaði hvert tækifæri til að stinga af út um hurðina og hlaupa eitthvað út í buskann og gegndi engum köllum eða skipunum. Marga daga rölti ég einn um Grafarvoginn kallandi: Bob! Bob! En hann kom aldrei. Seinna þegar ég fór svo loks á hundanámskeið komst ég að því að þetta var allt saman mér að kenna. Hundarnir mínir voru ekki eigingjarnir og siðblindir brjálæðingar. Það var ekkert að þeim. Þeir voru bara hundar og eðli sínu samkvæmir. Vandamálið var viðhorf mitt og væntingar til þeirra. Ég hélt til dæmis að hundar væru miklu klárari en þeir eru í raun og veru. Hugmyndir mínar um hunda voru komnar úr bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Þar voru hundar yfirleitt tilfinningagreindir hugsuðir og bestu vinir eigandans. Ég vildi hund sem væri blanda af Lassí og lögregluhundinum Rex. Og hann átti helst að geta lesið hugsanir mínar. Þegar ég áttaði mig á þessu breyttist allt mitt hundalíf. Ég á hund í dag sem ég er mjög ánægður með. Ég sé hann eins og hann er og hef engar óraunhæfar væntingar til hans. Hann er líka mjög sáttur við okkar samband og finnst ég æðislegur.Apalíf Hundar eru bara dýr. Við erum öðruvísi. Eða hvað? Er fólk ekki líka dýr? Kannski erum við skyldari hundum en við viljum viðurkenna. Við erum alin upp við það að aðgreina okkur frá öðrum dýrum. Margir vilja meina að við séum gerð af dýrslegum grunni en með guðlega eiginleika, að við séum dýr með sál. En kannski er þetta ekki rétt. Kannski höfum við enga sál. Kannski er hugmyndin um sálina aðeins á misskilningi byggð. Margir vísindamenn vilja meina að við séum ekkert frábrugðin öðrum dýrum nema hvað varðar gáfnafar. Við erum náskyld öpum. Sjimpansar, górillur og órangútanar eru til dæmis svo skyldir okkur að rætt er um að veita þeim réttindi í líkingu við Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Og er það nokkuð galið? Mun fólk framtíðarinnar hrista hausinn yfir framkomu okkar við mannapana eins og við hristum hausinn yfir þrælahaldi fortíðar? Það má með ákveðnum rökum halda því fram að við séum í rauninni bara apategund. Og kannski er margt sem við gerum alls ekki byggt á neinni útpældri hugmyndafræði heldur eðlishvöt. Manneskjan er ekki eitt og svo öll dýrin eitthvað annað heldur erum við öll af sama meiði. Við erum manndýr. Og um leið og við áttum okkur á því þá breytast væntingarnar til annars fólks. Við hættum að svekkja okkur í sífellu yfir hegðun annarra og gleðjumst frekar yfir því þegar fólk hagar sér almennilega. Komum fram við annað fólk af þolinmæði og umburðarlyndi. Fyrirgefum öðrum, þeir vita ekki alltaf hvað þeir gera, því þeir eru bara apar í fötum. Eins og við sjálf. Ég held til dæmis að ég hafi lært meira af hundinum mínum en hann af mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Ég held að ein helsta ástæðan fyrir óþarfa erfiðleikum sé yfirleitt sú að fólk vanmetur eða misskilur aðstæður og eðli hluta. Fólk geri sér gjarnan væntingar um eitthvað, sem það byggir oft á tilfinningalegu og huglægu mati. Fólk gerir þá gjarnan kröfur sem það verður svo fyrir vonbrigðum með þegar hlutir bregðast væntingum þess. Þetta getur átt við örlög okkar og væntingar til lífsins en þó sérstaklega við annað fólk. Við viljum að fólk geri hluti á ákveðinn hátt og þegar það gerir það ekki þá verðum við oft hissa og svekkt. Augljósustu dæmin eru af siðferðislegum toga. Af hverju fremur fólk glæpi? Af hverju er það eigingjarnt? Af hverju beitir það ofbeldi? Af hverju lýgur það? Ýktasta dæmið er fíkn. Við botnum ekkert í henni. Hvað veldur? Læknar kalla hana sjúkdóm og flestir eru sammála um það. En samt er engin lækning til nema einhvers konar „andleg vakning“ sem margir læknar mæla með sem meðferð. Engin lyf virðast virka á fíkn.Hundalíf Ég hef átt marga hunda um ævina. Yfirleitt fékk ég mér hund í einhverju augnabliksæði og fljótfærni. Ég fékk marga hunda í gegnum smáauglýsingar. Það voru yfirleitt hundar sem einhver þurfti að losna við einhverra hluta vegna. Eftir að hundurinn var kominn inn á mitt heimili fór mig fljótt að gruna að ástæða þess að fyrri eigandi vildi losna við hann hafi fyrst og fremst verið hegðun hundsins. Þessir hundar voru yfirleitt persónuleikatruflaðir eða eitthvað uppeldislega skaðaðir eða jafnvel hreinlega lausir við allt uppeldi. Þeir báru takmarkaða virðingu fyrir mér og virtust helst halda að ég væri þjónustuaðili fyrir þá. Þeir gegndu engu og gerðu bara það sem þeim sýndist. Ég man sérstaklega eftir einum. Sá var írskur setter. Hann var rúmlega ársgamall þegar ég fékk hann. Ég skírði hann Bob Dylan. Í stað þess að ganga tignarlega við hlið mér djöflaðist Bob í ólinni sinni, beit í hana og togaðist á við mig í sífellu. Og það skipti engu máli hvað ég sagði. Hann notaði hvert tækifæri til að stinga af út um hurðina og hlaupa eitthvað út í buskann og gegndi engum köllum eða skipunum. Marga daga rölti ég einn um Grafarvoginn kallandi: Bob! Bob! En hann kom aldrei. Seinna þegar ég fór svo loks á hundanámskeið komst ég að því að þetta var allt saman mér að kenna. Hundarnir mínir voru ekki eigingjarnir og siðblindir brjálæðingar. Það var ekkert að þeim. Þeir voru bara hundar og eðli sínu samkvæmir. Vandamálið var viðhorf mitt og væntingar til þeirra. Ég hélt til dæmis að hundar væru miklu klárari en þeir eru í raun og veru. Hugmyndir mínar um hunda voru komnar úr bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Þar voru hundar yfirleitt tilfinningagreindir hugsuðir og bestu vinir eigandans. Ég vildi hund sem væri blanda af Lassí og lögregluhundinum Rex. Og hann átti helst að geta lesið hugsanir mínar. Þegar ég áttaði mig á þessu breyttist allt mitt hundalíf. Ég á hund í dag sem ég er mjög ánægður með. Ég sé hann eins og hann er og hef engar óraunhæfar væntingar til hans. Hann er líka mjög sáttur við okkar samband og finnst ég æðislegur.Apalíf Hundar eru bara dýr. Við erum öðruvísi. Eða hvað? Er fólk ekki líka dýr? Kannski erum við skyldari hundum en við viljum viðurkenna. Við erum alin upp við það að aðgreina okkur frá öðrum dýrum. Margir vilja meina að við séum gerð af dýrslegum grunni en með guðlega eiginleika, að við séum dýr með sál. En kannski er þetta ekki rétt. Kannski höfum við enga sál. Kannski er hugmyndin um sálina aðeins á misskilningi byggð. Margir vísindamenn vilja meina að við séum ekkert frábrugðin öðrum dýrum nema hvað varðar gáfnafar. Við erum náskyld öpum. Sjimpansar, górillur og órangútanar eru til dæmis svo skyldir okkur að rætt er um að veita þeim réttindi í líkingu við Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Og er það nokkuð galið? Mun fólk framtíðarinnar hrista hausinn yfir framkomu okkar við mannapana eins og við hristum hausinn yfir þrælahaldi fortíðar? Það má með ákveðnum rökum halda því fram að við séum í rauninni bara apategund. Og kannski er margt sem við gerum alls ekki byggt á neinni útpældri hugmyndafræði heldur eðlishvöt. Manneskjan er ekki eitt og svo öll dýrin eitthvað annað heldur erum við öll af sama meiði. Við erum manndýr. Og um leið og við áttum okkur á því þá breytast væntingarnar til annars fólks. Við hættum að svekkja okkur í sífellu yfir hegðun annarra og gleðjumst frekar yfir því þegar fólk hagar sér almennilega. Komum fram við annað fólk af þolinmæði og umburðarlyndi. Fyrirgefum öðrum, þeir vita ekki alltaf hvað þeir gera, því þeir eru bara apar í fötum. Eins og við sjálf. Ég held til dæmis að ég hafi lært meira af hundinum mínum en hann af mér.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun