Eitt mikilvægasta framlagið til hagfræði Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. maí 2015 07:00 Stærðfræðingurinn John Nash tók við Abelverðlaununum í Ósló þann 19. maí síðastliðinn. Hann og eiginkona hans létust í bílslysi á laugardaginn. nordicphotos/afp Einn kunnasti hugsuður samtímans, John Forbes Nash, lét lífið um helgina. Hann og eiginkona hans, Alicia, voru farþegar í leigubíl og mun leigubílstjórinn hafa misst stjórn á bifreiðinni og ekið á. Nash var lærður stærðfræðingur. Hann hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1994 fyrir jafnvægiskenningu sína og Abelverðlaunin í stærðfræði fyrir einungis örfáum dögum. Nash lauk doktorsverkefni sínu við Princeton-háskóla þegar hann var einungis 21 árs. Grunninn að leikjafræði Nash byggði hann á kenningum Johns von Neumann. Leikjafræðin varð síðar einn af hornsteinum hagfræðinnar og raunar þekkt í sálfræði og fleiri félagsvísindagreinum. Financial Times segir að eftir að Nash setti kenningu sína fram hafi hagfræðingar hætt að setja fram líkön þar sem gert er ráð fyrir að fullkomin samkeppni ríki á markaði og byrjað að teikna líkön þar sem sérhver aðili þarf að taka tillit til samkeppnisaðilanna. Roger Myerson, sem sjálfur er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segir að jafnvægiskenning Nash hafi verið jafn mikilvæg fyrir félagsvísindin og uppgötvun James Watson og Francis Crick á DNA var fyrir líftæknivísindin. „Þetta var eitt mikilvægasta framlag í sögu hagfræðinnar,“ hefur Financial Times eftir Myerson. Nash var fæddur þann 13. júní 1928 í Bluefield í Vestur-Virginíu. Eftir að hann lauk doktorsgráðu sinni hóf hann störf hjá Massachusetts Institute of Technology (MIT). Þar hitti hann Aliciu frá El Salvador, með þeim tókust ástir og þau giftu sig. Þegar Nash greindist svo með geðklofa árið 1959 varð Alicia hans helsta stoð í lífinu. Ofsóknaræði og ranghugmyndir sóttu sífellt meira á hann og lagðist hann ítrekað á spítala. Hann hætti að vinna og hegðun hans varð æ skringilegri. Vegna veikinda urðu samskipti þeirra hjóna erfiðari og þau skildu árið 1963 en tóku saman aftur. Nóbelsverðlaun Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Einn kunnasti hugsuður samtímans, John Forbes Nash, lét lífið um helgina. Hann og eiginkona hans, Alicia, voru farþegar í leigubíl og mun leigubílstjórinn hafa misst stjórn á bifreiðinni og ekið á. Nash var lærður stærðfræðingur. Hann hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1994 fyrir jafnvægiskenningu sína og Abelverðlaunin í stærðfræði fyrir einungis örfáum dögum. Nash lauk doktorsverkefni sínu við Princeton-háskóla þegar hann var einungis 21 árs. Grunninn að leikjafræði Nash byggði hann á kenningum Johns von Neumann. Leikjafræðin varð síðar einn af hornsteinum hagfræðinnar og raunar þekkt í sálfræði og fleiri félagsvísindagreinum. Financial Times segir að eftir að Nash setti kenningu sína fram hafi hagfræðingar hætt að setja fram líkön þar sem gert er ráð fyrir að fullkomin samkeppni ríki á markaði og byrjað að teikna líkön þar sem sérhver aðili þarf að taka tillit til samkeppnisaðilanna. Roger Myerson, sem sjálfur er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segir að jafnvægiskenning Nash hafi verið jafn mikilvæg fyrir félagsvísindin og uppgötvun James Watson og Francis Crick á DNA var fyrir líftæknivísindin. „Þetta var eitt mikilvægasta framlag í sögu hagfræðinnar,“ hefur Financial Times eftir Myerson. Nash var fæddur þann 13. júní 1928 í Bluefield í Vestur-Virginíu. Eftir að hann lauk doktorsgráðu sinni hóf hann störf hjá Massachusetts Institute of Technology (MIT). Þar hitti hann Aliciu frá El Salvador, með þeim tókust ástir og þau giftu sig. Þegar Nash greindist svo með geðklofa árið 1959 varð Alicia hans helsta stoð í lífinu. Ofsóknaræði og ranghugmyndir sóttu sífellt meira á hann og lagðist hann ítrekað á spítala. Hann hætti að vinna og hegðun hans varð æ skringilegri. Vegna veikinda urðu samskipti þeirra hjóna erfiðari og þau skildu árið 1963 en tóku saman aftur.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent