Verkföll hjá veikri þjóð Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 27. maí 2015 07:00 Vegna verkfalls verðum við að biðja þig að koma á morgun. Því miður þurfum við að færa keisaraskurðinn þinn sem var áætlaður í dag um nokkra daga vegna verkfalls ljósmæðra. Mér þykir það leitt en við vitum ekki hvað kom út úr blóðprufunni þinni í síðustu viku því það er verkfall. Þetta hefur verið minn veruleiki í vinnunni síðastliðnar vikur. Það að geta ekki svarað fólki hverjar niðurstöður rannsókna séu eða hvenær skurðaðgerð verði framkvæmd er með öllu ólíðandi. Á hverju kvöldi birtast myndir í fréttum af grísum sem ekki verður slátrað en það koma engar myndir af sjúklingum sem fá ekki viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Sjúklingar virðast ekki vera sterkur þrýstihópur og þeir hafa ekki talsmenn sem eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta eins og grísirnir. Veikindi þeirra fara ekki í verkfall heldur versna í sumum tilfellum. Á meðan bíða allir eftir að samningar takist en það virðist vera nokkurs konar störukeppni eða þegjandaleikur í gangi. Allir eru að bíða eftir að hinir semji og ekkert gerist á meðan, ekki haldnir fundir í marga daga. Það hvílir mikil ábyrgð á þeim sem sitja í samninganefndum beggja vegna borðsins. Af Austurvelli berast þær fréttir að alþingismenn deili um þingsköp forseta og ræði Rammaáætlun fram á nótt dag eftir dag. Alþingismenn voru kosnir af þjóðinni til þess að leiða okkur áfram upp úr kreppunni og rétta hlut þeirra sem minna mega sín. Verða alþingismenn ekki að standa í lappirnar og taka á erfiðum málum eins og þeim kjaradeilum sem nú standa yfir? Það verður fróðlegt að vita hvað gerist þegar flug fer að raskast vegna verkfalls og aflýsa þarf Smáþjóðaleikum svo eitthvað sé nefnt. Ætli Rammaáætlun geti þá beðið? Lítið mark tekið á Forstjóri Landspítala og landlæknir hafa báðir tjáð sig um ástandið og læknaráð Landspítalans hefur sent frá sér ályktanir sem hafa ratað á forsíður dagblaðanna. En lítið virðist tekið mark á þessum ummælum. Það er eins og oft áður, þetta reddast og sleppur fyrir horn er hugsunin sem ræður ríkjum. Nú þegar hjúkrunarfræðingar, en þeir eru þriðjungur starfsfólks Landspítalans, fara í verkfall stefnir í fordæmalaust ástand eins og forstjóri nefnir í síðasta föstudagspistli sínum. Hetjur okkar tíma sem sungið var um nú um liðna helgi, eru sjúklingar sem fá ekki afgreiðslu sinna mála heldur eru settir á bið. Sú bið er óþolandi og ekki sæmandi menntaðri þjóð sem telur sig búa í velferðarsamfélagi. Ég mótmæli þessu ástandi og skora á þá sem að máli koma að semja og leysa þessa deilu þannig að veikt fólk verði ekki þolendur í kjaradeilu veikrar þjóðar í verkfalli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Vegna verkfalls verðum við að biðja þig að koma á morgun. Því miður þurfum við að færa keisaraskurðinn þinn sem var áætlaður í dag um nokkra daga vegna verkfalls ljósmæðra. Mér þykir það leitt en við vitum ekki hvað kom út úr blóðprufunni þinni í síðustu viku því það er verkfall. Þetta hefur verið minn veruleiki í vinnunni síðastliðnar vikur. Það að geta ekki svarað fólki hverjar niðurstöður rannsókna séu eða hvenær skurðaðgerð verði framkvæmd er með öllu ólíðandi. Á hverju kvöldi birtast myndir í fréttum af grísum sem ekki verður slátrað en það koma engar myndir af sjúklingum sem fá ekki viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Sjúklingar virðast ekki vera sterkur þrýstihópur og þeir hafa ekki talsmenn sem eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta eins og grísirnir. Veikindi þeirra fara ekki í verkfall heldur versna í sumum tilfellum. Á meðan bíða allir eftir að samningar takist en það virðist vera nokkurs konar störukeppni eða þegjandaleikur í gangi. Allir eru að bíða eftir að hinir semji og ekkert gerist á meðan, ekki haldnir fundir í marga daga. Það hvílir mikil ábyrgð á þeim sem sitja í samninganefndum beggja vegna borðsins. Af Austurvelli berast þær fréttir að alþingismenn deili um þingsköp forseta og ræði Rammaáætlun fram á nótt dag eftir dag. Alþingismenn voru kosnir af þjóðinni til þess að leiða okkur áfram upp úr kreppunni og rétta hlut þeirra sem minna mega sín. Verða alþingismenn ekki að standa í lappirnar og taka á erfiðum málum eins og þeim kjaradeilum sem nú standa yfir? Það verður fróðlegt að vita hvað gerist þegar flug fer að raskast vegna verkfalls og aflýsa þarf Smáþjóðaleikum svo eitthvað sé nefnt. Ætli Rammaáætlun geti þá beðið? Lítið mark tekið á Forstjóri Landspítala og landlæknir hafa báðir tjáð sig um ástandið og læknaráð Landspítalans hefur sent frá sér ályktanir sem hafa ratað á forsíður dagblaðanna. En lítið virðist tekið mark á þessum ummælum. Það er eins og oft áður, þetta reddast og sleppur fyrir horn er hugsunin sem ræður ríkjum. Nú þegar hjúkrunarfræðingar, en þeir eru þriðjungur starfsfólks Landspítalans, fara í verkfall stefnir í fordæmalaust ástand eins og forstjóri nefnir í síðasta föstudagspistli sínum. Hetjur okkar tíma sem sungið var um nú um liðna helgi, eru sjúklingar sem fá ekki afgreiðslu sinna mála heldur eru settir á bið. Sú bið er óþolandi og ekki sæmandi menntaðri þjóð sem telur sig búa í velferðarsamfélagi. Ég mótmæli þessu ástandi og skora á þá sem að máli koma að semja og leysa þessa deilu þannig að veikt fólk verði ekki þolendur í kjaradeilu veikrar þjóðar í verkfalli.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun