Við þurfum á hjúkrunarfræðingum að halda! Ólafur G. Skúlason skrifar 29. maí 2015 07:00 Heilbrigðiskerfið verður ekki rekið án hjúkrunarfræðinga sem standa við hlið skjólstæðinga sinna allan sólarhringinn allt árið um kring. Stéttin er sú fjölmennasta innan heilbrigðiskerfisins og í flestum löndum er litið á hjúkrunarfræðinga sem lykilstarfsmenn við eflingu heilbrigðisþjónustu í ljósi þekkingar þeirra og hæfni. Nú í verkfalli hjúkrunarfræðinga er mönnun víða sú sama og á venjubundnum vinnudegi. Þetta staðfestir öryggislisti ríkisins. Þar er tiltekinn sá fjöldi stöðugilda hjúkrunarfræðinga sem nauðsynlegur er til að tryggja lágmarksöryggi sjúklinga og sinna lífsbjargandi þjónustu. Þessi slæma mönnun heilbrigðisstofnana er tilkomin vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Víða hefur verið veitt heimild til að fjölga hjúkrunarfræðingum á deildum en þeir hafa ekki fengist til starfa. Laus störf eru auglýst en enginn sækir um. Hér er landlægur skortur á hjúkrunarfræðingum og hefur verið til fjölda ára eins og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur margoft bent á og varað við ástandinu sem fer hratt versnandi. Margir hjúkrunarfræðingar velja, því miður, að mennta sig út úr stéttinni í leit að bættum launum og betri vinnutíma. Þeir sækja í annað háskólanám í stað þess að sérhæfa sig í hjúkrun og vinna við fagið. Á næstu þremur árum geta 900 hjúkrunarfræðingar látið af störfum vegna aldurs. Á sama tíma næst að mennta tæplega 450 hjúkrunarfræðinga. Það þarf ekki stærðfræðisnilling til að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp. Ofan á þetta bætist að íslenskir hjúkrunarfræðingar, í ljósi sinnar góðu menntunar og hæfni, eru mjög eftirsóttir til starfa erlendis. Sífellt fleiri hjúkrunarfræðingar starfa erlendis í lengri eða skemmri tíma. Staðan er alvarleg. Auðveldlega geta allir íslenskir hjúkrunarfræðingar fengið vinnu erlendis og eftirspurnin eykst. Sem dæmi má nefna að á næstu fimm árum mun vanta 20.000 hjúkrunarfræðinga í Noregi og um 650.000 hjúkrunarfræðinga í Ameríku.Þörfin eykst jafnt og þétt Við þurfum á öllum okkar hjúkrunarfræðingum að halda og þörfin mun aukast verulega á næstu árum með hliðsjón af mikilli fjölgun aldraðra í samfélaginu. Þörfin fyrir heilsugæsluhjúkrun og heimahjúkrun mun aukast jafnt og þétt. Einnig er brýnt að auka forvarnarstarf hjúkrunarfræðinga til að efla heilbrigði þjóðarinnar og fyrirbyggja veikindi. Markmið okkar hjúkrunarfræðinga í núverandi verkfalli er að laun okkar verði sambærileg við laun annarra háskólamenntaðra ríkistarfsmanna. Hjúkrunarstarfið verður að vera samkeppnishæft við aðrar fagstéttir til að tryggja nýliðun og halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Ljóst er að kynbundinn launamunur er til staðar hjá ríkinu líkt og sýnt hefur verið fram á með nýlegum gögnum. Augljóst er að hefðbundnar karlastéttir eru betur launaðar en hefðbundnar kvennastéttir. Það er því einnig markmið okkar að stigið sé ákveðið skref í því að útrýma launamun kynjanna hjá hinu opinbera. Við viljum öll að hér á landi sé öflugt og öruggt heilbrigðiskerfi. Forsenda þess er að hér starfi nægjanlegur fjöldi hjúkrunarfræðinga. Fyrsta skrefið til að tryggja það er að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga. Það er staðföst trú mín að með bættum kjörum leiti hjúkrunarfræðingar aftur inn í fagið og verði öflugir þátttakendur í því mikla og nauðsynlega uppbyggingarstarfi sem framundan er í íslensku heilbrigðiskerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið verður ekki rekið án hjúkrunarfræðinga sem standa við hlið skjólstæðinga sinna allan sólarhringinn allt árið um kring. Stéttin er sú fjölmennasta innan heilbrigðiskerfisins og í flestum löndum er litið á hjúkrunarfræðinga sem lykilstarfsmenn við eflingu heilbrigðisþjónustu í ljósi þekkingar þeirra og hæfni. Nú í verkfalli hjúkrunarfræðinga er mönnun víða sú sama og á venjubundnum vinnudegi. Þetta staðfestir öryggislisti ríkisins. Þar er tiltekinn sá fjöldi stöðugilda hjúkrunarfræðinga sem nauðsynlegur er til að tryggja lágmarksöryggi sjúklinga og sinna lífsbjargandi þjónustu. Þessi slæma mönnun heilbrigðisstofnana er tilkomin vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Víða hefur verið veitt heimild til að fjölga hjúkrunarfræðingum á deildum en þeir hafa ekki fengist til starfa. Laus störf eru auglýst en enginn sækir um. Hér er landlægur skortur á hjúkrunarfræðingum og hefur verið til fjölda ára eins og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur margoft bent á og varað við ástandinu sem fer hratt versnandi. Margir hjúkrunarfræðingar velja, því miður, að mennta sig út úr stéttinni í leit að bættum launum og betri vinnutíma. Þeir sækja í annað háskólanám í stað þess að sérhæfa sig í hjúkrun og vinna við fagið. Á næstu þremur árum geta 900 hjúkrunarfræðingar látið af störfum vegna aldurs. Á sama tíma næst að mennta tæplega 450 hjúkrunarfræðinga. Það þarf ekki stærðfræðisnilling til að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp. Ofan á þetta bætist að íslenskir hjúkrunarfræðingar, í ljósi sinnar góðu menntunar og hæfni, eru mjög eftirsóttir til starfa erlendis. Sífellt fleiri hjúkrunarfræðingar starfa erlendis í lengri eða skemmri tíma. Staðan er alvarleg. Auðveldlega geta allir íslenskir hjúkrunarfræðingar fengið vinnu erlendis og eftirspurnin eykst. Sem dæmi má nefna að á næstu fimm árum mun vanta 20.000 hjúkrunarfræðinga í Noregi og um 650.000 hjúkrunarfræðinga í Ameríku.Þörfin eykst jafnt og þétt Við þurfum á öllum okkar hjúkrunarfræðingum að halda og þörfin mun aukast verulega á næstu árum með hliðsjón af mikilli fjölgun aldraðra í samfélaginu. Þörfin fyrir heilsugæsluhjúkrun og heimahjúkrun mun aukast jafnt og þétt. Einnig er brýnt að auka forvarnarstarf hjúkrunarfræðinga til að efla heilbrigði þjóðarinnar og fyrirbyggja veikindi. Markmið okkar hjúkrunarfræðinga í núverandi verkfalli er að laun okkar verði sambærileg við laun annarra háskólamenntaðra ríkistarfsmanna. Hjúkrunarstarfið verður að vera samkeppnishæft við aðrar fagstéttir til að tryggja nýliðun og halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Ljóst er að kynbundinn launamunur er til staðar hjá ríkinu líkt og sýnt hefur verið fram á með nýlegum gögnum. Augljóst er að hefðbundnar karlastéttir eru betur launaðar en hefðbundnar kvennastéttir. Það er því einnig markmið okkar að stigið sé ákveðið skref í því að útrýma launamun kynjanna hjá hinu opinbera. Við viljum öll að hér á landi sé öflugt og öruggt heilbrigðiskerfi. Forsenda þess er að hér starfi nægjanlegur fjöldi hjúkrunarfræðinga. Fyrsta skrefið til að tryggja það er að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga. Það er staðföst trú mín að með bættum kjörum leiti hjúkrunarfræðingar aftur inn í fagið og verði öflugir þátttakendur í því mikla og nauðsynlega uppbyggingarstarfi sem framundan er í íslensku heilbrigðiskerfi.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar