Þingmenn! Þetta gengur ekki Kári Jónasson skrifar 1. júní 2015 05:00 Enn eina ferðina fylgist þjóðin með lokadögum þingsins, og hvernig stjórn og stjórnarandstaða hreinlega misbýður fólki verð ég að segja. Hafandi fylgst með störfum Alþingis bæði á hliðarlínunni nú undanfarin ár, og svo í þinghúsinu sjálfu, bæði á hænsnapriksbekknum svokallaða hér áður fyrr og í hliðarherbergjum – þegar það mátti í fjölda ára – þá verð ég að segja að ástandið að undanförnu eins og það blasir við mér í fjölmiðlum tekur út yfir allan þjófabálk. Þetta gengur hreinlega ekki, ágætu þingmenn, að haga sér svona, og misbjóða þjóðinni með framkomu sinni í þingsal. Þetta er jú elsta löggjafarsamkunda heimsins, sem enn er við lýði, og þið verðið að gæta virðingar ykkar og ekki síst þjóðarinnar við hin daglegu störf ykkar. Það er ekki nema von að þið hríðfallið í áliti hjá almenningi þegar hann er spurður um álit sitt á Alþingi. Það hefur líka í för með sér að fólk – og ekki síður hin unga og upprennandi kynslóð – fær óbeit á pólitík, nennir ekki á kjörstað, og leggur sig ekki niður við að taka þátt í lýðræðislegri umræðu varðandi stjórn landsins. Mér verður stundum hugsað til vordaganna 1974 þegar blikur voru á lofti í heimi stjórnmálanna, og við blasti að stjórnin var að springa. Þá voru oddvitar stjórnar og stjórnarandstöðu tveir sómakærir menn, Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra og Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Þótt mikið gengi á, á hvorum tveggja vígstöðvum, heyrði maður aldrei orðfæri eins og nú er nær daglega viðhaft í sölum Alþingis. Ólafur, með sína miklu stjórnvisku og þekkingu á stjórnlagafræðum, sat rólegur í hliðarherberginu með pípu sína, á meðan stjórnarandstaðan safnaði undirskriftum þingmanna um vantraust á stjórnina, og steig svo á réttu augnabliki í ræðustól og tilkynnti um þingrof og kosningar. Það var enginn ógurlegur hávaði í kringum þessa örlagastund, og séntilmaðurinn Geir Hallgrímsson vissi auðvitað mæta vel að Ólafur hafði örlögin í hendi sér. Væri nú ekki heillavænlegra fyrir alla – stjórn og stjórnarandstöðu, að ekki sé nú talað um fólkið í landinu – að kjörnir alþingismenn tækju sig dálítið saman í andlitinu, og ofbyðu þjóðinni ekki hvern dag undir þinglok með framkomu sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kári Jónasson Tengdar fréttir Kínverskir kvenrithöfundar og líf þeirra – seinni hluti Árið 1949 var Alþýðulýðveldið Kína stofnað. Staða kvenna hefur gjörbreyst síðan. Um áratugi hafa margir kvenhöfundar slegið í gegn og bókmenntir tilheyra ekki lengur veröld karlmanna. Sumar þeirra eru búsettar erlendis og hafa haft áhrif innan og utan Kína, þar á meðal Yan Geling. 4. júní 2015 00:01 Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Enn eina ferðina fylgist þjóðin með lokadögum þingsins, og hvernig stjórn og stjórnarandstaða hreinlega misbýður fólki verð ég að segja. Hafandi fylgst með störfum Alþingis bæði á hliðarlínunni nú undanfarin ár, og svo í þinghúsinu sjálfu, bæði á hænsnapriksbekknum svokallaða hér áður fyrr og í hliðarherbergjum – þegar það mátti í fjölda ára – þá verð ég að segja að ástandið að undanförnu eins og það blasir við mér í fjölmiðlum tekur út yfir allan þjófabálk. Þetta gengur hreinlega ekki, ágætu þingmenn, að haga sér svona, og misbjóða þjóðinni með framkomu sinni í þingsal. Þetta er jú elsta löggjafarsamkunda heimsins, sem enn er við lýði, og þið verðið að gæta virðingar ykkar og ekki síst þjóðarinnar við hin daglegu störf ykkar. Það er ekki nema von að þið hríðfallið í áliti hjá almenningi þegar hann er spurður um álit sitt á Alþingi. Það hefur líka í för með sér að fólk – og ekki síður hin unga og upprennandi kynslóð – fær óbeit á pólitík, nennir ekki á kjörstað, og leggur sig ekki niður við að taka þátt í lýðræðislegri umræðu varðandi stjórn landsins. Mér verður stundum hugsað til vordaganna 1974 þegar blikur voru á lofti í heimi stjórnmálanna, og við blasti að stjórnin var að springa. Þá voru oddvitar stjórnar og stjórnarandstöðu tveir sómakærir menn, Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra og Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Þótt mikið gengi á, á hvorum tveggja vígstöðvum, heyrði maður aldrei orðfæri eins og nú er nær daglega viðhaft í sölum Alþingis. Ólafur, með sína miklu stjórnvisku og þekkingu á stjórnlagafræðum, sat rólegur í hliðarherberginu með pípu sína, á meðan stjórnarandstaðan safnaði undirskriftum þingmanna um vantraust á stjórnina, og steig svo á réttu augnabliki í ræðustól og tilkynnti um þingrof og kosningar. Það var enginn ógurlegur hávaði í kringum þessa örlagastund, og séntilmaðurinn Geir Hallgrímsson vissi auðvitað mæta vel að Ólafur hafði örlögin í hendi sér. Væri nú ekki heillavænlegra fyrir alla – stjórn og stjórnarandstöðu, að ekki sé nú talað um fólkið í landinu – að kjörnir alþingismenn tækju sig dálítið saman í andlitinu, og ofbyðu þjóðinni ekki hvern dag undir þinglok með framkomu sinni.
Kínverskir kvenrithöfundar og líf þeirra – seinni hluti Árið 1949 var Alþýðulýðveldið Kína stofnað. Staða kvenna hefur gjörbreyst síðan. Um áratugi hafa margir kvenhöfundar slegið í gegn og bókmenntir tilheyra ekki lengur veröld karlmanna. Sumar þeirra eru búsettar erlendis og hafa haft áhrif innan og utan Kína, þar á meðal Yan Geling. 4. júní 2015 00:01
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun