Atgervisflótti meðal hjúkrunarfræðinga Ingibjörg Hrefna Björnsdóttir skrifar 2. júní 2015 08:00 Þann 1. desember árið 2012 hóf ég störf á Landspítalanum háskólasjúkrahúsi. Dagana á undan höfðu tæplega 300 hjúkrunarfræðingar á spítalanum skilað inn uppsögnum, þeir voru ósáttir við að ekki hefði verið gerður stofnanasamningur við þá og fóru þessa leið til þess að knýja fram kröfur sínar. Nýr stofnanasamningur var undirritaður 12. febrúar árið 2013 og var að sögn þáverandi heilbrigðisráðherra í anda jafnlaunastefnu þáverandi ríkisstjórnar sem ætlaði sér að vinna að útrýmingu kynbundins og stéttbundins launamisréttis. Þessar fyrirætlanir féllu um sjálfar sig. Óútskýrt launamisrétti er enn við lýði. Á hundrað ára afmælisári kosningaréttar kvenna og fátækra karla er það talið allt að 25% verðmætara að sýsla með fjármuni ríkisins en mannauðinn. Konur eru í meirihluta starfsmanna háskólasjúkrahússins, sem glímir við svo miklu stærri vandamál en faraó-maura, myglu og mósasýkingar eins og gárungarnir göntuðust með fyrir nokkrum mánuðum. Háskólasjúkrahúsið er að tapa fyrir einkareknu heilbrigðisþjónustunni sem á sér stofur og musteri um allan bæ. Kjör heilbrigðisstarfsmanna hafa um árabil verið þannig að læknar sjá sér ekki fært að vinna fulla vinnu á háskólasjúkrahúsinu, þeir vinna þess vegna hlutastarf á spítalanum og drýgja tekjurnar á stofum úti í bæ. Heilsugæslan nær ekki að sinna hlutverki sínu sem fyrsti viðkomustaður sjúkra, fólk leitar heldur til sérfræðilækna á stofum eða beint á bráðamóttöku Landspítalans. Hjúkrunarrými fyrir aldraða og langveika eru ekki til staðar og þar af leiðandi liggur gamla fólkið á göngum Landspítalans dögum og vikum saman meðan beðið er eftir varanlegum úrræðum. Heilbrigðiskerfið er einkarekið í bland og enginn tapar á því nema þeir sem þurfa á þjónustu háskólasjúkrahússins að halda. Læknar fengu sanngjarnar kjarabætur í vetur, aðrir háskólamenntaðir starfsmenn bíða enn eftir sínum kjarabótum. Verkfall BHM hefur staðið í nær sextíu daga þegar þetta er ritað, verkfall FÍH í tæpa viku og ekkert virðist í sjónmáli. Meðan deiluaðilar koma sé ekki saman um samninga og meðan stjórnvöld sinna í engu ákalli þeirra sem beita verkfalli sem neyðarúrræði þá bíða sjúklingar í angist heima og vita ekki hvort eða hvenær þeir fá úrlausn sinna mála. Til þess að Landspítalinn verði aftur eftirsóttur vinnustaður fyrir þá sem hafa valið að mennta sig í heilbrigðisvísindum hérlendis og erlendis þarf að koma til móts við starfsfólk með kjarabótum og -tryggingu fyrir því að hægt verði að sinna sjúklingum á besta mögulega máta. Við þurfum að tala upp spítalann okkar, við þurfum að vinna að því að þeir sem þurfa á þjónustu Landspítalans að halda geti notið hennar með reisn, en ekki lokaðir inni á baðherbergjum eða liggjandi fyrir allra augum á göngum. Það gerist ekki á einni nóttu, en með sameinuðu átaki stjórnvalda og starfsfólks spítalans er það hægt. Með auknum fjármunum, og sýnilegum vilja til þess að bæta úr sér gengið húsnæði háskólasjúkrahússins og efla starfsemina innan spítalans verður Landspítalinn efalítið eftirsóttur vinnustaður og öruggt skjól þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Ég er að fara úr landi, aftur eftir aðeins tveggja og hálfs árs dvöl. Við erum fjórar af deildinni minni. Fjórir hjúkrunarfræðingar með hartnær fjörutíu ára samanlagða reynslu af hjúkrun krabbameinssjúkra. Fjórir hjúkrunarfræðingar með fjölskyldur sem sjá sér ekki lengur fært að lifa og starfa á Íslandi. Þetta heitir atgervisflótti. Flóttinn er staðreynd, nú verða stjórnvöld að stíga fram og horfast í augu við staðreyndina. Hjúkrunarfræðingar eru eftirsóttur starfskraftur erlendis og fara ef ekki bjóðast ásættanleg kjör hér á landi. Við erum fjórar á minni deild sem höfum tekið skrefið, samanlagt höfum við með okkur ellefu börn. Framtíð þjóðarinnar er á leið úr landi með foreldrum sínum, hjúkrunarfræðingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. desember árið 2012 hóf ég störf á Landspítalanum háskólasjúkrahúsi. Dagana á undan höfðu tæplega 300 hjúkrunarfræðingar á spítalanum skilað inn uppsögnum, þeir voru ósáttir við að ekki hefði verið gerður stofnanasamningur við þá og fóru þessa leið til þess að knýja fram kröfur sínar. Nýr stofnanasamningur var undirritaður 12. febrúar árið 2013 og var að sögn þáverandi heilbrigðisráðherra í anda jafnlaunastefnu þáverandi ríkisstjórnar sem ætlaði sér að vinna að útrýmingu kynbundins og stéttbundins launamisréttis. Þessar fyrirætlanir féllu um sjálfar sig. Óútskýrt launamisrétti er enn við lýði. Á hundrað ára afmælisári kosningaréttar kvenna og fátækra karla er það talið allt að 25% verðmætara að sýsla með fjármuni ríkisins en mannauðinn. Konur eru í meirihluta starfsmanna háskólasjúkrahússins, sem glímir við svo miklu stærri vandamál en faraó-maura, myglu og mósasýkingar eins og gárungarnir göntuðust með fyrir nokkrum mánuðum. Háskólasjúkrahúsið er að tapa fyrir einkareknu heilbrigðisþjónustunni sem á sér stofur og musteri um allan bæ. Kjör heilbrigðisstarfsmanna hafa um árabil verið þannig að læknar sjá sér ekki fært að vinna fulla vinnu á háskólasjúkrahúsinu, þeir vinna þess vegna hlutastarf á spítalanum og drýgja tekjurnar á stofum úti í bæ. Heilsugæslan nær ekki að sinna hlutverki sínu sem fyrsti viðkomustaður sjúkra, fólk leitar heldur til sérfræðilækna á stofum eða beint á bráðamóttöku Landspítalans. Hjúkrunarrými fyrir aldraða og langveika eru ekki til staðar og þar af leiðandi liggur gamla fólkið á göngum Landspítalans dögum og vikum saman meðan beðið er eftir varanlegum úrræðum. Heilbrigðiskerfið er einkarekið í bland og enginn tapar á því nema þeir sem þurfa á þjónustu háskólasjúkrahússins að halda. Læknar fengu sanngjarnar kjarabætur í vetur, aðrir háskólamenntaðir starfsmenn bíða enn eftir sínum kjarabótum. Verkfall BHM hefur staðið í nær sextíu daga þegar þetta er ritað, verkfall FÍH í tæpa viku og ekkert virðist í sjónmáli. Meðan deiluaðilar koma sé ekki saman um samninga og meðan stjórnvöld sinna í engu ákalli þeirra sem beita verkfalli sem neyðarúrræði þá bíða sjúklingar í angist heima og vita ekki hvort eða hvenær þeir fá úrlausn sinna mála. Til þess að Landspítalinn verði aftur eftirsóttur vinnustaður fyrir þá sem hafa valið að mennta sig í heilbrigðisvísindum hérlendis og erlendis þarf að koma til móts við starfsfólk með kjarabótum og -tryggingu fyrir því að hægt verði að sinna sjúklingum á besta mögulega máta. Við þurfum að tala upp spítalann okkar, við þurfum að vinna að því að þeir sem þurfa á þjónustu Landspítalans að halda geti notið hennar með reisn, en ekki lokaðir inni á baðherbergjum eða liggjandi fyrir allra augum á göngum. Það gerist ekki á einni nóttu, en með sameinuðu átaki stjórnvalda og starfsfólks spítalans er það hægt. Með auknum fjármunum, og sýnilegum vilja til þess að bæta úr sér gengið húsnæði háskólasjúkrahússins og efla starfsemina innan spítalans verður Landspítalinn efalítið eftirsóttur vinnustaður og öruggt skjól þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Ég er að fara úr landi, aftur eftir aðeins tveggja og hálfs árs dvöl. Við erum fjórar af deildinni minni. Fjórir hjúkrunarfræðingar með hartnær fjörutíu ára samanlagða reynslu af hjúkrun krabbameinssjúkra. Fjórir hjúkrunarfræðingar með fjölskyldur sem sjá sér ekki lengur fært að lifa og starfa á Íslandi. Þetta heitir atgervisflótti. Flóttinn er staðreynd, nú verða stjórnvöld að stíga fram og horfast í augu við staðreyndina. Hjúkrunarfræðingar eru eftirsóttur starfskraftur erlendis og fara ef ekki bjóðast ásættanleg kjör hér á landi. Við erum fjórar á minni deild sem höfum tekið skrefið, samanlagt höfum við með okkur ellefu börn. Framtíð þjóðarinnar er á leið úr landi með foreldrum sínum, hjúkrunarfræðingum.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar