Velta með skuldabréf jókst um 83 prósent ingvar haraldsson skrifar 3. júní 2015 07:30 Þróun fimm ára verðbólguvæntinga á skuldabréfamarkaði það sem af er þessu ári. vísir Dagvelta á skuldabréfamarkaði í maí jókst um 83 prósent milli ára og nam veltan samtals 153 milljörðum króna í mánuðinum. „Hin aukna velta skýrist helst af auknum væntingum um verðbólgu og skiptum skoðunum á hvenær vaxtahækkunarferlið myndi byrja,“ segir Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA. Valdimar segir að mest hafi verið um að vera á markaði um miðjan mánuðinn í kringum síðustu vaxtaákvörðun Seðlabankans. Þá tilkynnti Seðlabankinn að hann myndi að öllum líkindum hækka stýrivexti í júní.Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA.mynd/gammaVerðbólguálag á skuldabréfamarkaði, þ.e. mismunur á ávöxtunarkröfu á verðtryggð og óverðtryggð skuldabréf sem segir til um vænta verðbólgu næstu fimm árin jókst um tæplega hálft prósentustig í maí og stóð í 4,5 prósentum í lok mánaðarins. Frá áramótum hefur verðbólguálagið hækkað verulega eða um tæplega tvö prósentustig. Hækkunin er talin skýrast af væntingum um aukna verðbólgu og stýrivaxtahækkunum Seðlabankans. Valdimar bendir á að Seðlabankinn hafi gefið út áður en kjaraviðræður fóru í hart að framleiðsluspenna væri að skapast í hagkerfinu. Því væri líklegt að Seðlabankinn hefði hækkað stýrivexti í haust eða vetur þrátt fyrir að launahækkanir hefðu orðið óverulegar. Nú muni stýravaxtahækkun líklega koma fyrr til og verða meiri en annars hefði orðið. Greiningardeild Landsbankans spáir tveggja prósenta stýrivaxtahækkun á þessu ári og öðru eins á því næsta.Aðgerir stjórnvalda gætu kostað allt að fjórtán milljarða á ári Hrafn Steinarsson, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka, bendir á að aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem tilkynnt var um á föstudaginn gætu aukið þenslu í hagkerfinu enn frekar. „Að óbreyttu mun þetta hafa í för með sér að afkoma ríkissjóðs versnar um átta til fjórtán milljarða á ári,“ segir Hrafn. Þetta muni þó skýrast betur í haust þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður lagt fram. Hrafn bend einnig á að óljóst sé hvaða áhrif frumvarp um afnám gjaldeyrishafta muni hafa á markaðinn. Leggja á frumvarpið fram á næstu dögum. Vegna óvissunnar sem uppi sé í efnahagsmálum hafi verið talsvert áhættuálag innbyggt í verðlagningu á óverðtryggðum skuldabréfum, að sögn Hrafns. Gjaldeyrishöft Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Dagvelta á skuldabréfamarkaði í maí jókst um 83 prósent milli ára og nam veltan samtals 153 milljörðum króna í mánuðinum. „Hin aukna velta skýrist helst af auknum væntingum um verðbólgu og skiptum skoðunum á hvenær vaxtahækkunarferlið myndi byrja,“ segir Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA. Valdimar segir að mest hafi verið um að vera á markaði um miðjan mánuðinn í kringum síðustu vaxtaákvörðun Seðlabankans. Þá tilkynnti Seðlabankinn að hann myndi að öllum líkindum hækka stýrivexti í júní.Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA.mynd/gammaVerðbólguálag á skuldabréfamarkaði, þ.e. mismunur á ávöxtunarkröfu á verðtryggð og óverðtryggð skuldabréf sem segir til um vænta verðbólgu næstu fimm árin jókst um tæplega hálft prósentustig í maí og stóð í 4,5 prósentum í lok mánaðarins. Frá áramótum hefur verðbólguálagið hækkað verulega eða um tæplega tvö prósentustig. Hækkunin er talin skýrast af væntingum um aukna verðbólgu og stýrivaxtahækkunum Seðlabankans. Valdimar bendir á að Seðlabankinn hafi gefið út áður en kjaraviðræður fóru í hart að framleiðsluspenna væri að skapast í hagkerfinu. Því væri líklegt að Seðlabankinn hefði hækkað stýrivexti í haust eða vetur þrátt fyrir að launahækkanir hefðu orðið óverulegar. Nú muni stýravaxtahækkun líklega koma fyrr til og verða meiri en annars hefði orðið. Greiningardeild Landsbankans spáir tveggja prósenta stýrivaxtahækkun á þessu ári og öðru eins á því næsta.Aðgerir stjórnvalda gætu kostað allt að fjórtán milljarða á ári Hrafn Steinarsson, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka, bendir á að aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem tilkynnt var um á föstudaginn gætu aukið þenslu í hagkerfinu enn frekar. „Að óbreyttu mun þetta hafa í för með sér að afkoma ríkissjóðs versnar um átta til fjórtán milljarða á ári,“ segir Hrafn. Þetta muni þó skýrast betur í haust þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður lagt fram. Hrafn bend einnig á að óljóst sé hvaða áhrif frumvarp um afnám gjaldeyrishafta muni hafa á markaðinn. Leggja á frumvarpið fram á næstu dögum. Vegna óvissunnar sem uppi sé í efnahagsmálum hafi verið talsvert áhættuálag innbyggt í verðlagningu á óverðtryggðum skuldabréfum, að sögn Hrafns.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira