Enn er ójafnt skipt Árni Páll Árnason skrifar 3. júní 2015 00:01 Ríkisstjórnin hefur kynnt aðgerðir til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. Fyrir margt almennt launafólk eru aðgerðirnar jákvæðar og hrósa ber verkalýðshreyfingunni fyrir að knýja fram skárri stjórnarstefnu. Það er gott að sjá löngu tímabærar skattalækkanir til meðaltekjuhópa. Við höfum rekið á eftir því að gerðir fylgi orðum í húsnæðismálum og nú er boðuð uppbygging félagslegs húsnæðis, niðurgreiðsla húsnæðiskostnaðar lágtekjufólks og aukning húsaleigubóta, þótt meira þurfi til. En eins og alltaf hjá þessari ríkisstjórn er ójafnt skipt. Sá helmingur þjóðarinnar sem er í neðri hluta tekjustigans fær afar lítið í sinn hlut af skattkerfisbreytingunum. Einstaklingur með 700.000 krónur fær rúmlega 11.000 króna hækkun á ráðstöfunartekjum á mánuði samanborið við um 1.000 króna hækkun þess sem er með 300.000 krónur. Ráðstöfunartekjur fólks á lágmarksbótum almannatrygginga hækka um 690 krónur á mánuði. Segi og skrifa 690 krónur. Þá hefur ríkisstjórnin staðfest að aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir fái EKKI hækkun í 300 þúsund krónur á mánuði, eins og fólk á vinnumarkaði. Þrátt fyrir að lágmarksbætur almannatrygginga séu undir 200 þúsund krónum á mánuði mun ríkisstjórnin ekki beita sér fyrir því að þær hækki til samræmis við hækkun lægstu launa. Mikill fjöldi aldraðra og öryrkja hefur ekki meira en rétt um 200 þúsund krónur til framfærslu á mánuði, fyrir skatt. Það er fullkomlega ófært, ef það er orðið sammæli í landinu að 300 þúsund krónur á mánuði sé lágmarksviðmið um ásættanleg laun. Í kjölfar kjarasamninga árið 2011 voru bætur látnar taka breytingum til samræmis við hækkun lægstu launa. Það er fordæmi sem vert væri að horfa til. Það voru margar aðrar betri leiðir tiltækar. Ein hefði verið að nýta áfram kosti þriggja þrepa skattakerfis. Önnur að koma á stighækkandi persónuafslætti þannig að lágtekjufólk og lífeyrisþegar hefðu fengið úrlausn og meðaltekjufólk sanngjarna skattalækkun. Það hefði verið mun betri kostur en sú niðurstaða sem orðin er. Við getum ekki búið í samfélagi þar sem þeir betur stæðu njóta einir kjarabóta en aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir eru skildir eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur kynnt aðgerðir til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. Fyrir margt almennt launafólk eru aðgerðirnar jákvæðar og hrósa ber verkalýðshreyfingunni fyrir að knýja fram skárri stjórnarstefnu. Það er gott að sjá löngu tímabærar skattalækkanir til meðaltekjuhópa. Við höfum rekið á eftir því að gerðir fylgi orðum í húsnæðismálum og nú er boðuð uppbygging félagslegs húsnæðis, niðurgreiðsla húsnæðiskostnaðar lágtekjufólks og aukning húsaleigubóta, þótt meira þurfi til. En eins og alltaf hjá þessari ríkisstjórn er ójafnt skipt. Sá helmingur þjóðarinnar sem er í neðri hluta tekjustigans fær afar lítið í sinn hlut af skattkerfisbreytingunum. Einstaklingur með 700.000 krónur fær rúmlega 11.000 króna hækkun á ráðstöfunartekjum á mánuði samanborið við um 1.000 króna hækkun þess sem er með 300.000 krónur. Ráðstöfunartekjur fólks á lágmarksbótum almannatrygginga hækka um 690 krónur á mánuði. Segi og skrifa 690 krónur. Þá hefur ríkisstjórnin staðfest að aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir fái EKKI hækkun í 300 þúsund krónur á mánuði, eins og fólk á vinnumarkaði. Þrátt fyrir að lágmarksbætur almannatrygginga séu undir 200 þúsund krónum á mánuði mun ríkisstjórnin ekki beita sér fyrir því að þær hækki til samræmis við hækkun lægstu launa. Mikill fjöldi aldraðra og öryrkja hefur ekki meira en rétt um 200 þúsund krónur til framfærslu á mánuði, fyrir skatt. Það er fullkomlega ófært, ef það er orðið sammæli í landinu að 300 þúsund krónur á mánuði sé lágmarksviðmið um ásættanleg laun. Í kjölfar kjarasamninga árið 2011 voru bætur látnar taka breytingum til samræmis við hækkun lægstu launa. Það er fordæmi sem vert væri að horfa til. Það voru margar aðrar betri leiðir tiltækar. Ein hefði verið að nýta áfram kosti þriggja þrepa skattakerfis. Önnur að koma á stighækkandi persónuafslætti þannig að lágtekjufólk og lífeyrisþegar hefðu fengið úrlausn og meðaltekjufólk sanngjarna skattalækkun. Það hefði verið mun betri kostur en sú niðurstaða sem orðin er. Við getum ekki búið í samfélagi þar sem þeir betur stæðu njóta einir kjarabóta en aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir eru skildir eftir.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar