Tæplega gripið inn í áður en sést til lands Óli Kristján Ármannsson skrifar 9. júní 2015 07:00 Í Karphúsinu í gær. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari tók á móti samninganefndum iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins eftir hádegi í gær. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilu ríkisins við BHM og hjúkrunarfræðinga. Fréttablaðið/Stefán Ákveðið var á fundi í félagsmálaráðuneytinu í gærmorgun að falla frá hugmyndum um að kalla saman sáttanefnd vegna kjaradeilna ríkisins við háskólamenn og hjúkrunarfræðinga. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar Bandalags háskólamanna (BHM), segir hafa verið sameiginlega niðurstöðu forsvarsmanna félaganna og fulltrúa ráðuneytisins að það myndi ekki hjálpa til við lausn kjaradeilunnar að færa hana úr lögbundnum farvegi hjá ríkissáttasemjara til sáttanefndar. Slík nefnd hafi ekki yfir öðrum verkfærum að ráða en ríkissáttasemjari. „Þannig að staðan er í stórum dráttum óbreytt enn. Við bíðum bara eftir fundi.“ Vandamálið við samningaborðið segir Páll hins vegar ekki snúa að því hvernig staðið er að sáttaumleitunum. „Vandamálið er að fjármuni vantar til að hægt sé að leysa vandann. Það er auðvitað það sem stendur upp á ríkið núna. Það sem er í boði dugar ekki til að leysa deiluna.“ Um leið vill Páll þó ekki meina að deilan sé alveg „stál í stál“, heldur hafi verið kastað fram hlutum sem verið sé að velta fyrir sér. „En það hefur ekki náðst að þróast alveg nógu vel áfram,“ segir hann en vonast eftir bendingu um það í síðasta lagi í dag, að rétt sé að setjast að samningaborðinu á ný.Páll HalldórssonMeðal þess sem ríkissáttasemjari getur gert er að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilum sem félagsmenn kjósa um án þess að samninganefndir komi að. Páli finnst hins vegar frekar ósennilegt að eitthvað slíkt sé í pípunum. „Það verður að sjást til lands einhvers staðar í deilunni þegar svoleiðis er gert og mitt mat er að svo sé ekki nú,“ segir hann en áréttar um leið að sáttasemjari taki sjálfstæða ákvörðun um slíkt. Síðdegis í gær hafði ekki enn verið boðað til nýs samningafundar í deilu félaganna við ríkið, en síðast var fundað fyrir helgi. Hluti félaga BHM, svo sem geislafræðingar og fleiri sérfræðingar Landspítalans, hefur verið í verkfalli í níu vikur, eða frá 7. apríl síðastliðnum. Dýralæknar og fleiri hafa verið í verkfalli í rúmar sjö vikur. Þá hafa hjúkrunarfræðingar nú verið í verkfalli í tvær vikur. Ástandið endurspeglast einna helst í skorti á vörum í verslunum, erfiðleikum fyrirtækja sem reiða sig á þjónustu Matvælastofnunar, hægagangi í heilbrigðiskerfinu og uppsögnum sem þar eru hafnar. Þannig er um þriðjungur geislafræðinga á Landspítalanum sagður hafa sagt upp störfum og ljósmæður og dýralæknar sækja í auknum mæli um starfsleyfi á Norðurlöndum, samkvæmt upplýsingum frá BHM. Verkfall 2016 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Ákveðið var á fundi í félagsmálaráðuneytinu í gærmorgun að falla frá hugmyndum um að kalla saman sáttanefnd vegna kjaradeilna ríkisins við háskólamenn og hjúkrunarfræðinga. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar Bandalags háskólamanna (BHM), segir hafa verið sameiginlega niðurstöðu forsvarsmanna félaganna og fulltrúa ráðuneytisins að það myndi ekki hjálpa til við lausn kjaradeilunnar að færa hana úr lögbundnum farvegi hjá ríkissáttasemjara til sáttanefndar. Slík nefnd hafi ekki yfir öðrum verkfærum að ráða en ríkissáttasemjari. „Þannig að staðan er í stórum dráttum óbreytt enn. Við bíðum bara eftir fundi.“ Vandamálið við samningaborðið segir Páll hins vegar ekki snúa að því hvernig staðið er að sáttaumleitunum. „Vandamálið er að fjármuni vantar til að hægt sé að leysa vandann. Það er auðvitað það sem stendur upp á ríkið núna. Það sem er í boði dugar ekki til að leysa deiluna.“ Um leið vill Páll þó ekki meina að deilan sé alveg „stál í stál“, heldur hafi verið kastað fram hlutum sem verið sé að velta fyrir sér. „En það hefur ekki náðst að þróast alveg nógu vel áfram,“ segir hann en vonast eftir bendingu um það í síðasta lagi í dag, að rétt sé að setjast að samningaborðinu á ný.Páll HalldórssonMeðal þess sem ríkissáttasemjari getur gert er að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilum sem félagsmenn kjósa um án þess að samninganefndir komi að. Páli finnst hins vegar frekar ósennilegt að eitthvað slíkt sé í pípunum. „Það verður að sjást til lands einhvers staðar í deilunni þegar svoleiðis er gert og mitt mat er að svo sé ekki nú,“ segir hann en áréttar um leið að sáttasemjari taki sjálfstæða ákvörðun um slíkt. Síðdegis í gær hafði ekki enn verið boðað til nýs samningafundar í deilu félaganna við ríkið, en síðast var fundað fyrir helgi. Hluti félaga BHM, svo sem geislafræðingar og fleiri sérfræðingar Landspítalans, hefur verið í verkfalli í níu vikur, eða frá 7. apríl síðastliðnum. Dýralæknar og fleiri hafa verið í verkfalli í rúmar sjö vikur. Þá hafa hjúkrunarfræðingar nú verið í verkfalli í tvær vikur. Ástandið endurspeglast einna helst í skorti á vörum í verslunum, erfiðleikum fyrirtækja sem reiða sig á þjónustu Matvælastofnunar, hægagangi í heilbrigðiskerfinu og uppsögnum sem þar eru hafnar. Þannig er um þriðjungur geislafræðinga á Landspítalanum sagður hafa sagt upp störfum og ljósmæður og dýralæknar sækja í auknum mæli um starfsleyfi á Norðurlöndum, samkvæmt upplýsingum frá BHM.
Verkfall 2016 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira