Hafa þroskast mikið tónlistarlega Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. júní 2015 10:00 Hljómsveitina Úlfur Úlfur skipa þeir Arnar Freyr Frostason ogHelgi Sæmundur Guðmundsson. vísir/ernir Hljómsveitin Úlfur Úlfur er að senda frá sér sína aðra breiðskífu sem ber nafnið Tvær plánetur. „Platan var allt í allt þrjú ár í vinnslu en langstærstur hluti hennar var saminn og tekinn upp seinasta sumar. Við gleymdum okkur lengi vel í vinnu og námi en áttuðum okkur á því að það er ekkert jafn gefandi og guðsblessuð tónlistin svo við kvöddum okkar nánustu, lokuðum okkur af í stúdíóinu í nokkra mánuði og kláruðum þetta,“ segir Arnar Freyr Frostason um vinnuferlið. Hann myndar sveitina ásamt Helga Sæmundi Guðmundsyni. Þeir gefa plötuna út sjálfir en Record Records sér um dreifingu og kemur hún í verslanir á morgun. Á nýju plötunni sýna þeir á sér nýja hlið. „Við erum náttúrulega sömu gaurarnir úr sama efninu en það hefur samt margt breyst síðan 2011. Tónlistarlega séð höfum við þroskast helling og fínpússað okkar sánd vel og vandlega. Fram að þessu hefur mögulega vottað fyrir eilitlu kæruleysi en í dag erum við „grown ass men“ sem gera minna í hálfkæringi,“ segir Helgi.Glæsilegt plötuumslag.Þeir segja nýju plötuna heildstæðara verk en frumburðinn. „Þetta er plata sem við höfum unnið markvisst að. Hún er mun heilsteyptari og hvert lag er í raun kafli í sömu sögunni.“ Ýmsir gestir koma fram á plötunni, til dæmis Edda Borg, Gísli Pálmi, Kött Grá Pje, Emmsjé Gauti og Arnór Dan. „Auk þeirra koma Reddlights og Þórarinn Guðnason að lagasmíðum. Allt eru þetta einstakir listamenn sem gáfu plötunni aukna dýpt,“ bætir Arnar við. Að tilefni útgáfunnar ætla piltarnir að halda útgáfupartí, sem fer fram á Lofti Hosteli í kvöld klukkan 20.00. Tónlist Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hljómsveitin Úlfur Úlfur er að senda frá sér sína aðra breiðskífu sem ber nafnið Tvær plánetur. „Platan var allt í allt þrjú ár í vinnslu en langstærstur hluti hennar var saminn og tekinn upp seinasta sumar. Við gleymdum okkur lengi vel í vinnu og námi en áttuðum okkur á því að það er ekkert jafn gefandi og guðsblessuð tónlistin svo við kvöddum okkar nánustu, lokuðum okkur af í stúdíóinu í nokkra mánuði og kláruðum þetta,“ segir Arnar Freyr Frostason um vinnuferlið. Hann myndar sveitina ásamt Helga Sæmundi Guðmundsyni. Þeir gefa plötuna út sjálfir en Record Records sér um dreifingu og kemur hún í verslanir á morgun. Á nýju plötunni sýna þeir á sér nýja hlið. „Við erum náttúrulega sömu gaurarnir úr sama efninu en það hefur samt margt breyst síðan 2011. Tónlistarlega séð höfum við þroskast helling og fínpússað okkar sánd vel og vandlega. Fram að þessu hefur mögulega vottað fyrir eilitlu kæruleysi en í dag erum við „grown ass men“ sem gera minna í hálfkæringi,“ segir Helgi.Glæsilegt plötuumslag.Þeir segja nýju plötuna heildstæðara verk en frumburðinn. „Þetta er plata sem við höfum unnið markvisst að. Hún er mun heilsteyptari og hvert lag er í raun kafli í sömu sögunni.“ Ýmsir gestir koma fram á plötunni, til dæmis Edda Borg, Gísli Pálmi, Kött Grá Pje, Emmsjé Gauti og Arnór Dan. „Auk þeirra koma Reddlights og Þórarinn Guðnason að lagasmíðum. Allt eru þetta einstakir listamenn sem gáfu plötunni aukna dýpt,“ bætir Arnar við. Að tilefni útgáfunnar ætla piltarnir að halda útgáfupartí, sem fer fram á Lofti Hosteli í kvöld klukkan 20.00.
Tónlist Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“