Fjölda flóttamanna var bjargað af stjórnlausum báti þann 4. júní síðastliðinn. Margir flóttamenn hafa komið á eyjuna Kos í Grikklandi frá Tyrklandi á síðastliðnum mánuðum.
Ferðamönnum sem heimsækja eyjuna hefur fækkað mikið undanfarið og telja stjórnvöld þar það mega rekja til neikvæðra frétta af flóttamannafjölguninni á eyjunni. Um 30 þúsund flóttamenn hafa komið til Grikklands á þessu ári.
Grísk yfirvöld hafa biðlað til Evrópusambandslanda um hjálp til þess að takast á við ástandið.

