Strákarnir vilja sópa upp eftir sig Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júní 2015 07:00 Eftir glæstan landsliðsferil sem leikmaður er Ólafur Stefánsson mættur aftur sem aðstoðarmaður leikmanna og þjálfara. Hann segir liðið aftur á réttri leið eftir deyfðina í Katar. Ísland stefnir nú á efsta sætið í riðlinum. Fréttablaðið/Vilhelm Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu mæta Svartfjallalandi í úrslitaleik um efsta sætið í fjórða riðli undankeppni EM 2016 í handbolta á sunnudaginn klukkan 17.00. Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari vill ekki spá í hvort liðið sé komið á EM eða ekki eða hvað önnur lið þurfa að gera. Hann vill sigur. „Það væri bara einfaldast að vinna þennan leik og taka fyrsta sætið. Það er aðalatriðið. Efsta sætið skiptir líka máli upp á styrkleikaröðun auk þess sem það væru ágætis skilaboð til annarra liða,“ sagði Aron við Fréttablaðið í gær.Meiri einbeiting Ólafur Stefánsson var fenginn inn í þjálfarateymið eftir HM í Katar þar sem mikil deyfð var yfir liðinu. Strákarnir hafa spilað mjög vel í síðustu leikjum; pökkuðu Serbum saman heima, náðu jafntefli við þá úti og unnu svo Ísrael með tíu mörkum ytra á miðvikudaginn. „Það er bara meiri einbeiting í liðinu,“ sagði Ólafur við Fréttablaðið í gær. „Menn vilja sópa upp eftir sig eftir smá lægð og komast aftur á þann stað þar sem liðið hefur verið.“ Hann segir mikilvægt fyrir íslenska liðið að vera á meðal átta bestu þjóða heims en ekki einhvers staðar frá 9-16. „Það væru líka röng skilaboð fyrir aðra sem eru að koma inn í þetta núna. Okkar stefna er að vera alltaf á meðal þeirra átta bestu. Þar þarftu að vera til að komast inn á Ólympíuleika og vera gjaldgengur í þessu,“ sagði Ólafur.Ekki spilað fyrir peninginn Ólafur er sammála því að íslenska liðið hefur spilað vel í undanförnum leikjum og hann var ánægður með frammistöðuna í Tel Aviv. „Þetta var vel gert, en það þarf ofboðslega einbeitingu til á þessum árstíma. Þetta er oft erfiðasti tíminn til að spila landsleiki. Sérstaklega fyrir menn í meistaraliðum eins og Guðjón Val, Aron og Róbert. Þar hefur verið mikið álag og mikil spenna,“ sagði Ólafur og hélt áfram: „Menn þurfa þá gott ímyndunarafl og einbeitingu til að gíra sig upp í svona verkefni. Á móti er það líka það sem einkennir íslensku handboltahefðina og einhver föðurlandshyggja.“ Hingað koma menn ekki til að spila fyrir vasapening. „Strákarnir koma hérna og spila ekki fyrir pening heldur eitthvað allt annað. Það er eitthvað sem menn þurfa að ná í og ef það gerist völtum við yfir þetta svartfellska lið.“Leyfi til að fikta Ólafur nýtur sín í þessu nýja hlutverki sem aðstoðarmaður þjálfara eða eins konar ráðgjafi þeirra og leikmannanna. Nógu djúpur er allavega handboltaviskubrunnurinn sem hann býr yfir. „Mér finnst þetta fínt. Ábyrgðin er öll á þjálfurunum en mitt hlutverk er að vera léttur ráðgjafi inn á milli. Ég er svona tengiliður fyrir þjálfara og leikmenn,“ sagði Ólafur sem er bjartsýnn fyrir leikinn á sunndaginn. „Dínamíkin er góð og maður fann það þegar þeir mættu á móti Serbum. Það voru allt aðrir hlutir í gangi. Menn vildi sýna sig og sanna,“ sagði Ólafur Stefánsson. Handbolti Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu mæta Svartfjallalandi í úrslitaleik um efsta sætið í fjórða riðli undankeppni EM 2016 í handbolta á sunnudaginn klukkan 17.00. Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari vill ekki spá í hvort liðið sé komið á EM eða ekki eða hvað önnur lið þurfa að gera. Hann vill sigur. „Það væri bara einfaldast að vinna þennan leik og taka fyrsta sætið. Það er aðalatriðið. Efsta sætið skiptir líka máli upp á styrkleikaröðun auk þess sem það væru ágætis skilaboð til annarra liða,“ sagði Aron við Fréttablaðið í gær.Meiri einbeiting Ólafur Stefánsson var fenginn inn í þjálfarateymið eftir HM í Katar þar sem mikil deyfð var yfir liðinu. Strákarnir hafa spilað mjög vel í síðustu leikjum; pökkuðu Serbum saman heima, náðu jafntefli við þá úti og unnu svo Ísrael með tíu mörkum ytra á miðvikudaginn. „Það er bara meiri einbeiting í liðinu,“ sagði Ólafur við Fréttablaðið í gær. „Menn vilja sópa upp eftir sig eftir smá lægð og komast aftur á þann stað þar sem liðið hefur verið.“ Hann segir mikilvægt fyrir íslenska liðið að vera á meðal átta bestu þjóða heims en ekki einhvers staðar frá 9-16. „Það væru líka röng skilaboð fyrir aðra sem eru að koma inn í þetta núna. Okkar stefna er að vera alltaf á meðal þeirra átta bestu. Þar þarftu að vera til að komast inn á Ólympíuleika og vera gjaldgengur í þessu,“ sagði Ólafur.Ekki spilað fyrir peninginn Ólafur er sammála því að íslenska liðið hefur spilað vel í undanförnum leikjum og hann var ánægður með frammistöðuna í Tel Aviv. „Þetta var vel gert, en það þarf ofboðslega einbeitingu til á þessum árstíma. Þetta er oft erfiðasti tíminn til að spila landsleiki. Sérstaklega fyrir menn í meistaraliðum eins og Guðjón Val, Aron og Róbert. Þar hefur verið mikið álag og mikil spenna,“ sagði Ólafur og hélt áfram: „Menn þurfa þá gott ímyndunarafl og einbeitingu til að gíra sig upp í svona verkefni. Á móti er það líka það sem einkennir íslensku handboltahefðina og einhver föðurlandshyggja.“ Hingað koma menn ekki til að spila fyrir vasapening. „Strákarnir koma hérna og spila ekki fyrir pening heldur eitthvað allt annað. Það er eitthvað sem menn þurfa að ná í og ef það gerist völtum við yfir þetta svartfellska lið.“Leyfi til að fikta Ólafur nýtur sín í þessu nýja hlutverki sem aðstoðarmaður þjálfara eða eins konar ráðgjafi þeirra og leikmannanna. Nógu djúpur er allavega handboltaviskubrunnurinn sem hann býr yfir. „Mér finnst þetta fínt. Ábyrgðin er öll á þjálfurunum en mitt hlutverk er að vera léttur ráðgjafi inn á milli. Ég er svona tengiliður fyrir þjálfara og leikmenn,“ sagði Ólafur sem er bjartsýnn fyrir leikinn á sunndaginn. „Dínamíkin er góð og maður fann það þegar þeir mættu á móti Serbum. Það voru allt aðrir hlutir í gangi. Menn vildi sýna sig og sanna,“ sagði Ólafur Stefánsson.
Handbolti Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira