Hjúkrunarfræðingar segja upp og fara Snærós Sindradóttir skrifar 13. júní 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar fjölmenntu á Austurvöll og á þingpalla í gær þegar umræða fór fram um lög á verkfall þeirra og BHM. Þungt hljóð var í fólki, en mikill baráttuandi og samstaða ríkti í hópnum. vísir/valli Þolinmæði hjúkrunarfræðinga fyrir láglaunastefnu stjórnvalda er að þrotum komin. Þetta segir hjúkrunarfræðingur sem staddur var ásamt um tvö hundruð öðrum að mótmæla á Austurvelli í gær. Fjölmargir hjúkrunarfræðingar voru mættir fyrir framan Alþingishúsið þegar þingfundur átti að hefjast klukkan tíu í gærmorgun. Þrátt fyrir að þingfundi væri frestað til hálftvö síðdegis létu hjúkrunarfræðingar engan bilbug á sér finna. Fréttablaðið ræddi við fjölmarga viðstadda og var hljóðið í þeim allt á einn veg. Ástandið væri ekki lengur viðunandi og ef lög yrðu samþykkt á verkfallið væri ekkert annað í stöðunni en að segja starfi sínu lausu. Margir höfðu þegar útvegað sér leyfi til að starfa erlendis og voru farnir að skipuleggja flutninga með fjölskyldum sínum. Aðeins einn hjúkrunarfræðingur sem Fréttablaðið ræddi við sagðist ætla að starfa áfram á Landspítalanum sama hvað á dyndi, hún ynni starfið af hugsjón en ekki vegna launanna sem væru skammarlega lág. Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst þann 27. maí síðastliðinn og hefur því staðið yfir í rúmar tvær vikur. Um 1.500 hjúkrunarfræðingar hafa lagt niður störf, en um 600 þeirra manna öryggislista sem eru í gildi. BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendu alþingismönnum áskorun um að hafna lögum ríkisstjórnarinnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, og Ólafur G. Skúlason, formaður FÍH afhentu Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis áskorunina. Einar lofaði að gera þingheimi grein fyrir henni. Verkfall 2016 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Fleiri fréttir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Sjá meira
Þolinmæði hjúkrunarfræðinga fyrir láglaunastefnu stjórnvalda er að þrotum komin. Þetta segir hjúkrunarfræðingur sem staddur var ásamt um tvö hundruð öðrum að mótmæla á Austurvelli í gær. Fjölmargir hjúkrunarfræðingar voru mættir fyrir framan Alþingishúsið þegar þingfundur átti að hefjast klukkan tíu í gærmorgun. Þrátt fyrir að þingfundi væri frestað til hálftvö síðdegis létu hjúkrunarfræðingar engan bilbug á sér finna. Fréttablaðið ræddi við fjölmarga viðstadda og var hljóðið í þeim allt á einn veg. Ástandið væri ekki lengur viðunandi og ef lög yrðu samþykkt á verkfallið væri ekkert annað í stöðunni en að segja starfi sínu lausu. Margir höfðu þegar útvegað sér leyfi til að starfa erlendis og voru farnir að skipuleggja flutninga með fjölskyldum sínum. Aðeins einn hjúkrunarfræðingur sem Fréttablaðið ræddi við sagðist ætla að starfa áfram á Landspítalanum sama hvað á dyndi, hún ynni starfið af hugsjón en ekki vegna launanna sem væru skammarlega lág. Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst þann 27. maí síðastliðinn og hefur því staðið yfir í rúmar tvær vikur. Um 1.500 hjúkrunarfræðingar hafa lagt niður störf, en um 600 þeirra manna öryggislista sem eru í gildi. BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendu alþingismönnum áskorun um að hafna lögum ríkisstjórnarinnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, og Ólafur G. Skúlason, formaður FÍH afhentu Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis áskorunina. Einar lofaði að gera þingheimi grein fyrir henni.
Verkfall 2016 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Fleiri fréttir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Sjá meira