Fagnar afmælinu með Sólinni Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. júní 2015 10:00 Halldór Gylfason ætlar að halda tónleika í júní með sínum eigin lögum. Vísir/valli Halldór Gylfason leikari og tónlistarmaður stendur á miklum tímamótum í dag en hann fagnar 45 ára afmæli sínu. „Ég finn í raun engan mun, maður eru bara orðinn miðaldra. Helsti munurinn á því að vera miðaldra og ungur, er sá að ég nýti góða veðrið til þess að þvo bílinn minn, er kominn með vatnsglas á náttborðið og hækka í fréttunum,“ segir Halldór spurður út ellimerkin. Þó að dagurinn í dag sé mikill tímamótadagur í lífi Halldórs er hann að mestu lagður undir í vinnu. „Í dag er Sólin frá Sandgerði að spila í 40 ára afmælisveislu Bílabúðar Benna, það verður hellings stuð þar. Svo er ég að leika í Billy Elliot á morgun þannig að það er nóg gera,“ segir Halldór. Halldór er eins og alþjóð veit söngvari Sólarinnar frá Sandgerði en heitir þó Kiddi Casio þegar hann stígur á svið með sveitinni. „Ástæðan fyrir því að Sólin kemur þarna fram er sú að Kiddi Casio var að fá bílprófið aftur,“ segir hann og hlær. Halldór ætlar þó að reyna fá sér bröns með fjölskyldu sinni til þess að fagna með henni í dag. Halldór er ungur í anda og segist í raun hugsa ennþá eins og hann sé átján ára. „Mér finnst ég vera að hugsa það sama og ég var að hugsa þegar ég var átján ára, nema það er erfiðara að framkvæma þær hugsanir í dag,“ segir Halldór og hlær. Hann á farsælan feril að baki sem leikari og hefur leikið í um sextíu leikritum en hvað skyldi standa upp úr á löngum ferli? „Ég hef verið heppinn og hef gert margt skemmtilegt. Það sem hefur líklega gefið mér mest og það sem mér þykir vænst um er Sigtið. Við áttum það alveg sjálfir, skrifuðum og lékum, það var svo geggjað. Mér þykir líka vænt um ævintýrin í barnatímunum á sínum tíma,“ útskýrir Halldór. Hans helstu fyrirmyndir í gegnum tíðina hafa verið Charlie Chaplin og Woddy Allen. „Tónlistarmaðurinn Frank Zappa var líka fyrirmynd. Hann var snillingur, svo klikkaður og óútreiknanlegur. Hann gat verið stórkostlegur og frábær og líka hundleiðinlegur.“ Talandi um tónlist, þá ætlar Halldór að halda tónleika þann 18. júní næstkomandi og leika sitt eigið efni ásamt hljómsveit. „Tónleikarnir verða á Kexi hosteli, þar mun ég koma fram og spila lög eftir sjálfan mig. Lögin spanna um það bil 25 ára tímabil.“ Tónlist Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Sjá meira
Halldór Gylfason leikari og tónlistarmaður stendur á miklum tímamótum í dag en hann fagnar 45 ára afmæli sínu. „Ég finn í raun engan mun, maður eru bara orðinn miðaldra. Helsti munurinn á því að vera miðaldra og ungur, er sá að ég nýti góða veðrið til þess að þvo bílinn minn, er kominn með vatnsglas á náttborðið og hækka í fréttunum,“ segir Halldór spurður út ellimerkin. Þó að dagurinn í dag sé mikill tímamótadagur í lífi Halldórs er hann að mestu lagður undir í vinnu. „Í dag er Sólin frá Sandgerði að spila í 40 ára afmælisveislu Bílabúðar Benna, það verður hellings stuð þar. Svo er ég að leika í Billy Elliot á morgun þannig að það er nóg gera,“ segir Halldór. Halldór er eins og alþjóð veit söngvari Sólarinnar frá Sandgerði en heitir þó Kiddi Casio þegar hann stígur á svið með sveitinni. „Ástæðan fyrir því að Sólin kemur þarna fram er sú að Kiddi Casio var að fá bílprófið aftur,“ segir hann og hlær. Halldór ætlar þó að reyna fá sér bröns með fjölskyldu sinni til þess að fagna með henni í dag. Halldór er ungur í anda og segist í raun hugsa ennþá eins og hann sé átján ára. „Mér finnst ég vera að hugsa það sama og ég var að hugsa þegar ég var átján ára, nema það er erfiðara að framkvæma þær hugsanir í dag,“ segir Halldór og hlær. Hann á farsælan feril að baki sem leikari og hefur leikið í um sextíu leikritum en hvað skyldi standa upp úr á löngum ferli? „Ég hef verið heppinn og hef gert margt skemmtilegt. Það sem hefur líklega gefið mér mest og það sem mér þykir vænst um er Sigtið. Við áttum það alveg sjálfir, skrifuðum og lékum, það var svo geggjað. Mér þykir líka vænt um ævintýrin í barnatímunum á sínum tíma,“ útskýrir Halldór. Hans helstu fyrirmyndir í gegnum tíðina hafa verið Charlie Chaplin og Woddy Allen. „Tónlistarmaðurinn Frank Zappa var líka fyrirmynd. Hann var snillingur, svo klikkaður og óútreiknanlegur. Hann gat verið stórkostlegur og frábær og líka hundleiðinlegur.“ Talandi um tónlist, þá ætlar Halldór að halda tónleika þann 18. júní næstkomandi og leika sitt eigið efni ásamt hljómsveit. „Tónleikarnir verða á Kexi hosteli, þar mun ég koma fram og spila lög eftir sjálfan mig. Lögin spanna um það bil 25 ára tímabil.“
Tónlist Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Sjá meira