Að breytast eða deyja Stjórnarmaðurinn skrifar 17. júní 2015 07:00 „Change or die“ er frasi sem oft á við í viðskiptum og líklega óvíða meira en á fjölmiðlamarkaði. Rupert Murdoch er sennilega mesti frumkvöðull á sviði fjölmiðlunar sem þekkst hefur. Það var Murdoch sem á sínum tíma gerði The Sun að mest lesna dagblaði Bretlands, og færði dagblaðaprentun úr spennitreyju verkalýðsfélaga og til nútímans með nýtísku prentsmiðju í Austur-Lundúnum. Það var líka Murdoch sem lagði grunninn að evrópsku nútímaáskriftarsjónvarpi (og veðsetti fjölskylduheimilið í leiðinni) og átti stærstan þátt í því að enska knattspyrnan lagði heiminn að fótum sér sem dagskrárefni. Í seinni tíð hefur hann svo verið í fararbroddi tekjuöflunar fyrir vefmiðla, og var sá fyrsti sem þorði að setja greiðsluveggi á fréttasíður. Murdoch hefur aldrei óttast breytingar. Þvert á móti hefur hann reynt að sjá þær fyrir og lagt allt í sölurnar til að vera í lykilstöðu á umbrotatímum. Það er ástæða þess að hann hefur verið á toppnum í hálfa öld. Síðustu áratugir eru saga breytinga á fjölmiðlum. Þar er ekki einungis átt við tilkomu internetsins, heldur einnig annarrar nútímatækni á borð við upptökubúnað, snjallsíma, streymiþjónustu o.s.frv. Þessi bransi þróast svo hratt að fimm ára gamlir samningar við kvikmyndaver innihalda engin ákvæði um streymiþjónustu eða VOD – þessi hugtök voru hreinlega ekki til. Meira að segja sólarhringsfréttastöðvar á borð við CNN eða Sky, sem flestir taka nú sem sjálfsögðum hlut, eru einungis þrjátíu ára gamlar. Sumir segja að slíkar stöðvar verði brátt útdauðar, enda heyrir fréttaáhorf gegnum sjónvarp hjá yngstu aldurshópum fullorðinna nánast sögunni til. Þrjátíu ár eru ekki langur tími. Í ljósi sögunnar þótti stjórnarmanninum því athyglisvert að lesa að Apple væri nú að ráða blaðamenn til að starfa á svokölluðu Apple News Service, sem kunnugir segja að verði fréttauppflettiapp sem svipi til Google News. Munurinn er bara sá, að Apple ætlar ekki einungis að safna fréttum fjölmiðla, heldur einnig að framleiða eigin fréttir. Apple er sennilega það fyrirtæki sem mest áhrif hefur haft á atferli fólks undanfarin ár með því að kynna til leiks tæki, tól og hugbúnað sem fólk áður vissi ekki að það þyrfti á að halda. Því verður spennandi að sjá hvernig Apple tæklar fjölmiðlabransann. Ljóst er að keppinautar á þeim markaði þurfa að hafa augun opin, og vera reiðubúnir að breytast eða deyja.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
„Change or die“ er frasi sem oft á við í viðskiptum og líklega óvíða meira en á fjölmiðlamarkaði. Rupert Murdoch er sennilega mesti frumkvöðull á sviði fjölmiðlunar sem þekkst hefur. Það var Murdoch sem á sínum tíma gerði The Sun að mest lesna dagblaði Bretlands, og færði dagblaðaprentun úr spennitreyju verkalýðsfélaga og til nútímans með nýtísku prentsmiðju í Austur-Lundúnum. Það var líka Murdoch sem lagði grunninn að evrópsku nútímaáskriftarsjónvarpi (og veðsetti fjölskylduheimilið í leiðinni) og átti stærstan þátt í því að enska knattspyrnan lagði heiminn að fótum sér sem dagskrárefni. Í seinni tíð hefur hann svo verið í fararbroddi tekjuöflunar fyrir vefmiðla, og var sá fyrsti sem þorði að setja greiðsluveggi á fréttasíður. Murdoch hefur aldrei óttast breytingar. Þvert á móti hefur hann reynt að sjá þær fyrir og lagt allt í sölurnar til að vera í lykilstöðu á umbrotatímum. Það er ástæða þess að hann hefur verið á toppnum í hálfa öld. Síðustu áratugir eru saga breytinga á fjölmiðlum. Þar er ekki einungis átt við tilkomu internetsins, heldur einnig annarrar nútímatækni á borð við upptökubúnað, snjallsíma, streymiþjónustu o.s.frv. Þessi bransi þróast svo hratt að fimm ára gamlir samningar við kvikmyndaver innihalda engin ákvæði um streymiþjónustu eða VOD – þessi hugtök voru hreinlega ekki til. Meira að segja sólarhringsfréttastöðvar á borð við CNN eða Sky, sem flestir taka nú sem sjálfsögðum hlut, eru einungis þrjátíu ára gamlar. Sumir segja að slíkar stöðvar verði brátt útdauðar, enda heyrir fréttaáhorf gegnum sjónvarp hjá yngstu aldurshópum fullorðinna nánast sögunni til. Þrjátíu ár eru ekki langur tími. Í ljósi sögunnar þótti stjórnarmanninum því athyglisvert að lesa að Apple væri nú að ráða blaðamenn til að starfa á svokölluðu Apple News Service, sem kunnugir segja að verði fréttauppflettiapp sem svipi til Google News. Munurinn er bara sá, að Apple ætlar ekki einungis að safna fréttum fjölmiðla, heldur einnig að framleiða eigin fréttir. Apple er sennilega það fyrirtæki sem mest áhrif hefur haft á atferli fólks undanfarin ár með því að kynna til leiks tæki, tól og hugbúnað sem fólk áður vissi ekki að það þyrfti á að halda. Því verður spennandi að sjá hvernig Apple tæklar fjölmiðlabransann. Ljóst er að keppinautar á þeim markaði þurfa að hafa augun opin, og vera reiðubúnir að breytast eða deyja.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun