Hvers vegna stefndi BHM ríkinu? Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 23. júní 2015 00:00 BHM hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna laga nr. 31/2015 sem afgreidd voru á Alþingi 13. júní sl. Beiðni um flýtimeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur var samþykkt og málflutningur verður fyrir dómnum 3. júlí nk. Það gerist ekki á hverjum degi að stéttarfélög neyðist til að stefna ríkinu – sem í þessu tilviki er vinnuveitandi – fyrir dómstóla en ólög þau er Alþingi setti til að banna verkfallsaðgerðir félaga innan BHM gerðu það óhjákvæmilegt. Að mati BHM felur lagasetningin í sér ólögmætt inngrip í starfsemi BHM sem frjálsra og löglegra félagasamtaka. Lögin brjóti gegn 74. gr. Stjórnarskrárinnar og 11. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Þá brjóti þau einnig gegn samþykktum ILO og Félagsmálasáttmála Evrópu. Lagasetningin er að mati BHM reist á ómálefnalegum sjónarmiðum og að engu hafandi. Þar má fyrst benda á að inn í lögin eru skrifaðar forsendur niðurstöðu væntanlegs gerðardóms og þess vandlega gætt að ekki sé hægt að miða við kjarasamninga sem nýlega hafa verið gerðir við aðrar sambærilegar háskólamenntaðar stéttir, t.d. lækna og framhaldsskólakennara. BHM telur að því fari fjarri að verkfallsaðgerðir félaga innan vébanda þess hafi stofnað öryggi í hættu. Undanþágunefndir afgreiddu mörg hundruð beiðnir á meðan á verkfallsaðgerðum stóð, gagngert í því augnamiði að koma í veg fyrir að neyðarástand skapaðist. Ekki verður því séð að fullnægjandi rök hafi verið færð fyrir því að verkfallsaðgerðir félaga innan BHM hafi stefnt þessari þjónustu í hættu. Lögin eru lítið annað en gróf aðför að samnings- og verkfallsrétti háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna innan BHM. Og enn skal minnt á það að ríkisvaldið gerði ekkert til þess að afstýra verkfallsaðgerðum, né heldur gerði það tilraun til þess að mæta kröfum BHM á meðan 10 vikna langt verkfall stóð yfir. Það undirstrikar þær sýndarviðræður sem í gangi voru. Ríkið ber algjöra ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin. Það hefur skilað auðu sem vinnuveitandi þúsunda félagsmanna BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
BHM hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna laga nr. 31/2015 sem afgreidd voru á Alþingi 13. júní sl. Beiðni um flýtimeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur var samþykkt og málflutningur verður fyrir dómnum 3. júlí nk. Það gerist ekki á hverjum degi að stéttarfélög neyðist til að stefna ríkinu – sem í þessu tilviki er vinnuveitandi – fyrir dómstóla en ólög þau er Alþingi setti til að banna verkfallsaðgerðir félaga innan BHM gerðu það óhjákvæmilegt. Að mati BHM felur lagasetningin í sér ólögmætt inngrip í starfsemi BHM sem frjálsra og löglegra félagasamtaka. Lögin brjóti gegn 74. gr. Stjórnarskrárinnar og 11. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Þá brjóti þau einnig gegn samþykktum ILO og Félagsmálasáttmála Evrópu. Lagasetningin er að mati BHM reist á ómálefnalegum sjónarmiðum og að engu hafandi. Þar má fyrst benda á að inn í lögin eru skrifaðar forsendur niðurstöðu væntanlegs gerðardóms og þess vandlega gætt að ekki sé hægt að miða við kjarasamninga sem nýlega hafa verið gerðir við aðrar sambærilegar háskólamenntaðar stéttir, t.d. lækna og framhaldsskólakennara. BHM telur að því fari fjarri að verkfallsaðgerðir félaga innan vébanda þess hafi stofnað öryggi í hættu. Undanþágunefndir afgreiddu mörg hundruð beiðnir á meðan á verkfallsaðgerðum stóð, gagngert í því augnamiði að koma í veg fyrir að neyðarástand skapaðist. Ekki verður því séð að fullnægjandi rök hafi verið færð fyrir því að verkfallsaðgerðir félaga innan BHM hafi stefnt þessari þjónustu í hættu. Lögin eru lítið annað en gróf aðför að samnings- og verkfallsrétti háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna innan BHM. Og enn skal minnt á það að ríkisvaldið gerði ekkert til þess að afstýra verkfallsaðgerðum, né heldur gerði það tilraun til þess að mæta kröfum BHM á meðan 10 vikna langt verkfall stóð yfir. Það undirstrikar þær sýndarviðræður sem í gangi voru. Ríkið ber algjöra ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin. Það hefur skilað auðu sem vinnuveitandi þúsunda félagsmanna BHM.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun