Flóttafólkið yrði innikróað Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. júní 2015 08:00 Líbíska strandgæslan bjargaði í vetur 108 manns af þessum gúmmíbáti, sem var að sökkva skammt undan landi. nordicphotos/AFP Evrópusambandið ætlar að senda herlið til þess að ráðast gegn smyglurum, sem í æ stærri stíl hafa reynt að koma flóttafólki með ólöglegum hætti yfir Miðjarðarhafið til aðildarríkja sambandsins. Til að byrja með er ætlunin að leita uppi og eyðileggja báta og skip, sem notaðir eru til þess að smygla fólki yfir hafið. Megináherslan verður lögð á hafsvæði í sunnanverðu Miðjarðarhafinu, einkum út af ströndum Líbíu. Farið verður inn fyrir tólf mílna landhelgi Líbíu og flóttafólkið sent aftur í land. Þá er hugmyndin að senda hersveitir inn í Líbíu til að ráðast þar gegn smyglurum. „Með þessum aðgerðum erum við að ráðast gegn viðskiptahugmynd þeirra, sem hagnast á eymd förufólks,“ sagði Federica Mogherini, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins. Með þessu gefur Evrópusambandið samt þeim flóttamönnum, sem þegar eru komnir til Líbíu eða eru á leiðinni þangað, ekki minnsta gaum. Talið er að vígasveitirnar, sem hafa stór svæði í Líbíu á sínu valdi, rukki smyglarana um stórfé fyrir að veita flóttafólkinu húsaskjól og lágmarksöryggi meðan það bíður eftir fari yfir Miðjarðarhafið. Mogherini segir aðgerðirnar þó verða víðtækari og meðal annars verði leitað eftir samvinnu við stjórnvöld og stofnanir í Afríku: „Við í Evrópusambandinu erum staðráðin í að leggja okkar af mörkum til að bjarga mannslífum, rekja upp net þeirra sem smygla fólki og ráðast að meginrót fólksflutninganna.“ Enn er ekki búið að semja við stjórnvöld í Líbíu um leyfi til að fara inn í landhelgina, hvað þá heimild til að stunda þar landhernað. Sameinuðu þjóðirnar hafa sömuleiðis verið tregar til að heimila aðgerðirnar, en Evrópusambandið hefur reynt að fá stuðning úr þeirri átt. Einkum strandar þar á áhyggjum Sameinuðu þjóðanna af því að ekki sé verið að ráðast að rótum vandans heldur skilja flóttafólkið eftir innilokað í afar erfiðum aðstæðum. Það sem af er þessu ári hafa meira en 100 þúsund flóttamenn farið yfir Miðjarðarhafið til aðildarríkja Evrópusambandsins í von um hæli þar. Flestir þeirra hafa farið til Ítalíu og Grikklands. Um það bil tvö þúsund hafa drukknað í hafinu á leiðinni yfir. Flóttafólkið kemur flest frá Sýrlandi. Alls hafa um tólf milljónir Sýrlendinga hrakist að heiman frá sér eftir að borgarastyrjöldin þar í landi hófst fyrir meira en fjórum árum. Fjórum milljónum þeirra hefur tekist að flýja úr landi, en fæstir hafa komist lengra en til nágrannaríkjanna. Einungis lítlu broti hefur tekist að komast alla leið til Evrópu. Nýverið sendu Sameinuðu þjóðirnar frá sér skýrslu þar sem segir að frá lokum seinni heimsstyrjaldar hafi aldrei verið fleiri flóttamenn í heiminum. Þeir eru nú nærri 60 milljónir og hefur fjölgað um átta milljónir frá síðasta ári. Flóttamenn Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Evrópusambandið ætlar að senda herlið til þess að ráðast gegn smyglurum, sem í æ stærri stíl hafa reynt að koma flóttafólki með ólöglegum hætti yfir Miðjarðarhafið til aðildarríkja sambandsins. Til að byrja með er ætlunin að leita uppi og eyðileggja báta og skip, sem notaðir eru til þess að smygla fólki yfir hafið. Megináherslan verður lögð á hafsvæði í sunnanverðu Miðjarðarhafinu, einkum út af ströndum Líbíu. Farið verður inn fyrir tólf mílna landhelgi Líbíu og flóttafólkið sent aftur í land. Þá er hugmyndin að senda hersveitir inn í Líbíu til að ráðast þar gegn smyglurum. „Með þessum aðgerðum erum við að ráðast gegn viðskiptahugmynd þeirra, sem hagnast á eymd förufólks,“ sagði Federica Mogherini, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins. Með þessu gefur Evrópusambandið samt þeim flóttamönnum, sem þegar eru komnir til Líbíu eða eru á leiðinni þangað, ekki minnsta gaum. Talið er að vígasveitirnar, sem hafa stór svæði í Líbíu á sínu valdi, rukki smyglarana um stórfé fyrir að veita flóttafólkinu húsaskjól og lágmarksöryggi meðan það bíður eftir fari yfir Miðjarðarhafið. Mogherini segir aðgerðirnar þó verða víðtækari og meðal annars verði leitað eftir samvinnu við stjórnvöld og stofnanir í Afríku: „Við í Evrópusambandinu erum staðráðin í að leggja okkar af mörkum til að bjarga mannslífum, rekja upp net þeirra sem smygla fólki og ráðast að meginrót fólksflutninganna.“ Enn er ekki búið að semja við stjórnvöld í Líbíu um leyfi til að fara inn í landhelgina, hvað þá heimild til að stunda þar landhernað. Sameinuðu þjóðirnar hafa sömuleiðis verið tregar til að heimila aðgerðirnar, en Evrópusambandið hefur reynt að fá stuðning úr þeirri átt. Einkum strandar þar á áhyggjum Sameinuðu þjóðanna af því að ekki sé verið að ráðast að rótum vandans heldur skilja flóttafólkið eftir innilokað í afar erfiðum aðstæðum. Það sem af er þessu ári hafa meira en 100 þúsund flóttamenn farið yfir Miðjarðarhafið til aðildarríkja Evrópusambandsins í von um hæli þar. Flestir þeirra hafa farið til Ítalíu og Grikklands. Um það bil tvö þúsund hafa drukknað í hafinu á leiðinni yfir. Flóttafólkið kemur flest frá Sýrlandi. Alls hafa um tólf milljónir Sýrlendinga hrakist að heiman frá sér eftir að borgarastyrjöldin þar í landi hófst fyrir meira en fjórum árum. Fjórum milljónum þeirra hefur tekist að flýja úr landi, en fæstir hafa komist lengra en til nágrannaríkjanna. Einungis lítlu broti hefur tekist að komast alla leið til Evrópu. Nýverið sendu Sameinuðu þjóðirnar frá sér skýrslu þar sem segir að frá lokum seinni heimsstyrjaldar hafi aldrei verið fleiri flóttamenn í heiminum. Þeir eru nú nærri 60 milljónir og hefur fjölgað um átta milljónir frá síðasta ári.
Flóttamenn Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira