Truflandi mótmæli Skjóðan skrifar 24. júní 2015 10:30 Á sjálfan þjóðhátíðardaginn mætti fólk niður á Austurvöll til að mótmæla og trufla það sem fyrir broddborgurum, og þá sérstaklega þeim sem boðnir eru í herlegheitin, er heilög stund. Með hávaða, bumbuslætti og gjallarhornum var ríkisstjórn Íslands mótmælt á meðan forsetinn lagði blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar, forsætisráðherrann og fjallkonan fluttu ávörp og kórar sungu þjóðsönginn og ættjarðarlög. Bréfritari Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins getur ekki á heilum sér tekið. Hann segir mótmælendur engan rétt hafa til að trufla og eyðileggja hátíðarstund. Samferðamenn bréfritara til fyrirheitna landsins, sem oft hafa talað fyrir frelsi og gegn helsi, fullyrða nú að réttur fólks til að koma skoðunum sínum á framfæri þýði ekki að hver sem er megi segja skoðun sína hvar og hvenær sem er, heldur aðeins að ekki megi banna mönnum að tala alltaf og alls staðar. Það er auðvitað alveg ólíðandi að fólk sé með læti og uppástöndugheit þegar helstu ráðamenn og betri borgarar þessa lands koma saman ásamt fulltrúum erlendra ríkja til að minnast lýðveldisstofnunar. Slík mótmæli trufla og eyðileggja stundina fyrir þeim sem hennar vilja njóta. Löglega kjörin stjórnvöld heyra ekki í sjálfum sér fyrir látunum í mótmælendum. Vitanlega fer betur á því að mótmæli gegn stjórnvöldum fari fram þannig að þau trufli engan og þá alls ekki stjórnvöld. Í stað þess að trufla hátíðarstundir fyrir broddborgurum og erlendum sendimönnum færi betur á því að mótmæli gegn stjórnvöldum fari fram t.d. í gamla Kolaportinu undir Seðlabankanum milli kl. 2 og 4 að næturlagi, þegar enginn er að vinna í bankanum og lögmæt stjórnvöld sofa svefni hinna réttlátu. Einhverjir kvarta undan því að ómögulegt sé að átta sig á hverju verið er að mótmæla. Sumir mótmæla lagasetningu á löglega boðuð verkföll á meðan aðrir mótmæla tilraunum stjórnvalda til að afsala verðmætum þjóðarauðlindum varanlega til fárra. Einhverjir mótmæla slæmum kjörum aldraðra og öryrkja og aðrir því að matarverði sé haldið uppi með höftum í þágu úrelts landbúnaðarkerfis á kostnað neytenda. Svo eru það þeir sem mótmæla vegna þess að þrátt fyrir metnaðarfulla stöðugleikaáætlun hefur ríkisstjórninni mistekist að snúa af þeirri braut stöðnunar og lífskjaraskerðingar sem leitt hefur til þess að fólksflótti eykst nú á ný úr landi sem virðist ekki geta forgangsraðað í þágu heilbrigðisþjónustu og menntunar. Síðustu tveimur ríkisstjórnum hefur mistekist margt en báðum tekist vel að sameina ólíka þjóðfélagshópa í andstöðu við stjórnvöld. Auðvitað er það truflandi þegar fólk mætir til að mótmæla en eiga ekki mótmæli einmitt að trufla?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Á sjálfan þjóðhátíðardaginn mætti fólk niður á Austurvöll til að mótmæla og trufla það sem fyrir broddborgurum, og þá sérstaklega þeim sem boðnir eru í herlegheitin, er heilög stund. Með hávaða, bumbuslætti og gjallarhornum var ríkisstjórn Íslands mótmælt á meðan forsetinn lagði blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar, forsætisráðherrann og fjallkonan fluttu ávörp og kórar sungu þjóðsönginn og ættjarðarlög. Bréfritari Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins getur ekki á heilum sér tekið. Hann segir mótmælendur engan rétt hafa til að trufla og eyðileggja hátíðarstund. Samferðamenn bréfritara til fyrirheitna landsins, sem oft hafa talað fyrir frelsi og gegn helsi, fullyrða nú að réttur fólks til að koma skoðunum sínum á framfæri þýði ekki að hver sem er megi segja skoðun sína hvar og hvenær sem er, heldur aðeins að ekki megi banna mönnum að tala alltaf og alls staðar. Það er auðvitað alveg ólíðandi að fólk sé með læti og uppástöndugheit þegar helstu ráðamenn og betri borgarar þessa lands koma saman ásamt fulltrúum erlendra ríkja til að minnast lýðveldisstofnunar. Slík mótmæli trufla og eyðileggja stundina fyrir þeim sem hennar vilja njóta. Löglega kjörin stjórnvöld heyra ekki í sjálfum sér fyrir látunum í mótmælendum. Vitanlega fer betur á því að mótmæli gegn stjórnvöldum fari fram þannig að þau trufli engan og þá alls ekki stjórnvöld. Í stað þess að trufla hátíðarstundir fyrir broddborgurum og erlendum sendimönnum færi betur á því að mótmæli gegn stjórnvöldum fari fram t.d. í gamla Kolaportinu undir Seðlabankanum milli kl. 2 og 4 að næturlagi, þegar enginn er að vinna í bankanum og lögmæt stjórnvöld sofa svefni hinna réttlátu. Einhverjir kvarta undan því að ómögulegt sé að átta sig á hverju verið er að mótmæla. Sumir mótmæla lagasetningu á löglega boðuð verkföll á meðan aðrir mótmæla tilraunum stjórnvalda til að afsala verðmætum þjóðarauðlindum varanlega til fárra. Einhverjir mótmæla slæmum kjörum aldraðra og öryrkja og aðrir því að matarverði sé haldið uppi með höftum í þágu úrelts landbúnaðarkerfis á kostnað neytenda. Svo eru það þeir sem mótmæla vegna þess að þrátt fyrir metnaðarfulla stöðugleikaáætlun hefur ríkisstjórninni mistekist að snúa af þeirri braut stöðnunar og lífskjaraskerðingar sem leitt hefur til þess að fólksflótti eykst nú á ný úr landi sem virðist ekki geta forgangsraðað í þágu heilbrigðisþjónustu og menntunar. Síðustu tveimur ríkisstjórnum hefur mistekist margt en báðum tekist vel að sameina ólíka þjóðfélagshópa í andstöðu við stjórnvöld. Auðvitað er það truflandi þegar fólk mætir til að mótmæla en eiga ekki mótmæli einmitt að trufla?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira