Verðlaunaknapi féll aftur á lyfjaprófi Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júní 2015 07:00 Þorvaldur Árni féll tvisvar á lyfjaprófi á rúmu einu ári. Mynd/Hestafréttir Verðlaunaknapinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson féll á lyfjaprófi sem hann undirgekkst í maí, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta er í annað sinn á rúmu ári sem Þorvaldur fellur á lyfjaprófi, en hann var úrskurðaður í keppnisbann á síðasta ári þegar amfetamín fannst í lífsýni hans 6. mars. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, vildi ekki staðfesta við Fréttablaðið í gær að Þorvaldur Árni hefði fallið, en sagði hann hafa verið tekinn í lyfjapróf í maí. „Niðurstaðan í þessu máli liggur fyrir fyrir helgi og þá verða næstu skref ákveðin,“ sagði Skúli við Fréttablaðið. Blaðamaður hafði samband við Þorvald Árna sem vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.Amfetamín fannst í lífsýni knapans í fyrra og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um sama eða sambærilegt efni að ræða að þessu sinni. Þorvaldur Árni slapp með skrekkinn í fyrra þegar hann var aðeins úrskurðaður í þriggja mánaða keppnisbann. Það bann var svo stytt niður í einn mánuð af áfrýjunardómstóli ÍSÍ sem mörgum þótti furðulegt. Banninu lauk daginn fyrir Landsmót hestamanna í fyrra, stærsta hestamót ársins. „Því miður finnst mér frekar vægt tekið á málum sem mér þykja alvarleg. Ég óttast það svolítið ef þetta er viðhorfið gagnvart notkun á slíkum efnum,“ sagði Skúli Skúlason við Vísi í fyrra, en formaður lyfjaráðs var þá uggandi yfir stuttu banni knapans. Sjálfum þótti Þorvaldi þriggja mánaða refsingin hörð og áfrýjaði því til áfrýjunardómstólsins. Fordæmi eru fyrir tveggja ára banni vegna fíkniefnanotkunar. „Ég harma mjög þau mistök mín að hafa brotið lög ÍSÍ um lyfjamál og hef einsett mér að læra af þessum mistökum þannig að slíkt gerist aldrei aftur,“ sagði Þorvaldur Árni Þorvaldsson í yfirlýsingu sem hann gaf út í júní í fyrra. Aðrar íþróttir Hestar Tengdar fréttir Tengdasonurinn fær bikarinn Sigurbjörn Bárðarson neyðist til þess að afhenda Meistaradeildar bikarinn sinn til Árna Björns Pálssonar, tengdasonar síns, eftir að stjórn Meistaradeildarinnar fékk niðurstöðu ÍSÍ úr máli Þorvaldar Árna Þorvaldssonar til sín. 24. júní 2014 14:40 Segir amfetamínið ekki haft nein áhrif á árangurinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson, knapi, iðrast mjög að hafa brotið lög ÍSÍ um ólöglega lyfjanotkun. 20. júní 2014 14:06 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Verðlaunaknapinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson féll á lyfjaprófi sem hann undirgekkst í maí, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta er í annað sinn á rúmu ári sem Þorvaldur fellur á lyfjaprófi, en hann var úrskurðaður í keppnisbann á síðasta ári þegar amfetamín fannst í lífsýni hans 6. mars. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, vildi ekki staðfesta við Fréttablaðið í gær að Þorvaldur Árni hefði fallið, en sagði hann hafa verið tekinn í lyfjapróf í maí. „Niðurstaðan í þessu máli liggur fyrir fyrir helgi og þá verða næstu skref ákveðin,“ sagði Skúli við Fréttablaðið. Blaðamaður hafði samband við Þorvald Árna sem vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.Amfetamín fannst í lífsýni knapans í fyrra og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um sama eða sambærilegt efni að ræða að þessu sinni. Þorvaldur Árni slapp með skrekkinn í fyrra þegar hann var aðeins úrskurðaður í þriggja mánaða keppnisbann. Það bann var svo stytt niður í einn mánuð af áfrýjunardómstóli ÍSÍ sem mörgum þótti furðulegt. Banninu lauk daginn fyrir Landsmót hestamanna í fyrra, stærsta hestamót ársins. „Því miður finnst mér frekar vægt tekið á málum sem mér þykja alvarleg. Ég óttast það svolítið ef þetta er viðhorfið gagnvart notkun á slíkum efnum,“ sagði Skúli Skúlason við Vísi í fyrra, en formaður lyfjaráðs var þá uggandi yfir stuttu banni knapans. Sjálfum þótti Þorvaldi þriggja mánaða refsingin hörð og áfrýjaði því til áfrýjunardómstólsins. Fordæmi eru fyrir tveggja ára banni vegna fíkniefnanotkunar. „Ég harma mjög þau mistök mín að hafa brotið lög ÍSÍ um lyfjamál og hef einsett mér að læra af þessum mistökum þannig að slíkt gerist aldrei aftur,“ sagði Þorvaldur Árni Þorvaldsson í yfirlýsingu sem hann gaf út í júní í fyrra.
Aðrar íþróttir Hestar Tengdar fréttir Tengdasonurinn fær bikarinn Sigurbjörn Bárðarson neyðist til þess að afhenda Meistaradeildar bikarinn sinn til Árna Björns Pálssonar, tengdasonar síns, eftir að stjórn Meistaradeildarinnar fékk niðurstöðu ÍSÍ úr máli Þorvaldar Árna Þorvaldssonar til sín. 24. júní 2014 14:40 Segir amfetamínið ekki haft nein áhrif á árangurinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson, knapi, iðrast mjög að hafa brotið lög ÍSÍ um ólöglega lyfjanotkun. 20. júní 2014 14:06 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Tengdasonurinn fær bikarinn Sigurbjörn Bárðarson neyðist til þess að afhenda Meistaradeildar bikarinn sinn til Árna Björns Pálssonar, tengdasonar síns, eftir að stjórn Meistaradeildarinnar fékk niðurstöðu ÍSÍ úr máli Þorvaldar Árna Þorvaldssonar til sín. 24. júní 2014 14:40
Segir amfetamínið ekki haft nein áhrif á árangurinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson, knapi, iðrast mjög að hafa brotið lög ÍSÍ um ólöglega lyfjanotkun. 20. júní 2014 14:06