Þunnur þrettándi í Hallgrímskirkju Jónas Sen skrifar 25. júní 2015 13:00 Tónlist Davíð Þór Jónsson og Skúli Sverrisson impróvíseruðu í Hallgrímskirkju Reykjavík Midsummer Music laugardaginn 20. júní Ég fór á kammerhátíðina Reykjavík Midsummer Music um helgina. Flytjendurnir voru allir í fremstu röð og verkefnavalið var einstaklega áhugavert. Víkingur Heiðar Ólafsson var listrænn stjórnandi hátíðarinnar og ástríða hans og þekking á tónlist skein í gegn. Eitt af því sem var svo skemmtilegt við hátíðina var að bæði voru þarna misgömul tónverk sem hafa staðist tímans tönn, og svo fékk tilraunamennska veglegan sess í dagskránni. Auðvitað heppnast tilraunir ekki alltaf, en lífið væri svo sannarlega aumt ef maður þyrði aldrei að taka áhættu. Á laugardaginn komu tveir snillingar fram í Hallgrímskirkju, þeir Skúli Sverrisson á rafmagnsbassa og Davíð Þór Jónsson píanóleikari og altmuligmand. Davíð spilaði á stærsta hljóðfæri landsins, Klais-orgelið svonefnda. Báðir tónlistarmennirnir eru vanir því að leika af fingrum fram, og það var einmitt það sem þeir ætluðu að gera nú. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar, það er ekki langt síðan Davíð og fiðluleikarinn Pekka Kuusisto göldruðu fram þvílíkan tónaseið að lengi verður í minnum haft. En spuninn í Hallgrímskirkju var þunnur þrettándi. Upphafshendingarnar í orgelinu voru ekki bitastæðar og þær urðu aldrei að neinu markverðu. Bassaleikur Skúla var líka undarlega einhæfur, aðallega einhvers konar drunur sem urðu fljótt leiðigjarnar. Hugsanlega hafði Davíð Þór ekki gefið sér nægilegan tíma til að kynnast orgelinu og möguleikum þess. Þeir eru gríðarlega fjölbreyttir, það eru ekki orðin tóm að orgelið (og þá sérstaklega voldugt orgel Hallgrímskirkju) er kallað drottning hljóðfæranna. Orgelleikarar eru almennt þjálfaðir í að leika af fingrum fram; ég hef heyrt undursamlega spuna í þarna í kirkjunni. Spuninn nú var hins vegar óttaleg flatneskja; fæstar af hinum fjölmörgu röddum orgelsins fengu að njóta sín. Og rödd bassans hafði lítið að segja. Þetta voru vonbrigði.Niðurstaða: Tveir frábærir listamenn náðu aldrei almennilega saman og spuninn sem þeir báru á borð einkenndist af hugmyndafátækt. Gagnrýni Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist Davíð Þór Jónsson og Skúli Sverrisson impróvíseruðu í Hallgrímskirkju Reykjavík Midsummer Music laugardaginn 20. júní Ég fór á kammerhátíðina Reykjavík Midsummer Music um helgina. Flytjendurnir voru allir í fremstu röð og verkefnavalið var einstaklega áhugavert. Víkingur Heiðar Ólafsson var listrænn stjórnandi hátíðarinnar og ástríða hans og þekking á tónlist skein í gegn. Eitt af því sem var svo skemmtilegt við hátíðina var að bæði voru þarna misgömul tónverk sem hafa staðist tímans tönn, og svo fékk tilraunamennska veglegan sess í dagskránni. Auðvitað heppnast tilraunir ekki alltaf, en lífið væri svo sannarlega aumt ef maður þyrði aldrei að taka áhættu. Á laugardaginn komu tveir snillingar fram í Hallgrímskirkju, þeir Skúli Sverrisson á rafmagnsbassa og Davíð Þór Jónsson píanóleikari og altmuligmand. Davíð spilaði á stærsta hljóðfæri landsins, Klais-orgelið svonefnda. Báðir tónlistarmennirnir eru vanir því að leika af fingrum fram, og það var einmitt það sem þeir ætluðu að gera nú. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar, það er ekki langt síðan Davíð og fiðluleikarinn Pekka Kuusisto göldruðu fram þvílíkan tónaseið að lengi verður í minnum haft. En spuninn í Hallgrímskirkju var þunnur þrettándi. Upphafshendingarnar í orgelinu voru ekki bitastæðar og þær urðu aldrei að neinu markverðu. Bassaleikur Skúla var líka undarlega einhæfur, aðallega einhvers konar drunur sem urðu fljótt leiðigjarnar. Hugsanlega hafði Davíð Þór ekki gefið sér nægilegan tíma til að kynnast orgelinu og möguleikum þess. Þeir eru gríðarlega fjölbreyttir, það eru ekki orðin tóm að orgelið (og þá sérstaklega voldugt orgel Hallgrímskirkju) er kallað drottning hljóðfæranna. Orgelleikarar eru almennt þjálfaðir í að leika af fingrum fram; ég hef heyrt undursamlega spuna í þarna í kirkjunni. Spuninn nú var hins vegar óttaleg flatneskja; fæstar af hinum fjölmörgu röddum orgelsins fengu að njóta sín. Og rödd bassans hafði lítið að segja. Þetta voru vonbrigði.Niðurstaða: Tveir frábærir listamenn náðu aldrei almennilega saman og spuninn sem þeir báru á borð einkenndist af hugmyndafátækt.
Gagnrýni Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira