Að kíkja undir húddið Stjórnarmaðurinn skrifar 1. júlí 2015 09:45 Fjölmiðlar fjölluðu á dögunum um hlutafjáraukningu hjá Lauf Forks sem framleiðir gaffla fyrir fjallahjól. Fram kom að aukningin næmi hundrað milljónum króna og að féð yrði notað til aukinnar markaðssóknar og vöruþróunar. Lauf forks er alvöru nýsköpunarfyrirtæki sem hefur selt og framleitt að eigin sögn léttasta reiðhjólagaffal í heimi. Félagið selur nú til söluaðila í um það bil þrjátíu löndum, auk þess að selja beint til keppnisliða og einstaklinga. Við þetta bætist að stofnendur eru ekki bara sprengmenntaðir á sviði iðnhönnunar og verkfræði, heldur augljóslega einnig miklir hjólaáhugamenn. Fyrir utanaðkomandi virðist því svo sem þarna fari saman bæði kunnátta og brennandi áhugi á viðfangsefninu. Lauf Forks er með öðrum orðum einkar áhugavert félag. Því voru nokkur vonbrigði fyrir áhugasama að lesa fréttir af hlutafjáraukningunni. Engin tilraun var gerð á neinum miðli til að setja hana í samhengi, eða til að spyrja lykilspurninga. Hvað voru margir hlutir seldir í aukningunni, og hver var þar af leiðandi verðmiði félagsins í viðskiptunum? Hverjir keyptu hlutafé, voru það fyrri hluthafar eða komu nýir að borðinu? Þynntist eignarhlutur stofnendanna út eða halda þeir sínu? Hvað hefur mikið fé verið sett inn í félagið frá stofnun? Því miður er þetta of algengt í umfjöllun íslenskra fjölmiðla um viðskipti. Efnahagsfréttir taka allt plássið en þegar kemur að málefnum fyrirtækjanna sjálfra eru fréttatilkynningar étnar upp hráar og engin tilraun gerð til að skyggnast bak við tjöldin. Hvort um er að kenna áhuga- eða kunnáttuleysi skal ósagt látið, en eitt er ljóst að eftirspurn hlýtur að vera eftir öflugri umfjöllun um málefni stórra og smárra fyrirtækja í landinu.Að berjast fyrir vondum málstað Leigubílstjórar í París og víðar í Frakklandi stóðu nýverið fyrir miklum mótmælum vegna starfsemi Uber í landinu. Fyrir þá sem ekki vita þá er Uber snjallforrit sem tengir leigubílstjóra og farþega saman milliliðalaust. Uber er allt í senn hentugra, ódýrara, sveigjanlegra og öruggara en hefðbundnir leigubílar í stórborgum. Bílstjórinn kemur þegar þú vilt, þú sérð framgang hans á gagnvirku korti og bílaflotinn er nýr og öruggur. Með öðrum orðum, allt sem hefðbundin leigubílaþjónusta er ekki. Vitaskuld er skiljanlegt að menn berjist fyrir lífsviðurværi sínu. Málstaðurinn er hins vegar ekki góður ef verið er að berjast gegn betri og ódýrari þjónustu. Nær væri að taka til í eigin ranni.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Fjölmiðlar fjölluðu á dögunum um hlutafjáraukningu hjá Lauf Forks sem framleiðir gaffla fyrir fjallahjól. Fram kom að aukningin næmi hundrað milljónum króna og að féð yrði notað til aukinnar markaðssóknar og vöruþróunar. Lauf forks er alvöru nýsköpunarfyrirtæki sem hefur selt og framleitt að eigin sögn léttasta reiðhjólagaffal í heimi. Félagið selur nú til söluaðila í um það bil þrjátíu löndum, auk þess að selja beint til keppnisliða og einstaklinga. Við þetta bætist að stofnendur eru ekki bara sprengmenntaðir á sviði iðnhönnunar og verkfræði, heldur augljóslega einnig miklir hjólaáhugamenn. Fyrir utanaðkomandi virðist því svo sem þarna fari saman bæði kunnátta og brennandi áhugi á viðfangsefninu. Lauf Forks er með öðrum orðum einkar áhugavert félag. Því voru nokkur vonbrigði fyrir áhugasama að lesa fréttir af hlutafjáraukningunni. Engin tilraun var gerð á neinum miðli til að setja hana í samhengi, eða til að spyrja lykilspurninga. Hvað voru margir hlutir seldir í aukningunni, og hver var þar af leiðandi verðmiði félagsins í viðskiptunum? Hverjir keyptu hlutafé, voru það fyrri hluthafar eða komu nýir að borðinu? Þynntist eignarhlutur stofnendanna út eða halda þeir sínu? Hvað hefur mikið fé verið sett inn í félagið frá stofnun? Því miður er þetta of algengt í umfjöllun íslenskra fjölmiðla um viðskipti. Efnahagsfréttir taka allt plássið en þegar kemur að málefnum fyrirtækjanna sjálfra eru fréttatilkynningar étnar upp hráar og engin tilraun gerð til að skyggnast bak við tjöldin. Hvort um er að kenna áhuga- eða kunnáttuleysi skal ósagt látið, en eitt er ljóst að eftirspurn hlýtur að vera eftir öflugri umfjöllun um málefni stórra og smárra fyrirtækja í landinu.Að berjast fyrir vondum málstað Leigubílstjórar í París og víðar í Frakklandi stóðu nýverið fyrir miklum mótmælum vegna starfsemi Uber í landinu. Fyrir þá sem ekki vita þá er Uber snjallforrit sem tengir leigubílstjóra og farþega saman milliliðalaust. Uber er allt í senn hentugra, ódýrara, sveigjanlegra og öruggara en hefðbundnir leigubílar í stórborgum. Bílstjórinn kemur þegar þú vilt, þú sérð framgang hans á gagnvirku korti og bílaflotinn er nýr og öruggur. Með öðrum orðum, allt sem hefðbundin leigubílaþjónusta er ekki. Vitaskuld er skiljanlegt að menn berjist fyrir lífsviðurværi sínu. Málstaðurinn er hins vegar ekki góður ef verið er að berjast gegn betri og ódýrari þjónustu. Nær væri að taka til í eigin ranni.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira