Þær auðvitað bara bráðnuðu báðar tvær Magnús Guðmundsson skrifar 2. júlí 2015 10:00 Jón Sigurðsson með langspil sem hann hefur smíðað. Visir/Pjetur Á Þingeyri er fallegt og skemmtilegt hljóðfærasafn sem rekið er af Jóni Sigurðssyni. Jón segist hafa byrjað með safnið fyrir um þremur til fjórum árum í bílskúrnum heima, en sökum vaxtar og viðgangs hafi hann nú flutt safnið í húsnæði við Hafnarstræti. Jón hefur einnig verið að fást við hljóðfærasmíði á liðnum árum og er íslenska langspilið þar langvinsælast. „Ég hef verið að smíða langspil núna í nokkur ár. Ég er ekki menntaður hljóðfærasmiður en hef þó verið að fikra mig áfram og smíðað töluvert af þessu. Langspilið selst vel og það koma pantanir frá Íslendingum og svo talsvert frá útlöndum líka. Íslendingarnir eru flestir tónlistarmenn með áhuga á þjóðlagatónlist en útlendingarnir eru margir hverjir safnarar.“ Jón smíðaði fyrst langspil 2003 eftir pöntun frá eistneskum tónlistarkennara sem var þá starfandi á Þingeyri. „Ég smíðaði fyrir hann en var kannski ekkert sérstaklega ánægður með það hljóðfæri svo ég hélt áfram að smíða. Smíðaði fleiri og fleiri langspil og þetta þróaðist töluvert. Ólafur Arnalds fékk svo tónlistarverðlaun frá STEFi og fékk langspil frá mér í verðlaun og það vakti mikinn áhuga.“Hljóðfærasafnið á Þingeyri.Visir/PjeturLangspilið er íslenskt hljóðfæri frá átjándu öldinni en íslenska fiðlan var undanfari þess. Jón hefur einnig aðeins fengist við að smíða íslenskar fiðlur en langspilið er þó vinsælast af því sem hann er að smíða. „Það er minna vitað um íslensku fiðluna en hún var afar einfalt hljóðfæri og kannski er það ástæðan fyrir því að áhuginn er minni. Langspilið er líka þróaðri útgáfa og það er auðvelt að ná tökum á langspilinu fyrir þá sem hafa eitthvað örlítið fengist við tónlist. Langspilið er látið liggja á borði eða hnjám og svo er spilað með boga. Það er spilaður einn undirtónn og svo er melódíustrengur. En það má geta þess að þetta hljóðfæri var gríðarlega vinsælt á íslenskum heimilum um miðja nítjándu öld og þau hljóðfæri voru mörg hver heimasmíðuð. En svo hef ég líka náð góðum tökum á að smíða fleiri hljóðfæri og það má kynna sér það nánar á heimasíðunni minni langspil.weebly.com og þar er líka hægt að leggja inn pantanir.“Geena Davis og sonur páruðu í gestabók Hljóðfærasafnsins.Visir/PjeturJón segir að hljóðfærasmíðin sé skemmtileg vinna en til þess að ná að reka hljóðfærasafnið samhliða smíðinni fái hann aðstoð frá systur sinni og móður við að vera á safnavaktinni. „Það er heilmikið rennerí í safnið og þá ekki síst útlendingar sem eru forvitnir um þessi gömlu íslensku hljóðfæri. Okkur hlotnaðist sá heiður fyrir skömmu að Geena Davis kom í heimsókn á safnið og þá voru mamma og systir mín einmitt á vaktinni. Þær auðvitað bráðnuðu nú bara báðar tvær enda engin smá stjarna sem kíkti við þann daginn.“ Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Á Þingeyri er fallegt og skemmtilegt hljóðfærasafn sem rekið er af Jóni Sigurðssyni. Jón segist hafa byrjað með safnið fyrir um þremur til fjórum árum í bílskúrnum heima, en sökum vaxtar og viðgangs hafi hann nú flutt safnið í húsnæði við Hafnarstræti. Jón hefur einnig verið að fást við hljóðfærasmíði á liðnum árum og er íslenska langspilið þar langvinsælast. „Ég hef verið að smíða langspil núna í nokkur ár. Ég er ekki menntaður hljóðfærasmiður en hef þó verið að fikra mig áfram og smíðað töluvert af þessu. Langspilið selst vel og það koma pantanir frá Íslendingum og svo talsvert frá útlöndum líka. Íslendingarnir eru flestir tónlistarmenn með áhuga á þjóðlagatónlist en útlendingarnir eru margir hverjir safnarar.“ Jón smíðaði fyrst langspil 2003 eftir pöntun frá eistneskum tónlistarkennara sem var þá starfandi á Þingeyri. „Ég smíðaði fyrir hann en var kannski ekkert sérstaklega ánægður með það hljóðfæri svo ég hélt áfram að smíða. Smíðaði fleiri og fleiri langspil og þetta þróaðist töluvert. Ólafur Arnalds fékk svo tónlistarverðlaun frá STEFi og fékk langspil frá mér í verðlaun og það vakti mikinn áhuga.“Hljóðfærasafnið á Þingeyri.Visir/PjeturLangspilið er íslenskt hljóðfæri frá átjándu öldinni en íslenska fiðlan var undanfari þess. Jón hefur einnig aðeins fengist við að smíða íslenskar fiðlur en langspilið er þó vinsælast af því sem hann er að smíða. „Það er minna vitað um íslensku fiðluna en hún var afar einfalt hljóðfæri og kannski er það ástæðan fyrir því að áhuginn er minni. Langspilið er líka þróaðri útgáfa og það er auðvelt að ná tökum á langspilinu fyrir þá sem hafa eitthvað örlítið fengist við tónlist. Langspilið er látið liggja á borði eða hnjám og svo er spilað með boga. Það er spilaður einn undirtónn og svo er melódíustrengur. En það má geta þess að þetta hljóðfæri var gríðarlega vinsælt á íslenskum heimilum um miðja nítjándu öld og þau hljóðfæri voru mörg hver heimasmíðuð. En svo hef ég líka náð góðum tökum á að smíða fleiri hljóðfæri og það má kynna sér það nánar á heimasíðunni minni langspil.weebly.com og þar er líka hægt að leggja inn pantanir.“Geena Davis og sonur páruðu í gestabók Hljóðfærasafnsins.Visir/PjeturJón segir að hljóðfærasmíðin sé skemmtileg vinna en til þess að ná að reka hljóðfærasafnið samhliða smíðinni fái hann aðstoð frá systur sinni og móður við að vera á safnavaktinni. „Það er heilmikið rennerí í safnið og þá ekki síst útlendingar sem eru forvitnir um þessi gömlu íslensku hljóðfæri. Okkur hlotnaðist sá heiður fyrir skömmu að Geena Davis kom í heimsókn á safnið og þá voru mamma og systir mín einmitt á vaktinni. Þær auðvitað bráðnuðu nú bara báðar tvær enda engin smá stjarna sem kíkti við þann daginn.“
Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira