Utan vallar: Stóra sviðið bíður eftir frumsýningu Gunnars Nelson í Bandaríkjunum Henry Birgir Gunnarsson í Las Vegas skrifar 8. júlí 2015 06:30 Vísir/Getty Gunnar Nelson fær gullið tækifæri til þess að stimpla sig inn með látum í Bandaríkjunum á laugardag er hann þreytir frumraun sína í UFC hér í landi. Þá mætir hann heimamanninum Brandon Thatch í bardaga sem fyrir fram er talinn vera afar jafn. UFC-kvöldið á laugardag er það stærsta á árinu hjá UFC og það stærsta frá upphafi að mati margra. Barist verður um tvo titla og aðrir bardagar kvöldsins eru heldur ekkert slor. Stjarna kvöldsins og aðalaðdráttaraflið er Írinn kjaftfori Conor McGregor. Hann er mikill Íslandsvinur. Æfði hjá Mjölni og er æfingafélagi Gunnars. Þeir búa saman í stórri villu hér rétt fyrir utan Las Vegas og hafa æft saman síðasta mánuðinn. Svo mikla trú hafa forráðamenn UFC á Gunnari að þeir settu bardaga hans sem einn af aðalbardögum kvöldsins. Bardagi hans er fjórði síðasti bardagi kvöldsins. Það er gríðarleg viðurkenning fyrir okkar mann sem vonandi nýtir tækifærið vel. Það vilja allir bardagakappar í UFC vera með á þessu kvöldi en aðeins útvaldir fá að keppa. Hinir koma á svæðið og hitta aðdáendur víða um bæ og reyna að minna á sig. Í kringum þetta bardagakvöld er mikil dagskrá sem hófst í gær og mun standa út sunnudag. Þetta er „Super Bowl“ vika þeirra UFC-manna. Það verða alls konar uppákomur alla vikuna og svo ráðstefna þar sem hægt verður að hitta stjörnurnar og gera margt annað skemmtilegt. Mikil upplifun fyrir alla sem hingað koma í vikunni. Hér í Las Vegas er allt af annarri stærðargráðu en fólk á almennt að venjast og fjölmiðlaáhuginn er gríðarlegur. Allir stærstu viðburðirnir fara fram á MGM Grand-hótelinu og bardagakvöldið í MGM Grand Garden Arena. Það er sögufrægur salur þar sem allir stærstu boxbardagar síðustu ára hafa farið fram. Þar börðust meðal annars Floyd Mayweather og Manny Pacqiuao á dögunum. Salurinn tekur um 17 þúsund manns í sæti og komast færri að en vilja. Miðarnir voru líka ekkert ódýrir en á dögunum var verið að selja dýrustu miðana á yfir 300 þúsund krónur. Þetta verður magnaður viðburður sem enginn ætti að missa af.Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is. MMA Pistillinn Tengdar fréttir Þetta er maðurinn sem mætir Gunnari Nelson Greining á Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem mætir Gunnari Nelson á stærsta bardagakvöldi ársins á laugardaginn. 7. júlí 2015 17:15 Conor: Íslendingum er alveg sama Gunnar Nelson nennti ekki að virða fyrir sér flugeldasýningu á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. 7. júlí 2015 00:01 Vísir kominn til Vegas Það styttist í stærsta bardagakvöld ársins í UFC og Vísir mun fylgjast með í Las Vegas alla vikuna. 7. júlí 2015 19:30 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Gunnar Nelson fær gullið tækifæri til þess að stimpla sig inn með látum í Bandaríkjunum á laugardag er hann þreytir frumraun sína í UFC hér í landi. Þá mætir hann heimamanninum Brandon Thatch í bardaga sem fyrir fram er talinn vera afar jafn. UFC-kvöldið á laugardag er það stærsta á árinu hjá UFC og það stærsta frá upphafi að mati margra. Barist verður um tvo titla og aðrir bardagar kvöldsins eru heldur ekkert slor. Stjarna kvöldsins og aðalaðdráttaraflið er Írinn kjaftfori Conor McGregor. Hann er mikill Íslandsvinur. Æfði hjá Mjölni og er æfingafélagi Gunnars. Þeir búa saman í stórri villu hér rétt fyrir utan Las Vegas og hafa æft saman síðasta mánuðinn. Svo mikla trú hafa forráðamenn UFC á Gunnari að þeir settu bardaga hans sem einn af aðalbardögum kvöldsins. Bardagi hans er fjórði síðasti bardagi kvöldsins. Það er gríðarleg viðurkenning fyrir okkar mann sem vonandi nýtir tækifærið vel. Það vilja allir bardagakappar í UFC vera með á þessu kvöldi en aðeins útvaldir fá að keppa. Hinir koma á svæðið og hitta aðdáendur víða um bæ og reyna að minna á sig. Í kringum þetta bardagakvöld er mikil dagskrá sem hófst í gær og mun standa út sunnudag. Þetta er „Super Bowl“ vika þeirra UFC-manna. Það verða alls konar uppákomur alla vikuna og svo ráðstefna þar sem hægt verður að hitta stjörnurnar og gera margt annað skemmtilegt. Mikil upplifun fyrir alla sem hingað koma í vikunni. Hér í Las Vegas er allt af annarri stærðargráðu en fólk á almennt að venjast og fjölmiðlaáhuginn er gríðarlegur. Allir stærstu viðburðirnir fara fram á MGM Grand-hótelinu og bardagakvöldið í MGM Grand Garden Arena. Það er sögufrægur salur þar sem allir stærstu boxbardagar síðustu ára hafa farið fram. Þar börðust meðal annars Floyd Mayweather og Manny Pacqiuao á dögunum. Salurinn tekur um 17 þúsund manns í sæti og komast færri að en vilja. Miðarnir voru líka ekkert ódýrir en á dögunum var verið að selja dýrustu miðana á yfir 300 þúsund krónur. Þetta verður magnaður viðburður sem enginn ætti að missa af.Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is.
MMA Pistillinn Tengdar fréttir Þetta er maðurinn sem mætir Gunnari Nelson Greining á Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem mætir Gunnari Nelson á stærsta bardagakvöldi ársins á laugardaginn. 7. júlí 2015 17:15 Conor: Íslendingum er alveg sama Gunnar Nelson nennti ekki að virða fyrir sér flugeldasýningu á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. 7. júlí 2015 00:01 Vísir kominn til Vegas Það styttist í stærsta bardagakvöld ársins í UFC og Vísir mun fylgjast með í Las Vegas alla vikuna. 7. júlí 2015 19:30 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Þetta er maðurinn sem mætir Gunnari Nelson Greining á Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem mætir Gunnari Nelson á stærsta bardagakvöldi ársins á laugardaginn. 7. júlí 2015 17:15
Conor: Íslendingum er alveg sama Gunnar Nelson nennti ekki að virða fyrir sér flugeldasýningu á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. 7. júlí 2015 00:01
Vísir kominn til Vegas Það styttist í stærsta bardagakvöld ársins í UFC og Vísir mun fylgjast með í Las Vegas alla vikuna. 7. júlí 2015 19:30