Juncker vill tillögur á föstudagsmorgun Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. júlí 2015 07:00 Forsætisráðherrar ríkja Evrusvæðisins funduðu um nýja neyðaraðstoð fyrir Grikkland í gærkvöldi. nordicphotos/afp Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, sótti í gær leiðtogafund ríkja Evrusvæðisins þar sem hann sóttist eftir nýjum samningi um neyðaraðstoð fyrir gríska ríkið. Sú aðstoð myndi verða háð ströngum skilmálum um breytingar á ríkisrekstri. Ekki náðist samkomulag á fundinum. Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði við blaðamenn eftir fundinn að annar fundur yrði haldinn á sunnudaginn með öllum 28 leiðtogum ríkja Evrópusambandsins, ekki bara Evrusvæðisins. Vonast er til að niðurstaða náist á þeim fundi, sem verður sá síðasti. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði Grikki enn ekki uppfylla þau skilyrði sem hún telur nauðsynleg til að hefja samningaviðræður af alvöru. Hún sagðist enn fremur vonast til þess að hafa nægilega ítarlegar tillögur frá Grikkjum fyrir fimmtudag til að bera undir þýska þingið svo hægt sé að hefja samningaviðræður. „Ég er andvígur brotthvarfi Grikklands úr Evrusvæðinu en ég get ekki afstýrt því ef gríska ríkisstjórnin fer ekki að óskum okkar,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hann sagði framkvæmdastjórnina hafa undirbúið ítarlega áætlun ef af brotthvarfi verður. Juncker gaf Grikkjum frest til föstudagsmorgun til að koma með ítarlegar tillögur.Jean-Claude JunckerFrançois Hollande, forseti Frakklands, sagði eftir fundinn að vel væri mögulegt að ná samkomulagi. „Þetta voru langar og strangar viðræður sem sýna hversu alvarlegt ástandið er,“ sagði Merkel og bætti því við að sú þörf að kalla til allra leiðtoga ríkja Evrópusambandsins undirstriki alvarleikann. „Einungis fimm dagar eru til stefnu til að finna endanlegt samkomulag við Grikki,“ sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins í gær. Hann sagði þetta mikilvægasta augnablik í sögu evrunnar. Tsipras mun ávarpa Evrópuþingið í dag til að greina nánar frá stöðu mála. Evklíð Tsakalótos, hinn nýi fjármálaráðherra Grikklands, mætti tómhentur á samningafund við fjármálaráðherra ríkja Evrusvæðisins í Brussel í gær. Talið var að Tsakalótos myndi koma með nýjar tillögur til að létta á skuldabyrgði Grikkja. Giorgos Stathakis, efnahagsmálaráðherra Grikkja, sagði við fréttastofu BBC í fyrradag að tillögurnar miðuðu að þrjátíu prósent skuldaniðurfellingu. Grikkland Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, sótti í gær leiðtogafund ríkja Evrusvæðisins þar sem hann sóttist eftir nýjum samningi um neyðaraðstoð fyrir gríska ríkið. Sú aðstoð myndi verða háð ströngum skilmálum um breytingar á ríkisrekstri. Ekki náðist samkomulag á fundinum. Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði við blaðamenn eftir fundinn að annar fundur yrði haldinn á sunnudaginn með öllum 28 leiðtogum ríkja Evrópusambandsins, ekki bara Evrusvæðisins. Vonast er til að niðurstaða náist á þeim fundi, sem verður sá síðasti. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði Grikki enn ekki uppfylla þau skilyrði sem hún telur nauðsynleg til að hefja samningaviðræður af alvöru. Hún sagðist enn fremur vonast til þess að hafa nægilega ítarlegar tillögur frá Grikkjum fyrir fimmtudag til að bera undir þýska þingið svo hægt sé að hefja samningaviðræður. „Ég er andvígur brotthvarfi Grikklands úr Evrusvæðinu en ég get ekki afstýrt því ef gríska ríkisstjórnin fer ekki að óskum okkar,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hann sagði framkvæmdastjórnina hafa undirbúið ítarlega áætlun ef af brotthvarfi verður. Juncker gaf Grikkjum frest til föstudagsmorgun til að koma með ítarlegar tillögur.Jean-Claude JunckerFrançois Hollande, forseti Frakklands, sagði eftir fundinn að vel væri mögulegt að ná samkomulagi. „Þetta voru langar og strangar viðræður sem sýna hversu alvarlegt ástandið er,“ sagði Merkel og bætti því við að sú þörf að kalla til allra leiðtoga ríkja Evrópusambandsins undirstriki alvarleikann. „Einungis fimm dagar eru til stefnu til að finna endanlegt samkomulag við Grikki,“ sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins í gær. Hann sagði þetta mikilvægasta augnablik í sögu evrunnar. Tsipras mun ávarpa Evrópuþingið í dag til að greina nánar frá stöðu mála. Evklíð Tsakalótos, hinn nýi fjármálaráðherra Grikklands, mætti tómhentur á samningafund við fjármálaráðherra ríkja Evrusvæðisins í Brussel í gær. Talið var að Tsakalótos myndi koma með nýjar tillögur til að létta á skuldabyrgði Grikkja. Giorgos Stathakis, efnahagsmálaráðherra Grikkja, sagði við fréttastofu BBC í fyrradag að tillögurnar miðuðu að þrjátíu prósent skuldaniðurfellingu.
Grikkland Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira