Hver hefur eftirlit með verðlagseftirliti ASÍ? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 8. júlí 2015 09:00 Alþýðusamband Íslands (ASÍ) heldur úti verðlagseftirliti sem í síðustu viku birti úttekt á þróun matvælaverðs undir fyrirsögninni „Vörukarfan hefur hækkað umfram skattkerfisbreytingar frá áramótum“. Þessi niðurstaða vekur athygli í ljósi þess að opinberar tölur benda til þess að hækkun matvælaverðs sé minni en skattabreytingar gefa tilefni til. Er þetta í þriðja sinn á árinu sem ASÍ birtir verðlagskannanir sem ekki standast nánari skoðun. Ástæðu misræmisins má finna í skökkum forsendum ASÍ. Annars vegar vanáætlar sambandið áhrif skattabreytinga og hins vegar gerir það ekki ráð fyrir áhrifum almennra verðlagsbreytinga. Sé leiðrétt fyrir þessum tveimur þáttum fæst niðurstaða sem er öfug við þá sem ASÍ heldur fram. Sykurskattur nam um 2,4 ma.kr. árið 2013 en hann var aflagður um áramótin. Neysla heimila á mat og drykkjarvörum nam um 142 ma.kr. á sama ári. Afnám sykurskatts hefði því átt að skila um 1,7% lækkun matvælaverðs (-2,4/142 = -1,7%). Þá gefur hækkun neðra þreps virðisaukaskatts úr 7% í 11% tilefni til 3,7% hækkunar matvælaverðs (1,11/1,07 - 1 = 3,7%). Samanlagt gefa þessar tvær breytingar því tilefni til 2% hækkunar matvælaverðs. Í úttekt ASÍ er hins vegar fullyrt að skattabreytingar gefi einungis tilefni til 1,5% verðhækkunar. Ekki er skýrt frá því hvernig sú niðurstaða er fengin. Auk þessa gerir ASÍ ráð fyrir að engir aðrir þættir en skattabreytingar og álagning hafi áhrif á vöruverð. Verðlag er hins vegar áhrifaþáttur sem taka þarf tillit til. Almennt verðlag hækkaði um 1,6% á tímabilinu. Án breytinga á álagningu eða sköttum hefði verð á matvælum því átt að hækka sem því nemur. Samtals gefa skattabreytingar og verðlagsþróun því tilefni til 3,6% hækkunar matvælaverðs á tímabilinu. Samkvæmt vísitölu neysluverðs frá Hagstofu Íslands hækkaði matvælaverð einungis um 2,7% á tímabilinu. Því má áætla að álagning matvöruverslana hafi lækkað um 0,9%. Skattabreytingarnar um áramótin virðast því hafa skilað sér til neytenda að fullu og gott betur. Þetta er í þriðja sinn á árinu sem ASÍ birtir niðurstöður verðlagsúttektar með villandi hætti. Sambandið hefur ekki brugðist við efnislegri gagnrýni sem Viðskiptaráð og fleiri aðilar hafa lagt fram vegna aðferðafræði og framsetningar niðurstaðna verðlagskannana. Slík vinnubrögð geta hvorki talist fagleg né trúverðug og eru ekki til þess fallin að upplýsa neytendur um raunverulega verðlagsþróun. Forsætisráðuneytið leggur ASÍ til 30 milljónir á ári til að halda úti verðlagseftirliti ásamt öðrum efnahagsrannsóknum. Í ljósi ofangreinds mætti ætla að tilefni væri til að starfrækja eftirlit með verðlagseftirlitinu til að tryggja vandaða meðferð þessara fjármuna. Eðlilegast væri þó að afnema opinber framlög til eftirlitsins. Í dag mælir Hagstofa Íslands verðlagsþróun með nákvæmum hætti og Samkeppniseftirlitið tryggir virka samkeppni á neytendamörkuðum. Frekari aðkoma stjórnvalda ætti að vera óþörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Alþýðusamband Íslands (ASÍ) heldur úti verðlagseftirliti sem í síðustu viku birti úttekt á þróun matvælaverðs undir fyrirsögninni „Vörukarfan hefur hækkað umfram skattkerfisbreytingar frá áramótum“. Þessi niðurstaða vekur athygli í ljósi þess að opinberar tölur benda til þess að hækkun matvælaverðs sé minni en skattabreytingar gefa tilefni til. Er þetta í þriðja sinn á árinu sem ASÍ birtir verðlagskannanir sem ekki standast nánari skoðun. Ástæðu misræmisins má finna í skökkum forsendum ASÍ. Annars vegar vanáætlar sambandið áhrif skattabreytinga og hins vegar gerir það ekki ráð fyrir áhrifum almennra verðlagsbreytinga. Sé leiðrétt fyrir þessum tveimur þáttum fæst niðurstaða sem er öfug við þá sem ASÍ heldur fram. Sykurskattur nam um 2,4 ma.kr. árið 2013 en hann var aflagður um áramótin. Neysla heimila á mat og drykkjarvörum nam um 142 ma.kr. á sama ári. Afnám sykurskatts hefði því átt að skila um 1,7% lækkun matvælaverðs (-2,4/142 = -1,7%). Þá gefur hækkun neðra þreps virðisaukaskatts úr 7% í 11% tilefni til 3,7% hækkunar matvælaverðs (1,11/1,07 - 1 = 3,7%). Samanlagt gefa þessar tvær breytingar því tilefni til 2% hækkunar matvælaverðs. Í úttekt ASÍ er hins vegar fullyrt að skattabreytingar gefi einungis tilefni til 1,5% verðhækkunar. Ekki er skýrt frá því hvernig sú niðurstaða er fengin. Auk þessa gerir ASÍ ráð fyrir að engir aðrir þættir en skattabreytingar og álagning hafi áhrif á vöruverð. Verðlag er hins vegar áhrifaþáttur sem taka þarf tillit til. Almennt verðlag hækkaði um 1,6% á tímabilinu. Án breytinga á álagningu eða sköttum hefði verð á matvælum því átt að hækka sem því nemur. Samtals gefa skattabreytingar og verðlagsþróun því tilefni til 3,6% hækkunar matvælaverðs á tímabilinu. Samkvæmt vísitölu neysluverðs frá Hagstofu Íslands hækkaði matvælaverð einungis um 2,7% á tímabilinu. Því má áætla að álagning matvöruverslana hafi lækkað um 0,9%. Skattabreytingarnar um áramótin virðast því hafa skilað sér til neytenda að fullu og gott betur. Þetta er í þriðja sinn á árinu sem ASÍ birtir niðurstöður verðlagsúttektar með villandi hætti. Sambandið hefur ekki brugðist við efnislegri gagnrýni sem Viðskiptaráð og fleiri aðilar hafa lagt fram vegna aðferðafræði og framsetningar niðurstaðna verðlagskannana. Slík vinnubrögð geta hvorki talist fagleg né trúverðug og eru ekki til þess fallin að upplýsa neytendur um raunverulega verðlagsþróun. Forsætisráðuneytið leggur ASÍ til 30 milljónir á ári til að halda úti verðlagseftirliti ásamt öðrum efnahagsrannsóknum. Í ljósi ofangreinds mætti ætla að tilefni væri til að starfrækja eftirlit með verðlagseftirlitinu til að tryggja vandaða meðferð þessara fjármuna. Eðlilegast væri þó að afnema opinber framlög til eftirlitsins. Í dag mælir Hagstofa Íslands verðlagsþróun með nákvæmum hætti og Samkeppniseftirlitið tryggir virka samkeppni á neytendamörkuðum. Frekari aðkoma stjórnvalda ætti að vera óþörf.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun