Mikil uppsveifla hefur verið hjá Quiz Up í Frakklandi en það er talið vera vegna Ramadan. Samkvæmt Þorsteini Friðrikssyni, forstjóra Plain Vanilla, er hægt að rekja upphafið á vinsældunum þar í landi til þessa heilaga mánaðar.
„Við erum ekki með neina eina útskýring, enda oft erfitt að útskýra af hverju nákvæmlega hlutir verða að æði á tilgreindum mörkuðum. Við tókum hinsvegar eftir því við upphaf hinna miklu vinsælda í Frakklandi þá virtist vera mikið um franska notendur af arabískum uppruna sem töluðu á spjallborðum leiksins talsvert um Ramada og hversu gott það væri að hafa QuizUp við hendina til þess að láta Ramöduna líða fyrr,“ segir Þorsteinn.
Er Ramadan ástæðan fyrir auknum vinsældum Quiz Up?

Tengdar fréttir

QuizUp er orðinn samfélagsmiðill
QuizUp er gjörbreytt eftir nýja útgáfu af forritinu.

QuizUp nýja Tinder í Frakklandi: „Þetta er náttúrulega hinn heilagi gral í þessum bransa“
Fyrirtækið er að rannsaka ástæður þess að samfélagslegi hlutinn í QuizUp er svo vinsæll sem raun ber vitni í Frakklandi. „Það eru ýmsar tilgátur uppi,“ segir Þorsteinn Friðriksson dulúðlegur.