Hver gestur eyðir 400 þúsund krónum Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. júlí 2015 07:00 Þróun hátíðarinnar veltur á því að innviðir til tónleikahalds verði góðir. vísir/andri marinó Erlendir gestir sem komu hingað til lands á Iceland Airwaves í fyrra eyddu samtals 1,6 milljörðum íslenskra króna í ferð sína hingað. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var á vegum ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Meðalútgjöld sem hátíðargestir vörðu í flug, gistingu og aðgöngumiða á hátíðina voru tæplega 119 þúsund krónur. Fyrir utan það var meðalneysla fólks á öðru en flugi, gistingu og aðgöngumiða á hátíðina 27 þúsund krónur á sólarhring. Meðallengd dvalar var 7,4 dagar og því má gera ráð fyrir að hver og einn erlendur gestur hafi varið um 200 þúsund krónum í neyslu á meðan hann var hér á landi. Þegar einungis ferðakostnaði er sleppt eru heildarútgjöld gesta á hátíðinni 1,4 milljarðar árið 2014 en voru tæplega 900 milljónir árið 2013. Anna Ásthildur Thorsteinsson, verkefnastjóri hjá ÚTÓN og umsjónarmaður rannsóknarinnar, segir að þessa miklu breytingu megi rekja til þess að gestum hafi fjölgað mikið milli ára en einnig hafi gistinóttum gesta á hátíðinni fjölgað. Árið 2012 voru heildarútgjöldin án ferðakostnaðar 839 milljónir og því er stökkið á milli 2012 og 2013 ekki stórt. Anna segist þó ekki telja að hátíðin muni stækka mikið héðan í frá. „Og það veltur rosa mikið á því hvaða infrastrúktúr er í boði. Ef það eru áform um að loka mörgum tónleikastöðum, þá fækkar miðunum sem Iceland Airwaves getur selt á hátíðina,“ segir hún. Þó sé ekkert hægt að segja fyrirfram um það hver lokaniðurstaðan verður í ár. „Við búumst alltaf við því að það verði eitthvað fleiri,“ segir hún. Anna bendir á að rætt hafi verið um að breyta ýmsum tónleikastöðum og það muni hafa neikvæð áhrif. „Og þegar Iceland Airwaves missti Nasa þá hafði það rosalega mikil áhrif á hátíðina. Það var einn helsti kjarni hátíðarinnar. Nú er Nasa reyndar komið aftur en það er verið að tala um áform um að loka öðrum stöðum. Ég býst við því að heildarfjöldi gesta verði í samræmi við framboð tónleikastaða,“ segir hún. Anna segir að það sé vissulega ánægjulegt að það komi ferðamenn hingað og vilji eyða peningum á Iceland Airwaves. En það megi ekki gleyma því að hátíðin skapi líka ómetanleg tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn á erlendri grundu og það er fullt af dóti í gangi sem ekki verði settur verðmiði á. Mikilvægt sé að hafa það í huga. Fréttir af flugi Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira
Erlendir gestir sem komu hingað til lands á Iceland Airwaves í fyrra eyddu samtals 1,6 milljörðum íslenskra króna í ferð sína hingað. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var á vegum ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Meðalútgjöld sem hátíðargestir vörðu í flug, gistingu og aðgöngumiða á hátíðina voru tæplega 119 þúsund krónur. Fyrir utan það var meðalneysla fólks á öðru en flugi, gistingu og aðgöngumiða á hátíðina 27 þúsund krónur á sólarhring. Meðallengd dvalar var 7,4 dagar og því má gera ráð fyrir að hver og einn erlendur gestur hafi varið um 200 þúsund krónum í neyslu á meðan hann var hér á landi. Þegar einungis ferðakostnaði er sleppt eru heildarútgjöld gesta á hátíðinni 1,4 milljarðar árið 2014 en voru tæplega 900 milljónir árið 2013. Anna Ásthildur Thorsteinsson, verkefnastjóri hjá ÚTÓN og umsjónarmaður rannsóknarinnar, segir að þessa miklu breytingu megi rekja til þess að gestum hafi fjölgað mikið milli ára en einnig hafi gistinóttum gesta á hátíðinni fjölgað. Árið 2012 voru heildarútgjöldin án ferðakostnaðar 839 milljónir og því er stökkið á milli 2012 og 2013 ekki stórt. Anna segist þó ekki telja að hátíðin muni stækka mikið héðan í frá. „Og það veltur rosa mikið á því hvaða infrastrúktúr er í boði. Ef það eru áform um að loka mörgum tónleikastöðum, þá fækkar miðunum sem Iceland Airwaves getur selt á hátíðina,“ segir hún. Þó sé ekkert hægt að segja fyrirfram um það hver lokaniðurstaðan verður í ár. „Við búumst alltaf við því að það verði eitthvað fleiri,“ segir hún. Anna bendir á að rætt hafi verið um að breyta ýmsum tónleikastöðum og það muni hafa neikvæð áhrif. „Og þegar Iceland Airwaves missti Nasa þá hafði það rosalega mikil áhrif á hátíðina. Það var einn helsti kjarni hátíðarinnar. Nú er Nasa reyndar komið aftur en það er verið að tala um áform um að loka öðrum stöðum. Ég býst við því að heildarfjöldi gesta verði í samræmi við framboð tónleikastaða,“ segir hún. Anna segir að það sé vissulega ánægjulegt að það komi ferðamenn hingað og vilji eyða peningum á Iceland Airwaves. En það megi ekki gleyma því að hátíðin skapi líka ómetanleg tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn á erlendri grundu og það er fullt af dóti í gangi sem ekki verði settur verðmiði á. Mikilvægt sé að hafa það í huga.
Fréttir af flugi Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira