Andstæðingur Gunnars mun fara hratt upp metorðalistann | Myndband Henry Birgir Gunnarsson í Las Vegas skrifar 9. júlí 2015 07:30 Gunnar Nelson og faðir hans, Haraldur Nelson, í andyri MGM-hótelsins þar sem bardaginn fer fram. Fréttablaðið/Björn „Gunnar er í mjög góðu standi og þetta verður örugglega stærsti bardagi hans ferils ásamt þeim síðasta,“ segir faðir Gunnars, Haraldur Nelson, en hann er að koma til Las Vegas í fyrsta skipti og finnst mikið til alls koma. Andstæðingur Gunnars er hörkunagli frá Bandaríkjunum sem heitir Brandon Thatch. Hann er áræðinn bardagamaður og mikill rotari.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum neðst í fréttinni.Stórhættulegur „Hann er vafalítið langsterkasti andstæðingur Gunnars hingað til ásamt Rick Story. Gunni verður að passa sig á honum. Þetta gæti orðið mjög áhugaverð rimma um hver stýrir því hvert bardaginn fer. Gunni á meira í hann standandi en Thatch gegn Gunnari í gólfinu. Báðir hafa þeir auðvitað sínar sterku hliðar. Brandon hefur unnið ellefu bardaga í fyrstu lotu og ég held fjóra á undir 20 sekúndum. Hann er stórhættulegur og þetta verður taugatrekkjandi.“ Thatch kom í raun af bekknum þar sem John Hathaway meiddist. Thatch átti að berjast við annan mann á laugardag og var því búinn að æfa sig.Brandon Thatch.Vísir/GettySérfræðingar eru á einu máli um að Thatch sé mun sterkari en Hathaway og er mikið látið með hann rétt eins og Gunnar. „Thatch er sterkari standandi en Hathaway og margir spá því að Hatch muni fara hratt upp metorðalistann og hann hefur verið að gera það. Hann er búinn að berjast svipað lengi og Gunni. Hann kom inn með miklum látum í UFC og hann var því settur gegn Ben Henderson sem er fjórfaldur UFC-meistari. Thatch vann fyrstu þrjár loturnar þar en síðan náði Henderson að hengja hann og klára bardagann.“Æfði gegn stórum strákum Það vantar ekkert upp á undirbúninginn hjá Gunnari. Hann var í sex vikur að æfa í Mexíkó og undanfarinn mánuð hefur hann verið að æfa með Conor McGregor í Las Vegas. „Þetta er mjög góður undirbúningur og sérstaklega voru æfingabúðirnar í Mexíkó góðar þar sem hann æfði við stóra stráka eins og Cathal Pendred. Thatch er svipað stór og því gott að æfa sig. Svo æfði hann með léttari og minni mönnum í Vegas. Þetta er einn besti undirbúningur sem Gunnar hefur fengið og ég er viss um að það muni skila sér,“ segir faðirinn ákveðinn á svip, en hann var dálítið hissa er hann komst að því að Gunnar yrði á „main card“ á laugardag en það eru stærstu bardagar kvöldsins.Verður dálítið stressaður „Þetta er stærsta kvöld ársins og það stærsta í sögu UFC. Gunni var að koma eftir tap og því átti ég ekki von á þessu. Þetta er mikill heiður fyrir Gunna og sýnir að UFC hefur tröllatrú á honum.“ Haraldur segir það vera ljóst að það fylgi þessu aukin pressa en það þarf alls ekki að vera neikvætt að hans mati. „Meiri athygli fylgir aukin pressa. Á móti kemur styrkur úr stuðningnum. Þessar dyr sveiflast í báðar áttir. Það á að fylgja þessu aukin pressa og ég held að Gunni muni nýta sér þetta á réttan hátt.“ Laugardagurinn er risadagur fyrir alla Nelson-fjölskylduna en hvernig mun pabbanum Haraldi líða þegar sonur hans stígur á stærsta sviðið í MGM Grand í Las Vegas? „Ég verð örugglega dálítið stressaður. Það er alltaf mikil spenna í þessu sporti að ég tali nú ekki um þegar ástvinir manns berjast. Þessi andstæðingur er líka þannig að það er full ástæða til að vera á varðbergi. Það breytir því ekki að ég hef svakalega mikla trú á Gunna.“Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is. MMA Tengdar fréttir Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Brandon Thatch Eftir aðeins fimm daga mun Gunnar Nelson stíga í búrið á UFC 189 og mæta Brandon Thatch. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan hann tapaði fyrir Rick Story í október. 6. júlí 2015 09:45 Gunnar Nelson: Verð mjög ánægður ef bardaginn fer í gólfið Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch í búrinu á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas á laugardaginn eftir viku. 2. júlí 2015 10:30 Gunnar fékk sér bara morgunmat þegar hann frétti af nýjum mótherja John Kavanagh, yfirþjálfari Gunnars Nelson og Conor McGregor skrifaði skemmtilegan pistil nýlega þar sem hann tjáir sig um breytingar og mögulegar breytingar á andstæðingum Gunnars og Conor 26. júní 2015 10:00 Þetta er maðurinn sem mætir Gunnari Nelson Greining á Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem mætir Gunnari Nelson á stærsta bardagakvöldi ársins á laugardaginn. 7. júlí 2015 17:15 Utan vallar: Stóra sviðið bíður eftir frumsýningu Gunnars Nelson í Bandaríkjunum Gunnar fær einstakt tækifæri til að koma sér fyrir á stóra sviðinu í Las Vegas um helgina. 8. júlí 2015 06:30 Brandon Thatch mætir Gunnari í Las Vegas Gunnar Nelson fær sterkari mótherja en hann átti upphaflega að berjast við á UFC-kvöldinu 11. júlí. 23. júní 2015 22:30 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Fleiri fréttir Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjá meira
„Gunnar er í mjög góðu standi og þetta verður örugglega stærsti bardagi hans ferils ásamt þeim síðasta,“ segir faðir Gunnars, Haraldur Nelson, en hann er að koma til Las Vegas í fyrsta skipti og finnst mikið til alls koma. Andstæðingur Gunnars er hörkunagli frá Bandaríkjunum sem heitir Brandon Thatch. Hann er áræðinn bardagamaður og mikill rotari.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum neðst í fréttinni.Stórhættulegur „Hann er vafalítið langsterkasti andstæðingur Gunnars hingað til ásamt Rick Story. Gunni verður að passa sig á honum. Þetta gæti orðið mjög áhugaverð rimma um hver stýrir því hvert bardaginn fer. Gunni á meira í hann standandi en Thatch gegn Gunnari í gólfinu. Báðir hafa þeir auðvitað sínar sterku hliðar. Brandon hefur unnið ellefu bardaga í fyrstu lotu og ég held fjóra á undir 20 sekúndum. Hann er stórhættulegur og þetta verður taugatrekkjandi.“ Thatch kom í raun af bekknum þar sem John Hathaway meiddist. Thatch átti að berjast við annan mann á laugardag og var því búinn að æfa sig.Brandon Thatch.Vísir/GettySérfræðingar eru á einu máli um að Thatch sé mun sterkari en Hathaway og er mikið látið með hann rétt eins og Gunnar. „Thatch er sterkari standandi en Hathaway og margir spá því að Hatch muni fara hratt upp metorðalistann og hann hefur verið að gera það. Hann er búinn að berjast svipað lengi og Gunni. Hann kom inn með miklum látum í UFC og hann var því settur gegn Ben Henderson sem er fjórfaldur UFC-meistari. Thatch vann fyrstu þrjár loturnar þar en síðan náði Henderson að hengja hann og klára bardagann.“Æfði gegn stórum strákum Það vantar ekkert upp á undirbúninginn hjá Gunnari. Hann var í sex vikur að æfa í Mexíkó og undanfarinn mánuð hefur hann verið að æfa með Conor McGregor í Las Vegas. „Þetta er mjög góður undirbúningur og sérstaklega voru æfingabúðirnar í Mexíkó góðar þar sem hann æfði við stóra stráka eins og Cathal Pendred. Thatch er svipað stór og því gott að æfa sig. Svo æfði hann með léttari og minni mönnum í Vegas. Þetta er einn besti undirbúningur sem Gunnar hefur fengið og ég er viss um að það muni skila sér,“ segir faðirinn ákveðinn á svip, en hann var dálítið hissa er hann komst að því að Gunnar yrði á „main card“ á laugardag en það eru stærstu bardagar kvöldsins.Verður dálítið stressaður „Þetta er stærsta kvöld ársins og það stærsta í sögu UFC. Gunni var að koma eftir tap og því átti ég ekki von á þessu. Þetta er mikill heiður fyrir Gunna og sýnir að UFC hefur tröllatrú á honum.“ Haraldur segir það vera ljóst að það fylgi þessu aukin pressa en það þarf alls ekki að vera neikvætt að hans mati. „Meiri athygli fylgir aukin pressa. Á móti kemur styrkur úr stuðningnum. Þessar dyr sveiflast í báðar áttir. Það á að fylgja þessu aukin pressa og ég held að Gunni muni nýta sér þetta á réttan hátt.“ Laugardagurinn er risadagur fyrir alla Nelson-fjölskylduna en hvernig mun pabbanum Haraldi líða þegar sonur hans stígur á stærsta sviðið í MGM Grand í Las Vegas? „Ég verð örugglega dálítið stressaður. Það er alltaf mikil spenna í þessu sporti að ég tali nú ekki um þegar ástvinir manns berjast. Þessi andstæðingur er líka þannig að það er full ástæða til að vera á varðbergi. Það breytir því ekki að ég hef svakalega mikla trú á Gunna.“Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is.
MMA Tengdar fréttir Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Brandon Thatch Eftir aðeins fimm daga mun Gunnar Nelson stíga í búrið á UFC 189 og mæta Brandon Thatch. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan hann tapaði fyrir Rick Story í október. 6. júlí 2015 09:45 Gunnar Nelson: Verð mjög ánægður ef bardaginn fer í gólfið Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch í búrinu á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas á laugardaginn eftir viku. 2. júlí 2015 10:30 Gunnar fékk sér bara morgunmat þegar hann frétti af nýjum mótherja John Kavanagh, yfirþjálfari Gunnars Nelson og Conor McGregor skrifaði skemmtilegan pistil nýlega þar sem hann tjáir sig um breytingar og mögulegar breytingar á andstæðingum Gunnars og Conor 26. júní 2015 10:00 Þetta er maðurinn sem mætir Gunnari Nelson Greining á Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem mætir Gunnari Nelson á stærsta bardagakvöldi ársins á laugardaginn. 7. júlí 2015 17:15 Utan vallar: Stóra sviðið bíður eftir frumsýningu Gunnars Nelson í Bandaríkjunum Gunnar fær einstakt tækifæri til að koma sér fyrir á stóra sviðinu í Las Vegas um helgina. 8. júlí 2015 06:30 Brandon Thatch mætir Gunnari í Las Vegas Gunnar Nelson fær sterkari mótherja en hann átti upphaflega að berjast við á UFC-kvöldinu 11. júlí. 23. júní 2015 22:30 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Fleiri fréttir Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjá meira
Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Brandon Thatch Eftir aðeins fimm daga mun Gunnar Nelson stíga í búrið á UFC 189 og mæta Brandon Thatch. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan hann tapaði fyrir Rick Story í október. 6. júlí 2015 09:45
Gunnar Nelson: Verð mjög ánægður ef bardaginn fer í gólfið Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch í búrinu á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas á laugardaginn eftir viku. 2. júlí 2015 10:30
Gunnar fékk sér bara morgunmat þegar hann frétti af nýjum mótherja John Kavanagh, yfirþjálfari Gunnars Nelson og Conor McGregor skrifaði skemmtilegan pistil nýlega þar sem hann tjáir sig um breytingar og mögulegar breytingar á andstæðingum Gunnars og Conor 26. júní 2015 10:00
Þetta er maðurinn sem mætir Gunnari Nelson Greining á Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem mætir Gunnari Nelson á stærsta bardagakvöldi ársins á laugardaginn. 7. júlí 2015 17:15
Utan vallar: Stóra sviðið bíður eftir frumsýningu Gunnars Nelson í Bandaríkjunum Gunnar fær einstakt tækifæri til að koma sér fyrir á stóra sviðinu í Las Vegas um helgina. 8. júlí 2015 06:30
Brandon Thatch mætir Gunnari í Las Vegas Gunnar Nelson fær sterkari mótherja en hann átti upphaflega að berjast við á UFC-kvöldinu 11. júlí. 23. júní 2015 22:30