Ómálefnaleg náttúra Hildur Sverrisdóttir skrifar 10. júlí 2015 07:00 Einhverjir túristar ku hafa verið ósáttir við ferð sína inn í íshelli Langjökuls. Það var víst fullkomlega óboðlegt að þar dropaði vatni. Ég var þar um daginn og eftir klukkustundar veru voru þessir átta dropar sem duttu í kollinn á mér einmitt nánast búnir að eyðileggja hárgreiðsluna. Eins höfðu einhverjir blotnað í fæturna. Það auðvitað gengur ekki. Ekki inni í jökli! Það væri eins og í gönguferð uppi á fjöllum væri mögulega nauðsynlegt að stikla á steinum yfir læk. Hvað ætti það nú að þýða? Tala nú ekki um ef einhverjum skrikar fótur og hann blotnar í fæturna. Skandall. Það er auðvitað fádæma dónaskapur af náttúrunni að haga sér ekki fullkomlega til samræmis við lúxusvæntingar túristanna til hennar. Hvalirnir sem láta ekki sjá sig í hvalaskoðuninni eiga auðvitað að skammast sín. Og skýin sem skríða yfir himininn akkúrat þegar það á að skoða norðurljósin – í hvaða liði eru þau eiginlega? Vita þau ekki að það er búið að borga fyrir að þau hagi sér? Náttúran sjálf er auðvitað óttalega ómerkilegt fyrirbæri. Auðvitað er skiljanlegt að í staðinn fyrir að staldra við þá einkar sjaldgæfu staðreynd að vera staddur inni í risastórum jökli sé fólk aðallega upptekið af því að tuða yfir öllu mögulega. Einn grínistinn orðaði þetta reyndar ágætlega þegar hann skopaðist að tuði fólks út af flugferðum; sætin voru of þröng, maturinn vondur og kvikmyndirnar lélegar – í staðinn fyrir „ég sat í sæti uppi í himninum! Ég flaug! Á milli heimsálfa!“ Jájá, það dropaði smá. En kæra fólk, þið voruð inni í jökli og það er partur af prógrammi náttúrunnar. Ef það er ekki nógu gott er alveg sjálfsagt að drífa sig bara í ferð til Las Vegas. Þar verður eflaust kominn gerviíshellir innan skamms, dropalaus og teppalagður. Við hliðina á Gervi-Feneyjum þar sem eru engar rottur eins og í ógeðslegu Alvöru-Feneyjum. Góða ferð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun
Einhverjir túristar ku hafa verið ósáttir við ferð sína inn í íshelli Langjökuls. Það var víst fullkomlega óboðlegt að þar dropaði vatni. Ég var þar um daginn og eftir klukkustundar veru voru þessir átta dropar sem duttu í kollinn á mér einmitt nánast búnir að eyðileggja hárgreiðsluna. Eins höfðu einhverjir blotnað í fæturna. Það auðvitað gengur ekki. Ekki inni í jökli! Það væri eins og í gönguferð uppi á fjöllum væri mögulega nauðsynlegt að stikla á steinum yfir læk. Hvað ætti það nú að þýða? Tala nú ekki um ef einhverjum skrikar fótur og hann blotnar í fæturna. Skandall. Það er auðvitað fádæma dónaskapur af náttúrunni að haga sér ekki fullkomlega til samræmis við lúxusvæntingar túristanna til hennar. Hvalirnir sem láta ekki sjá sig í hvalaskoðuninni eiga auðvitað að skammast sín. Og skýin sem skríða yfir himininn akkúrat þegar það á að skoða norðurljósin – í hvaða liði eru þau eiginlega? Vita þau ekki að það er búið að borga fyrir að þau hagi sér? Náttúran sjálf er auðvitað óttalega ómerkilegt fyrirbæri. Auðvitað er skiljanlegt að í staðinn fyrir að staldra við þá einkar sjaldgæfu staðreynd að vera staddur inni í risastórum jökli sé fólk aðallega upptekið af því að tuða yfir öllu mögulega. Einn grínistinn orðaði þetta reyndar ágætlega þegar hann skopaðist að tuði fólks út af flugferðum; sætin voru of þröng, maturinn vondur og kvikmyndirnar lélegar – í staðinn fyrir „ég sat í sæti uppi í himninum! Ég flaug! Á milli heimsálfa!“ Jájá, það dropaði smá. En kæra fólk, þið voruð inni í jökli og það er partur af prógrammi náttúrunnar. Ef það er ekki nógu gott er alveg sjálfsagt að drífa sig bara í ferð til Las Vegas. Þar verður eflaust kominn gerviíshellir innan skamms, dropalaus og teppalagður. Við hliðina á Gervi-Feneyjum þar sem eru engar rottur eins og í ógeðslegu Alvöru-Feneyjum. Góða ferð!
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun