Thatch: Ætla að rota Gunnar í annarri lotu Henry Birgir Gunnarsson í Las Vegas skrifar 11. júlí 2015 12:00 „Ég er búinn að æfa mjög vel og nú er kominn tími á að leika sér,“ sagði Brandon Thatch öruggur með sig er blaðamaður hitti á hann á MGM Grand í gær. Thatch heldur upp á afmælið sitt í búrinu á morgun en þá verður hann þrítugur. Þetta er stór strákur, 188 sentimetrar, og afar kraftmikill. Hann hljóp í skarðið þegar John Hathaway meiddist. Sérfræðingar eru sammála um að Thatch sé mun öflugri andstæðingur og honum er spáð miklum frama. Hann hefur unnið ellefu af þrettán bardögum sínum og sjö þeirra með rothöggi. Kraftmikill strákur sem þarf að varast. „Gunnar er frábær andstæðingur og sigur á honum gerir frábæra hluti fyrir minn feril. Þá ætti ég að komast inn á topp fimmtán í heiminum. Ég mæti alltaf með sjálfstraustið í toppi en ég geri mér vel grein fyrir hættunni sem stafar af Gunnari. Ég mun vera skynsamur en samt berjast eins og ég vil,“ sagði Thatch ákveðinn en hann ætlar að klára Gunnar í annarri lotu. Helst með rothöggi. Thatch veit sem er að hann verður í vandræðum ef hann lendir í gólfinu með Gunnari og hann ætlar að forðast það eins og heitan eldinn. „Gunnar er mjög góður í gólfinu og ég þarf að halda minni fjarlægð. Ég þarf að halda honum í stungufjarlægð. Ef við endum í gólfinu þá er ég tilbúinn að standa aftur á fætur. Ég hef verið að vinna mikið í því og glíman hjá mér verður betri með hverjum bardaga,“ segir Thatch en honum finnst það enn óraunverulegt að hann sé á meðal bestu bardagakappa heims. „Það er draumur að rætast að vera á þessu kvöldi og að vera í UFC. Það er ótrúlegt að vera á þessu stærsta bardagakvöldi heims og ég get ekki beðið,“ sagði Brandon Thatch.Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is. MMA Tengdar fréttir Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Brandon Thatch Eftir aðeins fimm daga mun Gunnar Nelson stíga í búrið á UFC 189 og mæta Brandon Thatch. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan hann tapaði fyrir Rick Story í október. 6. júlí 2015 09:45 Gunnar Nelson: Verð mjög ánægður ef bardaginn fer í gólfið Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch í búrinu á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas á laugardaginn eftir viku. 2. júlí 2015 10:30 Þetta er maðurinn sem mætir Gunnari Nelson Greining á Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem mætir Gunnari Nelson á stærsta bardagakvöldi ársins á laugardaginn. 7. júlí 2015 17:15 Andstæðingur Gunnars mun fara hratt upp metorðalistann | Myndband Gunnar Nelson stígur inn í búrið á stærsta bardagakvöldi í sögu UFC á laugardag. Þetta er hans fyrsti bardagi í Bandaríkjunum og fyrsti bardaginn eftir tapið gegn Rick Story í Stokkhólmi. Faðir Gunnars hefur trú á sínum manni. 9. júlí 2015 07:30 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjá meira
„Ég er búinn að æfa mjög vel og nú er kominn tími á að leika sér,“ sagði Brandon Thatch öruggur með sig er blaðamaður hitti á hann á MGM Grand í gær. Thatch heldur upp á afmælið sitt í búrinu á morgun en þá verður hann þrítugur. Þetta er stór strákur, 188 sentimetrar, og afar kraftmikill. Hann hljóp í skarðið þegar John Hathaway meiddist. Sérfræðingar eru sammála um að Thatch sé mun öflugri andstæðingur og honum er spáð miklum frama. Hann hefur unnið ellefu af þrettán bardögum sínum og sjö þeirra með rothöggi. Kraftmikill strákur sem þarf að varast. „Gunnar er frábær andstæðingur og sigur á honum gerir frábæra hluti fyrir minn feril. Þá ætti ég að komast inn á topp fimmtán í heiminum. Ég mæti alltaf með sjálfstraustið í toppi en ég geri mér vel grein fyrir hættunni sem stafar af Gunnari. Ég mun vera skynsamur en samt berjast eins og ég vil,“ sagði Thatch ákveðinn en hann ætlar að klára Gunnar í annarri lotu. Helst með rothöggi. Thatch veit sem er að hann verður í vandræðum ef hann lendir í gólfinu með Gunnari og hann ætlar að forðast það eins og heitan eldinn. „Gunnar er mjög góður í gólfinu og ég þarf að halda minni fjarlægð. Ég þarf að halda honum í stungufjarlægð. Ef við endum í gólfinu þá er ég tilbúinn að standa aftur á fætur. Ég hef verið að vinna mikið í því og glíman hjá mér verður betri með hverjum bardaga,“ segir Thatch en honum finnst það enn óraunverulegt að hann sé á meðal bestu bardagakappa heims. „Það er draumur að rætast að vera á þessu kvöldi og að vera í UFC. Það er ótrúlegt að vera á þessu stærsta bardagakvöldi heims og ég get ekki beðið,“ sagði Brandon Thatch.Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is.
MMA Tengdar fréttir Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Brandon Thatch Eftir aðeins fimm daga mun Gunnar Nelson stíga í búrið á UFC 189 og mæta Brandon Thatch. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan hann tapaði fyrir Rick Story í október. 6. júlí 2015 09:45 Gunnar Nelson: Verð mjög ánægður ef bardaginn fer í gólfið Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch í búrinu á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas á laugardaginn eftir viku. 2. júlí 2015 10:30 Þetta er maðurinn sem mætir Gunnari Nelson Greining á Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem mætir Gunnari Nelson á stærsta bardagakvöldi ársins á laugardaginn. 7. júlí 2015 17:15 Andstæðingur Gunnars mun fara hratt upp metorðalistann | Myndband Gunnar Nelson stígur inn í búrið á stærsta bardagakvöldi í sögu UFC á laugardag. Þetta er hans fyrsti bardagi í Bandaríkjunum og fyrsti bardaginn eftir tapið gegn Rick Story í Stokkhólmi. Faðir Gunnars hefur trú á sínum manni. 9. júlí 2015 07:30 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjá meira
Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Brandon Thatch Eftir aðeins fimm daga mun Gunnar Nelson stíga í búrið á UFC 189 og mæta Brandon Thatch. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan hann tapaði fyrir Rick Story í október. 6. júlí 2015 09:45
Gunnar Nelson: Verð mjög ánægður ef bardaginn fer í gólfið Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch í búrinu á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas á laugardaginn eftir viku. 2. júlí 2015 10:30
Þetta er maðurinn sem mætir Gunnari Nelson Greining á Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem mætir Gunnari Nelson á stærsta bardagakvöldi ársins á laugardaginn. 7. júlí 2015 17:15
Andstæðingur Gunnars mun fara hratt upp metorðalistann | Myndband Gunnar Nelson stígur inn í búrið á stærsta bardagakvöldi í sögu UFC á laugardag. Þetta er hans fyrsti bardagi í Bandaríkjunum og fyrsti bardaginn eftir tapið gegn Rick Story í Stokkhólmi. Faðir Gunnars hefur trú á sínum manni. 9. júlí 2015 07:30