Fyrst Þingvellir svo allir hinir! Ögmundur Jónasson skrifar 14. júlí 2015 07:00 Gestkomandi vinkona okkar dvaldi hjá okkur um einnar viku skeið um síðustu mánaðamót. Við fórum víða um, skoðuðum söfn í Reykjavík, Bláa Lónið, Krísuvík og Víkingasafnið í Reykjanesbæ. Fórum á Þingvöll, Gullfoss og Geysi, komum við í Hveragerði, skoðuðum Kerið í Grímsnesi (án þess að borga), ókum til Víkur og á Kirkjubæjarklaustur þar sem við borðuðum silung þeirra staðarmanna, áður höfðum við horft á kvikmyndasýningu á Þorvaldseyri. Ókum síðan í Skaftafell og Jökulsárlón. Á ferðum okkar höfðum við stundum með okkur nesti, en oftar snæddum við á veitingastöðum. Við skoðuðum verslanir í Reykjavík. Í bókabúð keypti gesturinn íslenskar barnabækur í enskri þýðingu, auk mynda- og fróðleiksbóka um Ísland og hjá Koggu voru keyptir listmunir.Alls staðar opin veski Alls staðar sem við fórum var mikill fjöldi ferðamanna. Sjá mátti að veitingastaðir í Reykjavík voru margir yfirfullir, öll hótel bókuð og úti á landsbyggðinni var okkur sagt að sums staðar væri enga gistingu að fá. Allt bókað. Alls staðar gat að líta fólk með seðla og greiðslukort á lofti. Það gefur auga leið að miklir peningar streyma inn í þjóðarbúið því þeir sem selja varning og þjónustu fá eitthvað fyrir sinn snúð og þarna myndast einnig myndarlegir skattstofnar fyrir ríki og sveitarfélög. En mikið vill meira. Fjölmiðlar greina okkur nú frá því að til standi að rukka okkur fyrir að leggja bíl í þjóðgarðinum á Þingvöllum og þá væntanlega með tilheyrandi vörðum og rukkunarvélum. Er þetta virkilega eftirsóknarvert? Almennir skattar dreifast eftir efnum og ástæðum þeirra sem borga. Það gera notendagjöld hins vegar ekki. Almennt eru notendagjöld ranglátir skattar. En það er ekki nóg með það. Yfirbragð staðanna breytist. Allt breytist í verslunarvöru. Opna frjálsa Ísland verður að Íslandi gjaldtökunnar, stimpilvélanna, varðanna ….Koggu vegni vel Ég vona að Koggu gangi vel og Víkingasafninu og fjölskyldunni á Þorvaldseyri og Síldarminjasafninu á Siglufirði og öllum hinum söfnunum og fólkinu sem er að skapa og selja. Við hin hjálpum þessu fólki með því að sjá fyrir gjaldfrírri grunnþjónustu svo skapandi atvinnustarfsemi í ferðaiðnaðinum fái þrifist. Ég er ekki andvígur því að borga skatta til samfélagsins og er ég því mjög hliðhollur að hluti þessa skattfjár fari til náttúruverndar og uppbyggingar á ferðamannastöðum.Bara byrjunin! Fjölskylda sem fer um landið og þyrfti að borga við helstu náttúruperlur aðgangseyri eða gjald fyrir að leggja bíl gæti orðið fyrir þónokkrum útgjöldum. Það þarf enginn að ímynda sér að látið yrði staðar numið við þjóðgarðinn á Þingvöllum. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis lýsti því yfir í vor að hann vildi heimila einkaaðilum að rukka – og sekta - fyrir bílastæði. Og í Fréttablaðinu í byrjun vikunnar tekur þjóðgarðsvörður á Þingvöllum undir þetta sama sjónarmið. Haft er eftir honum að rukkun á Þingvöllum sé aðeins byrjunin. Aðrir ferðamannastaðir muni fylgja í kjölfarið og einkaaðilar geti þá einnig rukkað. Þjóðgarðsmenn væru með öðrum orðum einfaldlega að ríða á vaðið. Það sem vekur ugg er óendanleg græðgi í mörgum sem vilja gera ferðamenn að gróðalind og ásetningur stjórnvalda að koma á gjaldtöku óháð eignaraðild. Þetta gerir gjaldtöku á Þingvöllum að stórvarasömu fordæmi og fyrirmynd auk þess að skemma yfirbragð Þingvalla.Dýrt yrði að sýna börnunum okkar Ísland Það verður dýrt að skoða Ísland framtíðarinnar ef þessi gjaldtaka verður ekki stöðvuð. Nú ríður á að fram fari kröftug umræða um þetta mál. Það er stærra en svo að það verði afgreitt í kyrrþey. Óskandi væri að hugmyndin um gjaldtöku á Þingvöllum verði endurskoðuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ferðamennska á Íslandi Ögmundur Jónasson Mest lesið Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström Skoðun Halldór 15.3.2025 Halldór Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Gestkomandi vinkona okkar dvaldi hjá okkur um einnar viku skeið um síðustu mánaðamót. Við fórum víða um, skoðuðum söfn í Reykjavík, Bláa Lónið, Krísuvík og Víkingasafnið í Reykjanesbæ. Fórum á Þingvöll, Gullfoss og Geysi, komum við í Hveragerði, skoðuðum Kerið í Grímsnesi (án þess að borga), ókum til Víkur og á Kirkjubæjarklaustur þar sem við borðuðum silung þeirra staðarmanna, áður höfðum við horft á kvikmyndasýningu á Þorvaldseyri. Ókum síðan í Skaftafell og Jökulsárlón. Á ferðum okkar höfðum við stundum með okkur nesti, en oftar snæddum við á veitingastöðum. Við skoðuðum verslanir í Reykjavík. Í bókabúð keypti gesturinn íslenskar barnabækur í enskri þýðingu, auk mynda- og fróðleiksbóka um Ísland og hjá Koggu voru keyptir listmunir.Alls staðar opin veski Alls staðar sem við fórum var mikill fjöldi ferðamanna. Sjá mátti að veitingastaðir í Reykjavík voru margir yfirfullir, öll hótel bókuð og úti á landsbyggðinni var okkur sagt að sums staðar væri enga gistingu að fá. Allt bókað. Alls staðar gat að líta fólk með seðla og greiðslukort á lofti. Það gefur auga leið að miklir peningar streyma inn í þjóðarbúið því þeir sem selja varning og þjónustu fá eitthvað fyrir sinn snúð og þarna myndast einnig myndarlegir skattstofnar fyrir ríki og sveitarfélög. En mikið vill meira. Fjölmiðlar greina okkur nú frá því að til standi að rukka okkur fyrir að leggja bíl í þjóðgarðinum á Þingvöllum og þá væntanlega með tilheyrandi vörðum og rukkunarvélum. Er þetta virkilega eftirsóknarvert? Almennir skattar dreifast eftir efnum og ástæðum þeirra sem borga. Það gera notendagjöld hins vegar ekki. Almennt eru notendagjöld ranglátir skattar. En það er ekki nóg með það. Yfirbragð staðanna breytist. Allt breytist í verslunarvöru. Opna frjálsa Ísland verður að Íslandi gjaldtökunnar, stimpilvélanna, varðanna ….Koggu vegni vel Ég vona að Koggu gangi vel og Víkingasafninu og fjölskyldunni á Þorvaldseyri og Síldarminjasafninu á Siglufirði og öllum hinum söfnunum og fólkinu sem er að skapa og selja. Við hin hjálpum þessu fólki með því að sjá fyrir gjaldfrírri grunnþjónustu svo skapandi atvinnustarfsemi í ferðaiðnaðinum fái þrifist. Ég er ekki andvígur því að borga skatta til samfélagsins og er ég því mjög hliðhollur að hluti þessa skattfjár fari til náttúruverndar og uppbyggingar á ferðamannastöðum.Bara byrjunin! Fjölskylda sem fer um landið og þyrfti að borga við helstu náttúruperlur aðgangseyri eða gjald fyrir að leggja bíl gæti orðið fyrir þónokkrum útgjöldum. Það þarf enginn að ímynda sér að látið yrði staðar numið við þjóðgarðinn á Þingvöllum. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis lýsti því yfir í vor að hann vildi heimila einkaaðilum að rukka – og sekta - fyrir bílastæði. Og í Fréttablaðinu í byrjun vikunnar tekur þjóðgarðsvörður á Þingvöllum undir þetta sama sjónarmið. Haft er eftir honum að rukkun á Þingvöllum sé aðeins byrjunin. Aðrir ferðamannastaðir muni fylgja í kjölfarið og einkaaðilar geti þá einnig rukkað. Þjóðgarðsmenn væru með öðrum orðum einfaldlega að ríða á vaðið. Það sem vekur ugg er óendanleg græðgi í mörgum sem vilja gera ferðamenn að gróðalind og ásetningur stjórnvalda að koma á gjaldtöku óháð eignaraðild. Þetta gerir gjaldtöku á Þingvöllum að stórvarasömu fordæmi og fyrirmynd auk þess að skemma yfirbragð Þingvalla.Dýrt yrði að sýna börnunum okkar Ísland Það verður dýrt að skoða Ísland framtíðarinnar ef þessi gjaldtaka verður ekki stöðvuð. Nú ríður á að fram fari kröftug umræða um þetta mál. Það er stærra en svo að það verði afgreitt í kyrrþey. Óskandi væri að hugmyndin um gjaldtöku á Þingvöllum verði endurskoðuð.
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun