Ekki starfi sínu vaxin? Skjóðan skrifar 15. júlí 2015 10:30 Á ögurstundu getur það skipt sköpum fyrir alla heimsbyggðina að ráðamenn einstakra ríkja séu starfi sínu vaxnir og geti staðið undir þeirri miklu ábyrgð sem á þeim hvílir. Þegar horft er til síðari heimsstyrjaldarinnar dylst engum að þegar Winston Churchill tók við forsætisráðherraembætti í Bretlandi af Neville Chamberlain urðu kaflaskil. Stríðslukkan snerist ekki Bretum og bandamönnum í hag þegar í stað, en brotið hafði verið blað. Þegar við Íslendingar horfum til baka er erfitt að draga aðra ályktun en þá að ráðamenn í ríkisstjórn, Seðlabanka og stjórnkerfi Íslands hafi verið mörgum númerum of litlir í sín vandasömu störf á árunum og misserunum fyrir hrunið sem hér varð 2008. Í Grikklandi, vöggu lýðræðis í heiminum, hafa óhæfir menn farið með landstjórnina í áratugi. Um það þarf ekki að deila. Afleiðingarnar eru skelfilegar fyrir Grikki, sem nú eru háðir nágrönnum sínum um neyðaraðstoð til að afstýra algeru hruni. Endurreisn Þýskalands eftir seinni heimsstyrjöldina er oft kennd við Konrad Adenauer, kanslara 1947-1963, og Ludwig Ehrhard, fjármálaráðherra hans og eftirmann, og víst er að þeir voru engir meðalmenn. Þó hefði þeim Adenauer og Erhard aldrei tekist að endurreisa Þýskaland án mikillar aðstoðar annarra ríkja. Sú aðstoð fólst m.a. í Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna og stórfelldri skuldaniðurfellingu, sem gengið var frá á Lundúnaráðstefnunni 1953. Nágrannaríki Þýskalands ætluðu Þjóðverjum ekki hið óframkvæmanlega hlutskipti að komast á réttan kjöl fjárhagslega með því að skera niður útgjöld og hækka skatta í brostnu hagkerfi enda hefði það aldrei gengið. Þjóðverjum var rétt hjálparhönd og þeir reistir á fætur. Því er það kaldhæðnislegt þegar Grikkland er á fjárhagslegri vonarvöl að þýskir ráðamenn skuli ganga fremstir í flokki þeirra sem gera óraunhæfar kröfur um niðurskurð og skattahækkanir í gríska hagkerfinu. Ekki verður betur séð en að einn tilgangur þess skrípaleiks, sem staðið hefur í Brüssel undanfarnar vikur, sé að niðurlægja Grikki. Sjálfsagt er að gera kröfur um umbætur í grískri stjórnsýslu og hagstjórn en án stórfelldra skuldaafskrifta er Grikklandsævintýrið dæmt til að enda með skelfingu fyrir Evrópu. Það er ekki fyrr en á reynir sem í ljós kemur hvort stjórnmálamenn eru leiðtogar eða vindhanar. Í stað þess að leiða Grikklandskrísuna til farsællar lausnar fyrir alla höfðar Angela Merkel til lægstu hvata þýskra kjósenda. Hún er ekki starfi sínu vaxin. Nú er sjálft ESB í hættu vegna þýskrar óbilgirni í garð Grikkja. Hætt er við að sagan skipi Merkel annars staðar í sveit en með Adenauer, Erhard, Brandt, Schmidt og Kohl.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Á ögurstundu getur það skipt sköpum fyrir alla heimsbyggðina að ráðamenn einstakra ríkja séu starfi sínu vaxnir og geti staðið undir þeirri miklu ábyrgð sem á þeim hvílir. Þegar horft er til síðari heimsstyrjaldarinnar dylst engum að þegar Winston Churchill tók við forsætisráðherraembætti í Bretlandi af Neville Chamberlain urðu kaflaskil. Stríðslukkan snerist ekki Bretum og bandamönnum í hag þegar í stað, en brotið hafði verið blað. Þegar við Íslendingar horfum til baka er erfitt að draga aðra ályktun en þá að ráðamenn í ríkisstjórn, Seðlabanka og stjórnkerfi Íslands hafi verið mörgum númerum of litlir í sín vandasömu störf á árunum og misserunum fyrir hrunið sem hér varð 2008. Í Grikklandi, vöggu lýðræðis í heiminum, hafa óhæfir menn farið með landstjórnina í áratugi. Um það þarf ekki að deila. Afleiðingarnar eru skelfilegar fyrir Grikki, sem nú eru háðir nágrönnum sínum um neyðaraðstoð til að afstýra algeru hruni. Endurreisn Þýskalands eftir seinni heimsstyrjöldina er oft kennd við Konrad Adenauer, kanslara 1947-1963, og Ludwig Ehrhard, fjármálaráðherra hans og eftirmann, og víst er að þeir voru engir meðalmenn. Þó hefði þeim Adenauer og Erhard aldrei tekist að endurreisa Þýskaland án mikillar aðstoðar annarra ríkja. Sú aðstoð fólst m.a. í Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna og stórfelldri skuldaniðurfellingu, sem gengið var frá á Lundúnaráðstefnunni 1953. Nágrannaríki Þýskalands ætluðu Þjóðverjum ekki hið óframkvæmanlega hlutskipti að komast á réttan kjöl fjárhagslega með því að skera niður útgjöld og hækka skatta í brostnu hagkerfi enda hefði það aldrei gengið. Þjóðverjum var rétt hjálparhönd og þeir reistir á fætur. Því er það kaldhæðnislegt þegar Grikkland er á fjárhagslegri vonarvöl að þýskir ráðamenn skuli ganga fremstir í flokki þeirra sem gera óraunhæfar kröfur um niðurskurð og skattahækkanir í gríska hagkerfinu. Ekki verður betur séð en að einn tilgangur þess skrípaleiks, sem staðið hefur í Brüssel undanfarnar vikur, sé að niðurlægja Grikki. Sjálfsagt er að gera kröfur um umbætur í grískri stjórnsýslu og hagstjórn en án stórfelldra skuldaafskrifta er Grikklandsævintýrið dæmt til að enda með skelfingu fyrir Evrópu. Það er ekki fyrr en á reynir sem í ljós kemur hvort stjórnmálamenn eru leiðtogar eða vindhanar. Í stað þess að leiða Grikklandskrísuna til farsællar lausnar fyrir alla höfðar Angela Merkel til lægstu hvata þýskra kjósenda. Hún er ekki starfi sínu vaxin. Nú er sjálft ESB í hættu vegna þýskrar óbilgirni í garð Grikkja. Hætt er við að sagan skipi Merkel annars staðar í sveit en með Adenauer, Erhard, Brandt, Schmidt og Kohl.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira