Kristinn og Kristinn bestir í fyrri umferðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2015 06:00 Kristinn Freyr Sigurðsson og Kristinn Jónsson. Vísir/Stefán Valur og Breiðablik náðu hvorugt að slá við svarthvítu risunum í stigaöflun í fyrri umferð Pepsi-deildar karla en eru ekki langt undan þegar allir hafa spilað við alla. Bæði liðin hafa vakið lukku fyrir skemmtilegan og árangursríkan fótbolta, undir stjórn nýrra þjálfara í Kópavogi og á Hlíðarenda hafa bæði liðin skipt yfir í toppbaráttugírinn. Það kemur því ekki á óvart að tveir bestu leikmenn fyrri umferðarinnar spili einmitt með þessum tveimur vel spilandi liðum. Kristinn Freyr Sigurðsson er leikmaður fyrri umferðarinnar hjá Fréttablaðinu en nafni hans Kristinn Jónsson er ekki langt undan.Stórt skref í rétta átt Kristinn Freyr hefur tekið stórt skref í rétta átt síðan Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson tóku við Valsliðinu. Tímabilið í fyrra gekk ekki eins vel og búist var við, en í sumar hefur Kristinn hins vegar sprungið út. Kristinn Freyr hefur skorað þrjú mörk og gefið fimm stoðsendingar í Pepsi-deildinni en hann hefur alls átt þátt í ellefu mörkum Valsliðsins í sumar. Það skiptir auðvitað miklu máli að mennirnir fyrir aftan hann eru að spila vel og þá ekki síst vinnuþjarkurinn Haukur Páll Sigurðsson. Fyrir vikið hefur Kristinn Freyr fengið frjálsara hlutverk þar sem hann nýtur sín afar vel.Meiri stöðugleiki Kristinn Freyr er samt enginn lúxusleikmaður því hann er alveg tilbúinn að hlaupa og tækla og leggja sitt af mörkum við að gefa tóninn í varnarpressu Valsliðsins. Hvað varðar hreinræktaða fótboltahæfileika með knöttinn standast aftur á móti fáir honum snúninginn enda leikmaður sem getur bæði skorað mörk af miðjunni og lagt upp mörk fyrir félaga sína. Kristinn Freyr hefur vissulega átt nokkra góða leiki í deildinni undanfarin ár en það er mun meiri stöðugleiki hjá honum í sumar sem hefur gert hann að besta leikmanni deildarinnar. Kristinn Freyr náði því meðal annars að vera valinn maður leiksins í tveimur leikjum í röð sem er fátítt.Ógnandi vinstri bakvörður Kristinn Jónsson hefur átt mjög gott tímabil og er einn af hættulegri sóknarmönnum Pepsi-deildarinnar þrátt fyrir að spila sem vinstri bakvörður. Kristinn hefur þegar lagt upp fimm mörk fyrir félaga sína og alls átt þátt í tíu mörkum Blika. Kristinn hefur einnig átt tvo leiki þar sem hann fékk níu í einkunn, sem gerist ekki á hverjum degi. Hér til hliðar má sjá samanburð á þeim félögum frá því í fyrri umferð Pepsi-deildarinnar auk þess sem þar er listi yfir þá leikmenn sem komust inn á topp 30 í einkunnagjöf Fréttablaðsins.Pepsi-deildin - 30 bestu leikmenn fyrri umferðarinnar: Kristinn Freyr Sigurðsson, Val 7,10 Kristinn Jónsson, Breiðabliki 7,00 Árni Snær Ólafsson, ÍA 6,80 Skúli Jón Friðgeirsson, KR 6,73 Bergsveinn Ólafsson, Fjölni 6,70 Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðabliki 6,55 Thomas Christensen, Val 6,50 Aron Sigurðarson, Fjölni 6,45 Bjarni Ólafur Eiríksson, Val 6,40 Atli Guðnason, FH 6,40 Daniel Ivanovski, Fjölni 6,38 Jacob Schoop, KR 6,36 Patrick Pedersen, Val 6,36 Haukur Páll Sigurðsson, Val 6,33 Damir Muminovic Breiðabliki 6,27 Oliver Sigurjónsson, Breiðabliki 6,22 Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðabliki 6,22 Sigurður Egill Lárusson, Val 6,20 Hilmar Árni Halldórsson, Leikni 6,18 Ian David Jeffs, ÍBV 6,14 Igor Taskovic, Víkingi 6,10 Daníel Laxdal, Stjörnunni 6,10 Steven Lennon, FH 6,09 Davíð Þór Viðarsson, FH 6,09 Halldór Kristinn Halldórsson, Leikni 6,09 Orri Sigurður Ómarsson, Val 6,00 Andrés Már Jóhannesson, Fylki 6,00 Ólafur Páll Snorrason, Fjölni 6,00 Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki 6,00 Ólafur Hrannar Kristjánsson, Leikni 6,00 Óttar Bjarni Guðmundsson, Leikni 6,00 Kassim Doumbia, FH 6,00 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira
Valur og Breiðablik náðu hvorugt að slá við svarthvítu risunum í stigaöflun í fyrri umferð Pepsi-deildar karla en eru ekki langt undan þegar allir hafa spilað við alla. Bæði liðin hafa vakið lukku fyrir skemmtilegan og árangursríkan fótbolta, undir stjórn nýrra þjálfara í Kópavogi og á Hlíðarenda hafa bæði liðin skipt yfir í toppbaráttugírinn. Það kemur því ekki á óvart að tveir bestu leikmenn fyrri umferðarinnar spili einmitt með þessum tveimur vel spilandi liðum. Kristinn Freyr Sigurðsson er leikmaður fyrri umferðarinnar hjá Fréttablaðinu en nafni hans Kristinn Jónsson er ekki langt undan.Stórt skref í rétta átt Kristinn Freyr hefur tekið stórt skref í rétta átt síðan Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson tóku við Valsliðinu. Tímabilið í fyrra gekk ekki eins vel og búist var við, en í sumar hefur Kristinn hins vegar sprungið út. Kristinn Freyr hefur skorað þrjú mörk og gefið fimm stoðsendingar í Pepsi-deildinni en hann hefur alls átt þátt í ellefu mörkum Valsliðsins í sumar. Það skiptir auðvitað miklu máli að mennirnir fyrir aftan hann eru að spila vel og þá ekki síst vinnuþjarkurinn Haukur Páll Sigurðsson. Fyrir vikið hefur Kristinn Freyr fengið frjálsara hlutverk þar sem hann nýtur sín afar vel.Meiri stöðugleiki Kristinn Freyr er samt enginn lúxusleikmaður því hann er alveg tilbúinn að hlaupa og tækla og leggja sitt af mörkum við að gefa tóninn í varnarpressu Valsliðsins. Hvað varðar hreinræktaða fótboltahæfileika með knöttinn standast aftur á móti fáir honum snúninginn enda leikmaður sem getur bæði skorað mörk af miðjunni og lagt upp mörk fyrir félaga sína. Kristinn Freyr hefur vissulega átt nokkra góða leiki í deildinni undanfarin ár en það er mun meiri stöðugleiki hjá honum í sumar sem hefur gert hann að besta leikmanni deildarinnar. Kristinn Freyr náði því meðal annars að vera valinn maður leiksins í tveimur leikjum í röð sem er fátítt.Ógnandi vinstri bakvörður Kristinn Jónsson hefur átt mjög gott tímabil og er einn af hættulegri sóknarmönnum Pepsi-deildarinnar þrátt fyrir að spila sem vinstri bakvörður. Kristinn hefur þegar lagt upp fimm mörk fyrir félaga sína og alls átt þátt í tíu mörkum Blika. Kristinn hefur einnig átt tvo leiki þar sem hann fékk níu í einkunn, sem gerist ekki á hverjum degi. Hér til hliðar má sjá samanburð á þeim félögum frá því í fyrri umferð Pepsi-deildarinnar auk þess sem þar er listi yfir þá leikmenn sem komust inn á topp 30 í einkunnagjöf Fréttablaðsins.Pepsi-deildin - 30 bestu leikmenn fyrri umferðarinnar: Kristinn Freyr Sigurðsson, Val 7,10 Kristinn Jónsson, Breiðabliki 7,00 Árni Snær Ólafsson, ÍA 6,80 Skúli Jón Friðgeirsson, KR 6,73 Bergsveinn Ólafsson, Fjölni 6,70 Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðabliki 6,55 Thomas Christensen, Val 6,50 Aron Sigurðarson, Fjölni 6,45 Bjarni Ólafur Eiríksson, Val 6,40 Atli Guðnason, FH 6,40 Daniel Ivanovski, Fjölni 6,38 Jacob Schoop, KR 6,36 Patrick Pedersen, Val 6,36 Haukur Páll Sigurðsson, Val 6,33 Damir Muminovic Breiðabliki 6,27 Oliver Sigurjónsson, Breiðabliki 6,22 Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðabliki 6,22 Sigurður Egill Lárusson, Val 6,20 Hilmar Árni Halldórsson, Leikni 6,18 Ian David Jeffs, ÍBV 6,14 Igor Taskovic, Víkingi 6,10 Daníel Laxdal, Stjörnunni 6,10 Steven Lennon, FH 6,09 Davíð Þór Viðarsson, FH 6,09 Halldór Kristinn Halldórsson, Leikni 6,09 Orri Sigurður Ómarsson, Val 6,00 Andrés Már Jóhannesson, Fylki 6,00 Ólafur Páll Snorrason, Fjölni 6,00 Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki 6,00 Ólafur Hrannar Kristjánsson, Leikni 6,00 Óttar Bjarni Guðmundsson, Leikni 6,00 Kassim Doumbia, FH 6,00
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira