„Þótt lokastaðan hafi verið svona þá var þetta mjög harður leikur og mikið gekk á,“ segir Kristinn Þór Sigurjónsson, formaður Rugby Ísland, en Rugbyfélag Reykjavíkur vann í gær 33-5 sigur á áhöfn breska herskipsins Somerset. Fyrr í vikunni bar félagið sigur úr býtum í leik gegn áhöfn franska herskipsins Primauguet.
Tvö íslensk rugbylið mæta liðum frá Bretlandi í örmóti í ólympísku rugbyi næsta laugardag á Ásvöllum. Mótið hefst klukkan tíu.
