Ef flugið væri rekið eins og landbúnaður Skjóðan skrifar 22. júlí 2015 10:00 Áform fjármálaráðherra um afnám tolla, annarra en tolla á matvæli, fyrir árið 2017 eru jákvæð tíðindi fyrir íslenska neytendur. Það er mjög miður að matvælatollar skuli ekki einnig lækkaðir þar sem afnám þeirra er líklega mikilvægasta kjarabót sem hægt er að færa íslenskum heimilum. En tollaafnámið er ekki fyrir íslenska neytendur. Það er fyrir verslunina í landinu. Hennes & Mauritz er með ráðandi markaðshlutdeild á íslenskum fatamarkaði þrátt fyrir að hér á landi sé engin H&M-verslun. Íslendingar versla í H&M í útlöndum. Þessa verslun vill ríkisstjórnin færa inn í landið með því að afnema tolla. Auknar tekjur af virðisaukaskatti vega upp á móti tekjutapi ríkisins af tollalækkun. Heildsalar og verslunin í landinu hagnast líka og það dregur úr ójöfnuði milli þeirra Íslendinga sem versla erlendis og hinna sem ekki hafa efni á að ferðast til útlanda. Það er dapurlegt að á 21. öld skuli íslensk stjórnvöld halda dauðahaldi í úrelt landbúnaðarkerfi sem byggt er á fyrirkomulagi sem komið var á snemma á 20. öld. Innflutningsbönn og verndartollar á innflutt matvæli bitna hart á neytendum og leika bændur sjálfa grátt. Þrátt fyrir afnám tolla eiga þessir verndartollar að lifa. Íslenskir bændur hanga margir á horriminni. Þetta er afleiðing aldarlangrar miðstýringar og hafta. Í stað þess að sjá tækifæri í markaðslausnum í landbúnaði einblína stjórnvöld á skrattann sem hagsmunaaðilar í landbúnaði mála á vegg. Hagsmunir einokunarmilliliða ganga gegn hagsmunum bæði neytenda og bænda. Langt fram yfir miðja síðustu öld voru ferðalög með flugvélum til útlanda munaður sem einungis efnað fólk gat leyft sér. Ungir, áræðnir menn stofnuðu Loftleiðir og hleyptu samkeppni inn á íslenskan flugmarkað. Loftleiðir gerðu ekki aðeins Íslendingum kleift að ferðast ódýrar en fyrr. Fólk beggja vegna Atlantsála nýtti sér lág fargjöld félagsins til ferðalaga yfir hafið. Samkeppnin í flugi stækkaði markaðinn og enn sér ekki fyrir endann á því. Nú fljúga fjölmörg erlend flugfélög til og frá Íslandi og afkoma íslensku félaganna hefur aldrei verið betri. Hvernig ætli íslenskri ferðaþjónustu vegnaði nú, ef í flugmálum hefði verið fylgt sömu verndar- og einokunarstefnu og gert er í landbúnaði? Ætli ríkisflugfélagið skilaði jafn góðri afkomu og Icelandair gerir nú? Værum við að taka á móti 1,2 milljónum ferðamanna á þessu ári? Landbúnaður var stærsta atvinnugrein þjóðarinnar fyrir hundrað árum. Nú kemst hann ekki á verðlaunapall þrátt fyrir umfangsmikla og dýra ríkisvernd. Íslensk flugfélög hafa þurft að keppa í harðri alþjóðlegri samkeppni og eru nú hluti af stærstu atvinnugrein þjóðarinnar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Fréttir af flugi Skjóðan Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Áform fjármálaráðherra um afnám tolla, annarra en tolla á matvæli, fyrir árið 2017 eru jákvæð tíðindi fyrir íslenska neytendur. Það er mjög miður að matvælatollar skuli ekki einnig lækkaðir þar sem afnám þeirra er líklega mikilvægasta kjarabót sem hægt er að færa íslenskum heimilum. En tollaafnámið er ekki fyrir íslenska neytendur. Það er fyrir verslunina í landinu. Hennes & Mauritz er með ráðandi markaðshlutdeild á íslenskum fatamarkaði þrátt fyrir að hér á landi sé engin H&M-verslun. Íslendingar versla í H&M í útlöndum. Þessa verslun vill ríkisstjórnin færa inn í landið með því að afnema tolla. Auknar tekjur af virðisaukaskatti vega upp á móti tekjutapi ríkisins af tollalækkun. Heildsalar og verslunin í landinu hagnast líka og það dregur úr ójöfnuði milli þeirra Íslendinga sem versla erlendis og hinna sem ekki hafa efni á að ferðast til útlanda. Það er dapurlegt að á 21. öld skuli íslensk stjórnvöld halda dauðahaldi í úrelt landbúnaðarkerfi sem byggt er á fyrirkomulagi sem komið var á snemma á 20. öld. Innflutningsbönn og verndartollar á innflutt matvæli bitna hart á neytendum og leika bændur sjálfa grátt. Þrátt fyrir afnám tolla eiga þessir verndartollar að lifa. Íslenskir bændur hanga margir á horriminni. Þetta er afleiðing aldarlangrar miðstýringar og hafta. Í stað þess að sjá tækifæri í markaðslausnum í landbúnaði einblína stjórnvöld á skrattann sem hagsmunaaðilar í landbúnaði mála á vegg. Hagsmunir einokunarmilliliða ganga gegn hagsmunum bæði neytenda og bænda. Langt fram yfir miðja síðustu öld voru ferðalög með flugvélum til útlanda munaður sem einungis efnað fólk gat leyft sér. Ungir, áræðnir menn stofnuðu Loftleiðir og hleyptu samkeppni inn á íslenskan flugmarkað. Loftleiðir gerðu ekki aðeins Íslendingum kleift að ferðast ódýrar en fyrr. Fólk beggja vegna Atlantsála nýtti sér lág fargjöld félagsins til ferðalaga yfir hafið. Samkeppnin í flugi stækkaði markaðinn og enn sér ekki fyrir endann á því. Nú fljúga fjölmörg erlend flugfélög til og frá Íslandi og afkoma íslensku félaganna hefur aldrei verið betri. Hvernig ætli íslenskri ferðaþjónustu vegnaði nú, ef í flugmálum hefði verið fylgt sömu verndar- og einokunarstefnu og gert er í landbúnaði? Ætli ríkisflugfélagið skilaði jafn góðri afkomu og Icelandair gerir nú? Værum við að taka á móti 1,2 milljónum ferðamanna á þessu ári? Landbúnaður var stærsta atvinnugrein þjóðarinnar fyrir hundrað árum. Nú kemst hann ekki á verðlaunapall þrátt fyrir umfangsmikla og dýra ríkisvernd. Íslensk flugfélög hafa þurft að keppa í harðri alþjóðlegri samkeppni og eru nú hluti af stærstu atvinnugrein þjóðarinnar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Fréttir af flugi Skjóðan Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira