Jón Arnór: Yrði afrek að vinna einn leik á EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júlí 2015 07:00 Jón Arnór Stefánsson var mættur í málarabuxunum á æfingu á mánudaginn en fer svo af stað með liðinu eftir nokkra daga. vísir/Andri marinó „Ég er ekki klár í að byrja að æfa því það er svo stutt síðan ég kláraði á Spáni,“ segir Jón Arnór Stefánsson, besti körfuboltamaður þjóðarinnar, við Fréttablaðið er hann og blaðamaður standa við bekkina í Ásgarði og fylgjast með fyrstu formlegu æfingu landsliðsins fyrir Evrópumótið sem hefst í september. Æfingahópurinn var tilkynntur í gær og kom saman í Ásgarði, en nú hefst sex vikna undirbúningur fyrir stundina sögulegu í Berlín þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik á EM.Sjá einnig:Pedersen: Við munum spila til að vinna í öllum leikjum í sumar „Tímabilið hjá mér var rosalega langt og strangt,“ segir Jón Arnór sem spilar með Unicaja Málaga, einu besta liði Spánar. Það tapaði í oddaleik í undanúrslitum spænsku úrvalsdeildarinnar. „Það var mikið af æfingum og mikið af leikjum þannig að ég þarf meira frí. Ég tek nokkra daga til viðbótar sem er meira bara til að hvíla hausinn,“ segir Jón Arnór sem er þó heill líkamlega. „Ég get alveg byrjað leik en þetta er meira fyrir kollinn. Ég þarf bara að fá smá frí. Þá verð ég líka bara ferskari fyrir vikið en ég er rosalega spenntur fyrir þessu öllu.“Ægir Þór Steinarsson, Helgi Már Magnússon og Hlynur Bæringsson rúlla sig í gang fyrir æfingu á mánudaginn.vísir/andri marinóAuðmýktin mikil Strákarnir hafa vitað að þeirra bíður fyrsta ferðin á stórmót síðan í ágúst í fyrra. Biðin hefur því verið löng, en verður allt aðeins raunverulegra þegar æfingar eru formlega hafnar? „Bæði og. Þetta er samt enn þá alltaf svolítið furðulegt,“ segir Jón Arnór og brosir. „Menn eru búnir að bíða eftir þessum degi, að geta loksins byrjað og reynt að sanna sig. Svo kemur að því að það þurfi að skera niður og menn eru bara með brjálaðan metnað fyrir því að komast í liðið.“ Ísland dróst í algjöran dauðariðil með Tyrklandi, Serbíu, Ítalíu, Þýskalandi og Spáni. Möguleikarnir á móti eru litlir og því má ekki gleyma að njóta ferðarinnar. „Leiðin að EM verður ótrúlega skemmtileg þannig við erum bara spenntir fyrir þessu,“ segir Jón Arnór og heldur áfram: „Ég held við séum mjög auðmjúkir. Þetta lið er mjög auðmjúkt. Við æfum bara rosalega vel og höfum mikinn metnað.“ Liðið gerir sér fyllilega grein fyrir því hversu erfitt verkefnið verður í Berlín. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hversu sterkur riðilinn er. Auðvitað ætlum við að njóta þess bara að spila þarna og keppa við þá bestu. Við eigum samt að setja okkur markmið að vinna einn leik. Það yrði bara afrek að vinna einn leik í þessu móti. Það er bara sannleikurinn,“ segir Jón Arnór.Hópurinn hóf æfingar í byrjun vikunnar og skorið verður niður í tólf manns.vísir/andri marinóMótin voru alltaf skemmtilegust Í liðunum sem Ísland mætir eru margar af skærustu körfuboltastjörnum heims. Spænska liðið er fullt af NBA-stjörnum og fleiri má finna í hinum liðunum. Dirk Nowitzki, fyrrverandi NBA-meistari með Dallas Mavericks, spilar sína síðustu landsleiki í Berlín. „Það verður skemmtilegt að spila á móti þessum körlum í landsleikjum. Ég hef nú mætt þeim sumum með félagsliðum. Ég sjálfur er bara spenntur fyrir því að vera hluti af þessu móti og sjá aðra leiki líka. Sem aðdáandi körfuboltans er ég rosalega spenntur fyrir því að sjá umgjörðina til dæmis hjá Þjóðverjanum,“ segir Jón Arnór, en spennan fyrir mótinu er mikil í Berlín. „Þarna verður fullt af fólki og mikið af Íslendingum sem ætla að mæta og skemmta sér og fá sér bjór. Síðan er Dirk að kveðja og fleira. Það er langt síðan ég hef fengið þessa tilfinningu, að vera á svona móti. Ég man bara eftir þessu með yngri landsliðunum. Þetta var það skemmtilegasta sem maður gerði,“ segir Jón Arnór Stefánsson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
„Ég er ekki klár í að byrja að æfa því það er svo stutt síðan ég kláraði á Spáni,“ segir Jón Arnór Stefánsson, besti körfuboltamaður þjóðarinnar, við Fréttablaðið er hann og blaðamaður standa við bekkina í Ásgarði og fylgjast með fyrstu formlegu æfingu landsliðsins fyrir Evrópumótið sem hefst í september. Æfingahópurinn var tilkynntur í gær og kom saman í Ásgarði, en nú hefst sex vikna undirbúningur fyrir stundina sögulegu í Berlín þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik á EM.Sjá einnig:Pedersen: Við munum spila til að vinna í öllum leikjum í sumar „Tímabilið hjá mér var rosalega langt og strangt,“ segir Jón Arnór sem spilar með Unicaja Málaga, einu besta liði Spánar. Það tapaði í oddaleik í undanúrslitum spænsku úrvalsdeildarinnar. „Það var mikið af æfingum og mikið af leikjum þannig að ég þarf meira frí. Ég tek nokkra daga til viðbótar sem er meira bara til að hvíla hausinn,“ segir Jón Arnór sem er þó heill líkamlega. „Ég get alveg byrjað leik en þetta er meira fyrir kollinn. Ég þarf bara að fá smá frí. Þá verð ég líka bara ferskari fyrir vikið en ég er rosalega spenntur fyrir þessu öllu.“Ægir Þór Steinarsson, Helgi Már Magnússon og Hlynur Bæringsson rúlla sig í gang fyrir æfingu á mánudaginn.vísir/andri marinóAuðmýktin mikil Strákarnir hafa vitað að þeirra bíður fyrsta ferðin á stórmót síðan í ágúst í fyrra. Biðin hefur því verið löng, en verður allt aðeins raunverulegra þegar æfingar eru formlega hafnar? „Bæði og. Þetta er samt enn þá alltaf svolítið furðulegt,“ segir Jón Arnór og brosir. „Menn eru búnir að bíða eftir þessum degi, að geta loksins byrjað og reynt að sanna sig. Svo kemur að því að það þurfi að skera niður og menn eru bara með brjálaðan metnað fyrir því að komast í liðið.“ Ísland dróst í algjöran dauðariðil með Tyrklandi, Serbíu, Ítalíu, Þýskalandi og Spáni. Möguleikarnir á móti eru litlir og því má ekki gleyma að njóta ferðarinnar. „Leiðin að EM verður ótrúlega skemmtileg þannig við erum bara spenntir fyrir þessu,“ segir Jón Arnór og heldur áfram: „Ég held við séum mjög auðmjúkir. Þetta lið er mjög auðmjúkt. Við æfum bara rosalega vel og höfum mikinn metnað.“ Liðið gerir sér fyllilega grein fyrir því hversu erfitt verkefnið verður í Berlín. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hversu sterkur riðilinn er. Auðvitað ætlum við að njóta þess bara að spila þarna og keppa við þá bestu. Við eigum samt að setja okkur markmið að vinna einn leik. Það yrði bara afrek að vinna einn leik í þessu móti. Það er bara sannleikurinn,“ segir Jón Arnór.Hópurinn hóf æfingar í byrjun vikunnar og skorið verður niður í tólf manns.vísir/andri marinóMótin voru alltaf skemmtilegust Í liðunum sem Ísland mætir eru margar af skærustu körfuboltastjörnum heims. Spænska liðið er fullt af NBA-stjörnum og fleiri má finna í hinum liðunum. Dirk Nowitzki, fyrrverandi NBA-meistari með Dallas Mavericks, spilar sína síðustu landsleiki í Berlín. „Það verður skemmtilegt að spila á móti þessum körlum í landsleikjum. Ég hef nú mætt þeim sumum með félagsliðum. Ég sjálfur er bara spenntur fyrir því að vera hluti af þessu móti og sjá aðra leiki líka. Sem aðdáandi körfuboltans er ég rosalega spenntur fyrir því að sjá umgjörðina til dæmis hjá Þjóðverjanum,“ segir Jón Arnór, en spennan fyrir mótinu er mikil í Berlín. „Þarna verður fullt af fólki og mikið af Íslendingum sem ætla að mæta og skemmta sér og fá sér bjór. Síðan er Dirk að kveðja og fleira. Það er langt síðan ég hef fengið þessa tilfinningu, að vera á svona móti. Ég man bara eftir þessu með yngri landsliðunum. Þetta var það skemmtilegasta sem maður gerði,“ segir Jón Arnór Stefánsson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira