32.000 manna fólksflutningar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 22. júlí 2015 07:00 VÍSIR „Við létum vita að við værum tilbúin að taka að lágmarki við 25 manns á ári þannig að þetta eru að lágmarki 50 kvótaflóttamenn á næstu tveimur árum,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra.Ísland mun taka á móti 50 flóttamönnum á næstu tveimur árum til að létta undir flóttamannastraumnum í suðurhluta Evrópu. Í samanburði við önnur ríki sem taka á móti kvótaflóttafólki er Ísland að taka á móti hlutfallslega jafn mörgum og Þýskaland og Frakkland, eða um 0,01 prósenti af mannfjölda í viðkomandi ríki. Undirbúningur á móttöku flóttafólksins er þegar hafinn í félagsmálaráðuneytinu. Innanríkisráðherrar Evrópusambandsins komust að þeirri niðurstöðu á mánudaginn að taka ætti við um 32 þúsund flóttamönnum og mun Ísland taka við hluta þeirra. Ríki Evrópu byrja að taka á móti flóttamönnum í október,„Við höfum verið að vinna að því í nánu samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og munum halda áfram að gera það. Núna fram undan er það starf Flóttamannaráðs að undirbúa móttökuna,“ segir hún. Eygló segir ákvörðunina tekna með fyrirvara um samþykki Alþingis en hún er bjartsýn á að fjármögnun náist.Það eru að lokum sveitarfélög sem taka á móti flóttafólkinu og sjá til þess að það nái fótfestu hér á landi. „Við höfum fengið ákveðin skilaboð um að það séu ákveðin sveitarfélög tilbúin að taka þátt. Það þarf þá að koma í ljós hvort það gangi ekki allt saman eftir hjá þeim sveitarfélögum sem hafa lýst því yfir að þau hafi áhuga á að taka á móti kvótaflóttamönnum,“ segir Eygló sem býst við áframhaldandi og góðu samstarfi við Rauða krossinn um málið. Innanríkisráðherrar Evrópusambandsins komust að samkomulagi á fundi sínum í Brussel á mánudaginn að taka við 32 þúsund flóttamönnum og koma þeim fyrir í álfunni. Fundur ráðherranna þótti þó ekki hafa heppnast nægilega vel. Upphaflega var áætlað að taka á móti 40 þúsund flóttamönnum en ekki náðist full samstaða um móttöku þeirra. Því munu nokkur Evrópuríki leggja sitt af mörkum en önnur sitja hjá. Fyrstu flóttamönnunum verður komið fyrir í október í ár. Dimitris Avramopoulos, framkvæmdastjóri flóttamannamála innan Evrópusambandsins, sagðist vonsvikinn með niðurstöðuna en þó segir hann að ákvörðunin hafi verið stórt skref fram á við. Ákveðið var að þeir átta þúsund flóttamenn sem eftir eru hljóti móttöku í lok árs. Þjóðverjar taka á móti flestumÞýskaland og Frakkland taka á móti flestum flóttamönnum en Þýskaland mun taka við 12.100 manns og Frakkland 9.127. Danmörk, Bretland og Írland búa við undanþágur frá málefnum af þessum toga innan Evrópusambandsins en kusu þó að taka að einhverju leyti þátt. Bretland tekur á móti 2.200 manns, Danmörk tekur á móti 1.000 manns og Írland 1.120. Þrátt fyrir miklar skuldbindingar nokkurra ríkja var ekki full samstaða um móttöku flóttafólks.Ungverjaland og Austurríki lögðust meðal annars hart gegn samkomulaginu en hvorugt ríkið mun taka á móti flóttamönnum. Nokkur ríki utan Evrópusambandsins munu einnig taka við flóttamönnum en það eru Ísland, Sviss, Liechtenstein og Noregur. Athygli vekur að Noregur ákvað að taka á móti 3.500 flóttamönnum, sem er hlutfallslega langmest miðað við önnur ríki. Ísland hlutfallslega öflugtÞá stendur Ísland sig nokkuð vel í þeim efnum en sá fjöldi sem Ísland mun taka við á næstu tveimur árum er hlutfallslega svipaður og skuldbindingar Þýskalands. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að Ísland sé hátt skrifað hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Það var ánægjulegt þegar við fengum heimsókn frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þar sem þau sögðu að hvernig við höfum tekið á móti kvótaflóttamönnum hefur verið til fyrirmyndar,“ segir hún. Eygló segist ekki vita hvenær hægt verði að taka á móti fólkinu en það muni skýrast í haust. Hóparnir sem þau horfa til eru einstæðar mæður, hinsegin fólk og fólk sem þarfnast aðhlynningar. „Við þurfum að gera okkar. Þarna er mikill vandi. Þetta er okkar framlag í að taka á þessari neyð en ég held að við vitum það öll að við leysum þetta ekki bara með þessum hætti heldur liggja lausnirnar í friði í viðkomandi löndum auk uppbyggingar. Þar kemur til annars konar þróunaraðstoð sem mun skipta verulega miklu máli.“ Alþingi Flóttamenn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
„Við létum vita að við værum tilbúin að taka að lágmarki við 25 manns á ári þannig að þetta eru að lágmarki 50 kvótaflóttamenn á næstu tveimur árum,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra.Ísland mun taka á móti 50 flóttamönnum á næstu tveimur árum til að létta undir flóttamannastraumnum í suðurhluta Evrópu. Í samanburði við önnur ríki sem taka á móti kvótaflóttafólki er Ísland að taka á móti hlutfallslega jafn mörgum og Þýskaland og Frakkland, eða um 0,01 prósenti af mannfjölda í viðkomandi ríki. Undirbúningur á móttöku flóttafólksins er þegar hafinn í félagsmálaráðuneytinu. Innanríkisráðherrar Evrópusambandsins komust að þeirri niðurstöðu á mánudaginn að taka ætti við um 32 þúsund flóttamönnum og mun Ísland taka við hluta þeirra. Ríki Evrópu byrja að taka á móti flóttamönnum í október,„Við höfum verið að vinna að því í nánu samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og munum halda áfram að gera það. Núna fram undan er það starf Flóttamannaráðs að undirbúa móttökuna,“ segir hún. Eygló segir ákvörðunina tekna með fyrirvara um samþykki Alþingis en hún er bjartsýn á að fjármögnun náist.Það eru að lokum sveitarfélög sem taka á móti flóttafólkinu og sjá til þess að það nái fótfestu hér á landi. „Við höfum fengið ákveðin skilaboð um að það séu ákveðin sveitarfélög tilbúin að taka þátt. Það þarf þá að koma í ljós hvort það gangi ekki allt saman eftir hjá þeim sveitarfélögum sem hafa lýst því yfir að þau hafi áhuga á að taka á móti kvótaflóttamönnum,“ segir Eygló sem býst við áframhaldandi og góðu samstarfi við Rauða krossinn um málið. Innanríkisráðherrar Evrópusambandsins komust að samkomulagi á fundi sínum í Brussel á mánudaginn að taka við 32 þúsund flóttamönnum og koma þeim fyrir í álfunni. Fundur ráðherranna þótti þó ekki hafa heppnast nægilega vel. Upphaflega var áætlað að taka á móti 40 þúsund flóttamönnum en ekki náðist full samstaða um móttöku þeirra. Því munu nokkur Evrópuríki leggja sitt af mörkum en önnur sitja hjá. Fyrstu flóttamönnunum verður komið fyrir í október í ár. Dimitris Avramopoulos, framkvæmdastjóri flóttamannamála innan Evrópusambandsins, sagðist vonsvikinn með niðurstöðuna en þó segir hann að ákvörðunin hafi verið stórt skref fram á við. Ákveðið var að þeir átta þúsund flóttamenn sem eftir eru hljóti móttöku í lok árs. Þjóðverjar taka á móti flestumÞýskaland og Frakkland taka á móti flestum flóttamönnum en Þýskaland mun taka við 12.100 manns og Frakkland 9.127. Danmörk, Bretland og Írland búa við undanþágur frá málefnum af þessum toga innan Evrópusambandsins en kusu þó að taka að einhverju leyti þátt. Bretland tekur á móti 2.200 manns, Danmörk tekur á móti 1.000 manns og Írland 1.120. Þrátt fyrir miklar skuldbindingar nokkurra ríkja var ekki full samstaða um móttöku flóttafólks.Ungverjaland og Austurríki lögðust meðal annars hart gegn samkomulaginu en hvorugt ríkið mun taka á móti flóttamönnum. Nokkur ríki utan Evrópusambandsins munu einnig taka við flóttamönnum en það eru Ísland, Sviss, Liechtenstein og Noregur. Athygli vekur að Noregur ákvað að taka á móti 3.500 flóttamönnum, sem er hlutfallslega langmest miðað við önnur ríki. Ísland hlutfallslega öflugtÞá stendur Ísland sig nokkuð vel í þeim efnum en sá fjöldi sem Ísland mun taka við á næstu tveimur árum er hlutfallslega svipaður og skuldbindingar Þýskalands. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að Ísland sé hátt skrifað hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Það var ánægjulegt þegar við fengum heimsókn frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þar sem þau sögðu að hvernig við höfum tekið á móti kvótaflóttamönnum hefur verið til fyrirmyndar,“ segir hún. Eygló segist ekki vita hvenær hægt verði að taka á móti fólkinu en það muni skýrast í haust. Hóparnir sem þau horfa til eru einstæðar mæður, hinsegin fólk og fólk sem þarfnast aðhlynningar. „Við þurfum að gera okkar. Þarna er mikill vandi. Þetta er okkar framlag í að taka á þessari neyð en ég held að við vitum það öll að við leysum þetta ekki bara með þessum hætti heldur liggja lausnirnar í friði í viðkomandi löndum auk uppbyggingar. Þar kemur til annars konar þróunaraðstoð sem mun skipta verulega miklu máli.“
Alþingi Flóttamenn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira